Fór að skoða tengsl feðra við börnin sín Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. apríl 2014 14:00 "Þessir feðgar virðast í góðu sambandi. Valur Freyr sem faðir og sonur hans Grettir í hlutverki sonar. Mynd/Ilmur Valur Freyr Einarsson sló í gegn í sýningunni Tengdó, Grímusýningu ársins 2012. Nú teflir hann fram nýju verki, Dagbók jazzsöngvarans, sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu annað kvöld á vegum CommonNonsense. „Þetta eru eiginlega systkinasýningar, Tengdó og þessi, því vinnsluaðferðin er svipuð. Ég tók viðtöl og vann út frá þeim,“ byrjar Valur Freyr lýsingu sína á nýja verkinu. Hann kveðst hafa byrjað fyrir tveimur árum á að taka viðtal við mann sem var langt genginn með krabbamein. „Ég var ekki viss hvort hann mundi lifa sumarið af og dreif mig í að spjalla við hann. Svo er hann enn sprækur tveimur árum seinna, Guði sé lof. Hann trúði mér fyrir alls konar hlutum, fór í smá uppgjör við fortíðina, meðal annars samskipti sín við föður sinn og árin í djassinum. Það varð upphafið að þessu ferli hjá mér. Ég fór að skoða tengsl feðra við börnin sín eða tengslaleysi og hvernig það lekur ómeðvitað milli kynslóða. Það er undirliggjandi þema í þessu verki.“ Valur Freyr segir þennan umrædda mann hafa komið á rennsli um daginn og kannast við ýmislegt í sögunni. „Hann var þakklátur og fannst gott að þetta efni væri dregið fram í dagsljósið. Eitthvað sem hann hefur setið með í fanginu í mörg ár.“ Auk Vals Freys leikur 12 ára sonur hans, Grettir Valsson, í Dagbók jazzsöngvarans, auk hinnar þekktu Kristbjargar Kjeld. Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson, um leikmynd og búninga sér Ilmur Stefánsdóttir og tónlist og hljóðmynd er Davíðs Þórs Jónssonar. Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Valur Freyr Einarsson sló í gegn í sýningunni Tengdó, Grímusýningu ársins 2012. Nú teflir hann fram nýju verki, Dagbók jazzsöngvarans, sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu annað kvöld á vegum CommonNonsense. „Þetta eru eiginlega systkinasýningar, Tengdó og þessi, því vinnsluaðferðin er svipuð. Ég tók viðtöl og vann út frá þeim,“ byrjar Valur Freyr lýsingu sína á nýja verkinu. Hann kveðst hafa byrjað fyrir tveimur árum á að taka viðtal við mann sem var langt genginn með krabbamein. „Ég var ekki viss hvort hann mundi lifa sumarið af og dreif mig í að spjalla við hann. Svo er hann enn sprækur tveimur árum seinna, Guði sé lof. Hann trúði mér fyrir alls konar hlutum, fór í smá uppgjör við fortíðina, meðal annars samskipti sín við föður sinn og árin í djassinum. Það varð upphafið að þessu ferli hjá mér. Ég fór að skoða tengsl feðra við börnin sín eða tengslaleysi og hvernig það lekur ómeðvitað milli kynslóða. Það er undirliggjandi þema í þessu verki.“ Valur Freyr segir þennan umrædda mann hafa komið á rennsli um daginn og kannast við ýmislegt í sögunni. „Hann var þakklátur og fannst gott að þetta efni væri dregið fram í dagsljósið. Eitthvað sem hann hefur setið með í fanginu í mörg ár.“ Auk Vals Freys leikur 12 ára sonur hans, Grettir Valsson, í Dagbók jazzsöngvarans, auk hinnar þekktu Kristbjargar Kjeld. Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson, um leikmynd og búninga sér Ilmur Stefánsdóttir og tónlist og hljóðmynd er Davíðs Þórs Jónssonar.
Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira