Jón Ólafsson og Krímskaginn Þröstur Ólafsson skrifar 28. mars 2014 07:00 Í Fréttaspegli Ríkisútvarpsins þriðjudagskvöldið 25. mars var viðtal við Jón Ólafsson, prófessor á Bifröst, um Krím og þá málavexti sem ollu yfirtöku Rússa á skaganum. Ég hef ætíð haft ánægju af að hlusta á Jón vegna öfgalausra sjónarmiða og skýrleika í framsetningu, sem ekki er of algengt. Mér brá því óneitanlega að heyra hann bera hálfgert blak af Rússum og segja að við þessu hafi lengi mátt búast. Rússar hafi aldrei sætt sig almennilega við að Krím væri ekki rússneskt yfirráðasvæði. Meirihluti íbúanna á Krím sé Rússar og þeir hafi viljað fara heim í Ríkið, svo notuð sé orðatiltæki sem þýskir nazistar notuðu, þegar þeir innlimuðu Súdetahéruðin og Austurríki og gerðu tilkall um fleiri héruð, sem voru hluti af öðrum ríkjum, en voru byggð Þjóðverjum að meirihluta. Þetta var forspil og upphaf mesta hildarleiks heimssögunnar. En aftur að Krím. Þessi skagi hefur ekki verið hluti af Rússlandi nema frá 1783, en hafði þá all lengi verið hérað í Tyrkjaveldi. Kænugarður hefur verið mun lengur hluti af Rússlandi, enda má segja að Rússland nútímans eigi uppruna sinn þar. Viðurkenndu landamæri Úkraínu Úkraína er sjálfstætt og fullvalda ríki. Það hefur verið viðurkennt sem slíkt af rússneskum stjórnvöldum. Þegar Úkraína afhenti Rússum öll þau kjarnorkuvopn, sem voru á úkraínsku landi (mig minnir það hafi verið 1992) gerðu Rússar sérstakt samkomulag við Úkraínu um að í staðinn viðurkenndu þeir þáverandi landamæri Úkraínu, sem óbreytanleg og endanleg, þar með talin Krím, sem Rússar fengu afnot af. Þeir nýttu sér fyrsta tækifæri sem gafst til að svíkja samninginn, til að sælast til landsvæðis fullvalda ríkis. Það höfðu engir sambúðarerfiðleikar verið milli íbúa skagans, hvort sem þeir voru af rússnesku eða úkraínsku bergi brotnir. Það búa rússneskir minnihlutahópar í öllum fyrrverandi löndum Sovétríkjanna sálugu. Frá 5% upp í um 20%. Sennilega langar þá flesta af tilfinningaástæðum heim í Ríkið aftur. Gráupplagt er t.d. að kveikja elda óánægju í austurhluta Úkraínu og láta fara fram atkvæðagreiðslu þar og taka hana síðan með hervaldi. Hvað verður síðan um önnur fyrrverandi Sovéthéruð? Hervald eða samningar Jón fór svo að vitna í nútímasöguna og tók Kósóvó sem dæmi, um að Vestrið hefði gefið fordæmi og klofið það frá Serbíu. Þetta er smánarlegur samanburður. Í Kósóvó, Bosníu og Herzegóvínu höfðu Serbar gengið fram með óhemju grimmd og stundað útrýmingu og þjóðernishreinsanir í stórum stíl. Rússar komu í veg fyrir að Sameinuðu þjóðirnar gripu inn í átökin með því að beita neitunarvaldi. Þegar Vestrið var búið að koma á friði, neituðu þær þjóðir sem Serbar höfðu beitt ofbeldi að verða hluti af ríki Serba á ný, og kusu frekar áframhaldandi stríð. Lái það þeim enginn. Að bera þetta saman við innlimun Krím, sem fordæmi, er í besta falli ósmekklegt. Með innlimun Krím brutu Rússar þann meginsáttmála Evrópuríkja eftir stríð, að engar breytingar yrðu gerðar á landamærum ríkja nema með samkomulagi við viðkomandi ríki. Þá gengu þeir einnig í berhögg við þá aðferð sem viðhöfð hefur verið í Evrópu að leysa mál með samningum og málamiðlunum. Það er aðall ESB að leysa deilur milli ólíkra aðildarríkja sinna með samningum, þar sem báðir aðilar þurfa að láta af ýtrustu kröfum. Það hefur tryggt frið þar. Nú hafa Rússar aftur sett hótun eða beitingu hervalds á dagskrá í viðskiptum milli ríkja í Evrópu. Í ár eru 100 ár liðin frá upphafi heimstyrjaldarinnar fyrri en 75 ár frá upphafi þeirrar síðari. Vonandi verður hægt að fá Rússa ofan af því að halda áfram á þessari háskabraut. Ef ekki, þá gæti ófriður verið aftur í boði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Í Fréttaspegli Ríkisútvarpsins þriðjudagskvöldið 25. mars var viðtal við Jón Ólafsson, prófessor á Bifröst, um Krím og þá málavexti sem ollu yfirtöku Rússa á skaganum. Ég hef ætíð haft ánægju af að hlusta á Jón vegna öfgalausra sjónarmiða og skýrleika í framsetningu, sem ekki er of algengt. Mér brá því óneitanlega að heyra hann bera hálfgert blak af Rússum og segja að við þessu hafi lengi mátt búast. Rússar hafi aldrei sætt sig almennilega við að Krím væri ekki rússneskt yfirráðasvæði. Meirihluti íbúanna á Krím sé Rússar og þeir hafi viljað fara heim í Ríkið, svo notuð sé orðatiltæki sem þýskir nazistar notuðu, þegar þeir innlimuðu Súdetahéruðin og Austurríki og gerðu tilkall um fleiri héruð, sem voru hluti af öðrum ríkjum, en voru byggð Þjóðverjum að meirihluta. Þetta var forspil og upphaf mesta hildarleiks heimssögunnar. En aftur að Krím. Þessi skagi hefur ekki verið hluti af Rússlandi nema frá 1783, en hafði þá all lengi verið hérað í Tyrkjaveldi. Kænugarður hefur verið mun lengur hluti af Rússlandi, enda má segja að Rússland nútímans eigi uppruna sinn þar. Viðurkenndu landamæri Úkraínu Úkraína er sjálfstætt og fullvalda ríki. Það hefur verið viðurkennt sem slíkt af rússneskum stjórnvöldum. Þegar Úkraína afhenti Rússum öll þau kjarnorkuvopn, sem voru á úkraínsku landi (mig minnir það hafi verið 1992) gerðu Rússar sérstakt samkomulag við Úkraínu um að í staðinn viðurkenndu þeir þáverandi landamæri Úkraínu, sem óbreytanleg og endanleg, þar með talin Krím, sem Rússar fengu afnot af. Þeir nýttu sér fyrsta tækifæri sem gafst til að svíkja samninginn, til að sælast til landsvæðis fullvalda ríkis. Það höfðu engir sambúðarerfiðleikar verið milli íbúa skagans, hvort sem þeir voru af rússnesku eða úkraínsku bergi brotnir. Það búa rússneskir minnihlutahópar í öllum fyrrverandi löndum Sovétríkjanna sálugu. Frá 5% upp í um 20%. Sennilega langar þá flesta af tilfinningaástæðum heim í Ríkið aftur. Gráupplagt er t.d. að kveikja elda óánægju í austurhluta Úkraínu og láta fara fram atkvæðagreiðslu þar og taka hana síðan með hervaldi. Hvað verður síðan um önnur fyrrverandi Sovéthéruð? Hervald eða samningar Jón fór svo að vitna í nútímasöguna og tók Kósóvó sem dæmi, um að Vestrið hefði gefið fordæmi og klofið það frá Serbíu. Þetta er smánarlegur samanburður. Í Kósóvó, Bosníu og Herzegóvínu höfðu Serbar gengið fram með óhemju grimmd og stundað útrýmingu og þjóðernishreinsanir í stórum stíl. Rússar komu í veg fyrir að Sameinuðu þjóðirnar gripu inn í átökin með því að beita neitunarvaldi. Þegar Vestrið var búið að koma á friði, neituðu þær þjóðir sem Serbar höfðu beitt ofbeldi að verða hluti af ríki Serba á ný, og kusu frekar áframhaldandi stríð. Lái það þeim enginn. Að bera þetta saman við innlimun Krím, sem fordæmi, er í besta falli ósmekklegt. Með innlimun Krím brutu Rússar þann meginsáttmála Evrópuríkja eftir stríð, að engar breytingar yrðu gerðar á landamærum ríkja nema með samkomulagi við viðkomandi ríki. Þá gengu þeir einnig í berhögg við þá aðferð sem viðhöfð hefur verið í Evrópu að leysa mál með samningum og málamiðlunum. Það er aðall ESB að leysa deilur milli ólíkra aðildarríkja sinna með samningum, þar sem báðir aðilar þurfa að láta af ýtrustu kröfum. Það hefur tryggt frið þar. Nú hafa Rússar aftur sett hótun eða beitingu hervalds á dagskrá í viðskiptum milli ríkja í Evrópu. Í ár eru 100 ár liðin frá upphafi heimstyrjaldarinnar fyrri en 75 ár frá upphafi þeirrar síðari. Vonandi verður hægt að fá Rússa ofan af því að halda áfram á þessari háskabraut. Ef ekki, þá gæti ófriður verið aftur í boði.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun