Innlent

Farnir út að sigra í Eurovision

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Stjörnurnar í Pollapönki stilltu sér upp með ungum aðdáendum á Selfossi eftir lokatónleika sína á laugardag fyrir brottför til Danmerkur að keppa í Eurovision.
Stjörnurnar í Pollapönki stilltu sér upp með ungum aðdáendum á Selfossi eftir lokatónleika sína á laugardag fyrir brottför til Danmerkur að keppa í Eurovision. Fréttablaðið/ÓKÁ
„Vitið þið hvað? Þetta eru síðustu tónleikarnir okkar áður en við fljúgum til Danmerkur til að sigra í Eurovision,“ sagði Heiðar Örn Kristjánsson, gítarleikari og söngvari í Pollapönki, við unga aðdáendur á tónleikum sem haldnir voru fyrir börn á Fróni á Selfossi á laugardag.

Sveitin, ásamt fylgiliði, þar á meðal Óttari Proppé, tónlistarmanni og þingmanni, flaug út aðfaranótt sunnudags. Snæbjörn Ragnarsson Skálmaldarmaður, sem líka leggur Pollapönkurum lið í bakröddum, var á tónleikaferðalagi og hittir félaga sína í Kaupmannahöfn. Keppnin fer fram 6., 8. og 10. maí næstkomandi.

Krakkarnir tóku vel undir með Pollapönkurum þegar eftir kröftugt uppklapp var lagt í Eurovisionlagið Enga fordóma.Fréttablaðið/ÓKÁ



Fleiri fréttir

Sjá meira


×