Viðhorfið skiptir máli Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 10. apríl 2014 07:00 „Sífellt fleiri á framfærslu borgarinnar“ – Þannig hljómar fyrirsögn á frétt sem vísir.is birti fyrir helgi. Samkvæmt fréttinni hefur þeim fjölgað sem hafa fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta og að langtímaatvinnuleysi hafi aukist. Eftir hrun ákvað ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna að lengja bótarétt atvinnuleysistrygginga úr þremur árum í fjögur. Sú ákvörðun hefur nú verið tekin til baka, því fjölgar þeim sem hafa fullnýtt bótarétt sinn, þó atvinnuástand hafi almennt batnað. Vissulega er það rétt að langtímaatvinnuleysi hefur aukist sem skilar sér meðal annars í því að fleiri verða að leita á náðir sveitarfélaganna um framfærslu. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna er öryggisnet sem grípur þá sem eiga ekki aðra möguleika til að framfleyta sér. Við erum ekki að tala um fólk sem gerir sér það að leik sínum að vera „á framfærslu“ samborgaranna. Við erum að tala um fólk sem á ekki í önnur hús að venda.Áhyggjuefni Það er auðvitað mikið áhyggjuefni að fleiri þurfi að nýta sér fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, ekki síst vegna þess að það er birtingarmynd langtímaatvinnuleysis sem við þurfum að berjast gegn. Við gerum það með samstilltu átaki ríkis og sveitarfélaga og með verkefnum á borð við „Vinnandi vegur“ og „Liðstyrk“, sem hafa komið fjölda atvinnulausra út á vinnumarkaðinn. Við þurfum að aðstoða langtímaatvinnulausa til virkni og þátttöku í samfélaginu en gerum það með jákvæðum og uppbyggjandi formerkjum. Tölum um að útrýma fátækt í stað þess að fækka þeim sem eru á „framfærslu“ sveitarfélaganna. Við þurfum fleiri úrræði fyrir atvinnuleitendur og fleiri störf. Umfram allt þurfum við að mæta fólki þar sem það er statt.Skaðleg orðræða Það er enginn hægðarleikur að lifa af rétt rúmum 156 þúsund krónum á mánuði. Við leysum ekki vandann með því að tala með niðrandi hætti um þá sem neyðast til að nýta sér fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, eða með því að gera fjárhagsaðstoðina að vandamáli. Sú neikvæða orðræða um „afæturnar“ á samfélaginu er skaðleg. Hún brýtur niður sjálfsmynd þeirra sem nú þegar glíma við erfið vandamál og grefur undan grundvallargildum íslensks samfélags: Að allir skuli fá að lifa með reisn og að engum verði hent út á guð og gaddinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
„Sífellt fleiri á framfærslu borgarinnar“ – Þannig hljómar fyrirsögn á frétt sem vísir.is birti fyrir helgi. Samkvæmt fréttinni hefur þeim fjölgað sem hafa fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta og að langtímaatvinnuleysi hafi aukist. Eftir hrun ákvað ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna að lengja bótarétt atvinnuleysistrygginga úr þremur árum í fjögur. Sú ákvörðun hefur nú verið tekin til baka, því fjölgar þeim sem hafa fullnýtt bótarétt sinn, þó atvinnuástand hafi almennt batnað. Vissulega er það rétt að langtímaatvinnuleysi hefur aukist sem skilar sér meðal annars í því að fleiri verða að leita á náðir sveitarfélaganna um framfærslu. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna er öryggisnet sem grípur þá sem eiga ekki aðra möguleika til að framfleyta sér. Við erum ekki að tala um fólk sem gerir sér það að leik sínum að vera „á framfærslu“ samborgaranna. Við erum að tala um fólk sem á ekki í önnur hús að venda.Áhyggjuefni Það er auðvitað mikið áhyggjuefni að fleiri þurfi að nýta sér fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, ekki síst vegna þess að það er birtingarmynd langtímaatvinnuleysis sem við þurfum að berjast gegn. Við gerum það með samstilltu átaki ríkis og sveitarfélaga og með verkefnum á borð við „Vinnandi vegur“ og „Liðstyrk“, sem hafa komið fjölda atvinnulausra út á vinnumarkaðinn. Við þurfum að aðstoða langtímaatvinnulausa til virkni og þátttöku í samfélaginu en gerum það með jákvæðum og uppbyggjandi formerkjum. Tölum um að útrýma fátækt í stað þess að fækka þeim sem eru á „framfærslu“ sveitarfélaganna. Við þurfum fleiri úrræði fyrir atvinnuleitendur og fleiri störf. Umfram allt þurfum við að mæta fólki þar sem það er statt.Skaðleg orðræða Það er enginn hægðarleikur að lifa af rétt rúmum 156 þúsund krónum á mánuði. Við leysum ekki vandann með því að tala með niðrandi hætti um þá sem neyðast til að nýta sér fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, eða með því að gera fjárhagsaðstoðina að vandamáli. Sú neikvæða orðræða um „afæturnar“ á samfélaginu er skaðleg. Hún brýtur niður sjálfsmynd þeirra sem nú þegar glíma við erfið vandamál og grefur undan grundvallargildum íslensks samfélags: Að allir skuli fá að lifa með reisn og að engum verði hent út á guð og gaddinn.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun