Þrír ættliðir unnu saman að bók og diski Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. apríl 2014 13:30 Hildigunnur Halldórsdóttir. "Hún var fædd 1912 og dó 1992, gekk í Kvennaskólann og lærði á píanó og barðist fyrir réttindum kvenna,“ segir barnabarnið Hildigunnur Rúnarsdóttir um ömmu sína. Óskasteinar er nýútkomin söngvabók sem inniheldur safn söngtexta, auk nokkurra laga, eftir Hildigunni Halldórsdóttur. Bókinni fylgir geisladiskur með úrvali sönglaga úr bókinni. Útgáfan er samvinnuverkefni afkomenda Hildigunnar – en að verkefninu unnu saman þrír ættliðir. Verkefnin voru fjölbreytt. Má þar nefna nótnaskrift, útsetningar, bókstafshljómasetningu, myndskreytingar og tónlistarflutning auk annarrar umsýslu sem fylgir útgáfu á bók og geisladisk. Einn þeirra afkomenda Hildigunnar sem tóku þátt í þeirri vinnu var Hildigunnur Rúnarsdóttir tónskáld, sem segir ömmu sína kannski ekki hafa haft bein áhrif á það að hún valdi sér tónlist sem lífsstarf, en samt. „Amma var ein af þessum menntakonum í Reykjavík, næstum alla síðustu öld,“ segir Hildigunnur. „Hún var fædd 1912 og dó 1992, gekk í Kvennaskólann og lærði á píanó og barðist fyrir réttindum kvenna. Hún samdi nokkur lög og ofboðslega mikið af textum eins og til dæmis Óskasteina, Hér búálfur á bænum er og Foli, foli fótalipri. Hún hafði samt ekkert með það að gera að ég valdi tónlistina nema með því að styðja mig og okkur öll mjög dyggilega, vera dugleg að hvetja okkur áfram og mæta á flesta þá tónleika þar sem eitthvert okkar var að syngja eða spila.“ Lengi hefur staðið til að gera höfundarverki Hildigunnar skil en fjármagnsskortur hamlaði því að af því gæti orðið. Skriður komst þó á verkefnið árið 2001 þegar þýska þungarokkshljómsveitin In Extremo gaf út breiðskífuna Sünder ohne Zügel. Á plötunni flytur hljómsveitin lagið Óskasteina, ungverskt þjóðlag við íslenskan texta Hildigunnar. Í kjölfarið tóku ríflegar höfundargreiðslur að berast inn á bankareikning. „Þetta var alveg magnað,“ segir Hildigunnur. „Sérstaklega vegna þess að við höfðum enga hugmynd um þetta framtak fyrr en peningarnir fóru að hrúgast inn á reikninginn hjá mömmu.“ Af því tilefni var stofnaður Minningarsjóðurinn Óskasteinar sem stendur að þessari útgáfu en fjölskyldumeðlimir sjá um allan tónlistarflutning á geisladiskinum. Myndirnar í bókinni eru eftir Hjördísi Ingu Ólafsdóttur, dóttur Hildigunnar. Í bókinni eru einnig fjögur ný lög eftir afkomendur Hildigunnar, þau Halldór Bjarka Arnarson og Hildigunni Rúnarsdóttur sem viðurkennir hlæjandi að nánast hver einasti meðlimur fjölskyldunnar leggi stund á tónlist. „Við erum fjögur systkinin og öll í tónlist, mamma var kórstjóri um tíma og svo eru það frændsystkini okkar, börnin þeirra og börnin okkar. Eina fólkið sem kom að gerð disksins og bókarinnar og ekki er afkomendur ömmu eru þrír makar fjölskyldumeðlima.“ Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Óskasteinar er nýútkomin söngvabók sem inniheldur safn söngtexta, auk nokkurra laga, eftir Hildigunni Halldórsdóttur. Bókinni fylgir geisladiskur með úrvali sönglaga úr bókinni. Útgáfan er samvinnuverkefni afkomenda Hildigunnar – en að verkefninu unnu saman þrír ættliðir. Verkefnin voru fjölbreytt. Má þar nefna nótnaskrift, útsetningar, bókstafshljómasetningu, myndskreytingar og tónlistarflutning auk annarrar umsýslu sem fylgir útgáfu á bók og geisladisk. Einn þeirra afkomenda Hildigunnar sem tóku þátt í þeirri vinnu var Hildigunnur Rúnarsdóttir tónskáld, sem segir ömmu sína kannski ekki hafa haft bein áhrif á það að hún valdi sér tónlist sem lífsstarf, en samt. „Amma var ein af þessum menntakonum í Reykjavík, næstum alla síðustu öld,“ segir Hildigunnur. „Hún var fædd 1912 og dó 1992, gekk í Kvennaskólann og lærði á píanó og barðist fyrir réttindum kvenna. Hún samdi nokkur lög og ofboðslega mikið af textum eins og til dæmis Óskasteina, Hér búálfur á bænum er og Foli, foli fótalipri. Hún hafði samt ekkert með það að gera að ég valdi tónlistina nema með því að styðja mig og okkur öll mjög dyggilega, vera dugleg að hvetja okkur áfram og mæta á flesta þá tónleika þar sem eitthvert okkar var að syngja eða spila.“ Lengi hefur staðið til að gera höfundarverki Hildigunnar skil en fjármagnsskortur hamlaði því að af því gæti orðið. Skriður komst þó á verkefnið árið 2001 þegar þýska þungarokkshljómsveitin In Extremo gaf út breiðskífuna Sünder ohne Zügel. Á plötunni flytur hljómsveitin lagið Óskasteina, ungverskt þjóðlag við íslenskan texta Hildigunnar. Í kjölfarið tóku ríflegar höfundargreiðslur að berast inn á bankareikning. „Þetta var alveg magnað,“ segir Hildigunnur. „Sérstaklega vegna þess að við höfðum enga hugmynd um þetta framtak fyrr en peningarnir fóru að hrúgast inn á reikninginn hjá mömmu.“ Af því tilefni var stofnaður Minningarsjóðurinn Óskasteinar sem stendur að þessari útgáfu en fjölskyldumeðlimir sjá um allan tónlistarflutning á geisladiskinum. Myndirnar í bókinni eru eftir Hjördísi Ingu Ólafsdóttur, dóttur Hildigunnar. Í bókinni eru einnig fjögur ný lög eftir afkomendur Hildigunnar, þau Halldór Bjarka Arnarson og Hildigunni Rúnarsdóttur sem viðurkennir hlæjandi að nánast hver einasti meðlimur fjölskyldunnar leggi stund á tónlist. „Við erum fjögur systkinin og öll í tónlist, mamma var kórstjóri um tíma og svo eru það frændsystkini okkar, börnin þeirra og börnin okkar. Eina fólkið sem kom að gerð disksins og bókarinnar og ekki er afkomendur ömmu eru þrír makar fjölskyldumeðlima.“
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira