Rukkað á nýrri Sundabraut Ólafur Þ. Stephensen skrifar 15. apríl 2014 06:00 Í umræðum um samgönguáætlun á Alþingi í síðustu viku endurtók Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra það sem hún hefur áður sagt, að hún vilji kanna hvernig einkaaðilar geti komið að fjármögnun stórra samgönguframkvæmda. Í gær var svo sagt frá því að ráðherrann hefði skipað stýrihóp til að skoða málið. Í tilkynningu ráðuneytisins er bent á það sem blasir við öllum; að um leið og minna fé hefur verið veitt til stofnframkvæmda í vegakerfinu undanfarin ár, fer þörfin sífellt vaxandi. Stýrihópnum er ætlað að „kanna rækilega hvaða framkvæmdir unnt væri að ráðast í með samvinnu ríkis og einkaaðila, allt frá undirbúningi og hönnun og að rekstri og þjónustu við slík mannvirki“. Í umræðunum á þingi var Hanna Birna spurð hvaða verkefni hún sæi fyrir sér að kæmu til greina í einkaframkvæmd af þessu tagi og nefndi þá sérstaklega Sundabraut, sem lengi hefur verið á teikniborðinu. Hún sagðist hafa verið í sambandi við borgaryfirvöld í Reykjavík, sem hefðu mikinn áhuga á samstarfi um slíka framkvæmd. Hugmyndum um aukna þátttöku einkaaðila í byggingu og rekstri nýrra samgöngumannvirkja hefur oft verið mætt með tortryggni. Í umræðunum á þingi bar hins vegar ekki á öðru en að nokkuð víðtæk sátt væri um þessar hugmyndir. Í máli Hönnu Birnu kom fram að til þess að slíkar framkvæmdir gengju upp yrðu vegfarendur að eiga val um aðra, gjaldfrjálsa leið. Það ætti við um Sundabraut (þar sem fólk getur haldið áfram að nota Vesturlandsveginn) en síður aðrar aðkomuleiðir inn í höfuðborgina eins og Suðurlandsveg og Reykjanesbraut. Jafnframt yrði gjaldtakan fyrir að nota veginn að vera hófleg og sanngjörn. Innanríkisráðherra nefndi að margar sveitarstjórnir hefðu haft samband við ráðuneytið og sýnt því áhuga að brýnar samgönguframkvæmdir í viðkomandi sveitarfélögum yrðu fjármagnaðar með sambærilegum hætti. Fyrir fram verður að teljast ólíklegt að margar framkvæmdir úti um land, þar sem umferð er mun minni en í nágrenni höfuðborgarinnar, myndu reynast nógu hagkvæmar til að standa undir sér með gjaldtöku. Vaðlaheiðargöngin eru gott dæmi; það er ólíklegt að þau standi undir sér og skattgreiðendur bera í raun ábyrgð á framkvæmdinni þótt hún sé kölluð einkaframkvæmd. Þar voru gerð mistök sem stýrihópur innanríkisráðherra kemur vonandi í veg fyrir að endurtaki sig. Miklu nærtækara er að horfa til Hvalfjarðarganganna. Enginn kvartar lengur yfir að þurfa að borga í þau vegna þess hvað hagræðið fyrir vegfarendur er augljóst og umferðin er nógu mikil til að fjárfestingin borgi sig upp. Göngin hefðu líkast enn ekki verið boruð ef þessi háttur hefði ekki verið hafður á fjármögnuninni. Reykvíkingar verða þess vegna að horfast í augu við að eina leiðin til að fá Sundabraut eins og ástandið er nú í fjármálum ríkisins er að hún verði lögð í einkaframkvæmd og borgað fyrir afnot af henni. Það er raunhæf og fær leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í umræðum um samgönguáætlun á Alþingi í síðustu viku endurtók Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra það sem hún hefur áður sagt, að hún vilji kanna hvernig einkaaðilar geti komið að fjármögnun stórra samgönguframkvæmda. Í gær var svo sagt frá því að ráðherrann hefði skipað stýrihóp til að skoða málið. Í tilkynningu ráðuneytisins er bent á það sem blasir við öllum; að um leið og minna fé hefur verið veitt til stofnframkvæmda í vegakerfinu undanfarin ár, fer þörfin sífellt vaxandi. Stýrihópnum er ætlað að „kanna rækilega hvaða framkvæmdir unnt væri að ráðast í með samvinnu ríkis og einkaaðila, allt frá undirbúningi og hönnun og að rekstri og þjónustu við slík mannvirki“. Í umræðunum á þingi var Hanna Birna spurð hvaða verkefni hún sæi fyrir sér að kæmu til greina í einkaframkvæmd af þessu tagi og nefndi þá sérstaklega Sundabraut, sem lengi hefur verið á teikniborðinu. Hún sagðist hafa verið í sambandi við borgaryfirvöld í Reykjavík, sem hefðu mikinn áhuga á samstarfi um slíka framkvæmd. Hugmyndum um aukna þátttöku einkaaðila í byggingu og rekstri nýrra samgöngumannvirkja hefur oft verið mætt með tortryggni. Í umræðunum á þingi bar hins vegar ekki á öðru en að nokkuð víðtæk sátt væri um þessar hugmyndir. Í máli Hönnu Birnu kom fram að til þess að slíkar framkvæmdir gengju upp yrðu vegfarendur að eiga val um aðra, gjaldfrjálsa leið. Það ætti við um Sundabraut (þar sem fólk getur haldið áfram að nota Vesturlandsveginn) en síður aðrar aðkomuleiðir inn í höfuðborgina eins og Suðurlandsveg og Reykjanesbraut. Jafnframt yrði gjaldtakan fyrir að nota veginn að vera hófleg og sanngjörn. Innanríkisráðherra nefndi að margar sveitarstjórnir hefðu haft samband við ráðuneytið og sýnt því áhuga að brýnar samgönguframkvæmdir í viðkomandi sveitarfélögum yrðu fjármagnaðar með sambærilegum hætti. Fyrir fram verður að teljast ólíklegt að margar framkvæmdir úti um land, þar sem umferð er mun minni en í nágrenni höfuðborgarinnar, myndu reynast nógu hagkvæmar til að standa undir sér með gjaldtöku. Vaðlaheiðargöngin eru gott dæmi; það er ólíklegt að þau standi undir sér og skattgreiðendur bera í raun ábyrgð á framkvæmdinni þótt hún sé kölluð einkaframkvæmd. Þar voru gerð mistök sem stýrihópur innanríkisráðherra kemur vonandi í veg fyrir að endurtaki sig. Miklu nærtækara er að horfa til Hvalfjarðarganganna. Enginn kvartar lengur yfir að þurfa að borga í þau vegna þess hvað hagræðið fyrir vegfarendur er augljóst og umferðin er nógu mikil til að fjárfestingin borgi sig upp. Göngin hefðu líkast enn ekki verið boruð ef þessi háttur hefði ekki verið hafður á fjármögnuninni. Reykvíkingar verða þess vegna að horfast í augu við að eina leiðin til að fá Sundabraut eins og ástandið er nú í fjármálum ríkisins er að hún verði lögð í einkaframkvæmd og borgað fyrir afnot af henni. Það er raunhæf og fær leið.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar