Erlent

Joe Biden með krabba­mein

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Joe Biden var 46. forseti Bandaríkjanna og sat frá 2020 til 2024.
Joe Biden var 46. forseti Bandaríkjanna og sat frá 2020 til 2024. AP

Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, greindist á föstudag með illkynja krabbamein í blöðruhálskirtli.

Talsmaður forsetans fyrrverandi greindi frá fréttunum í tilkynningu fyrr í kvöld. 

Þar kom fram að Biden hefði verið greindur með krabbameinið eftir að læknar fundu „smávægilegan hnúð“ á blöðruhálskirtli Biden sem krafðist „frekari skoðunar“.

Þar kom fram að Gleason-stig krabbameinsins væri 9 og það væri búið að dreifa sér í bein forseta. Stig 9 á Gleason-kvarðanum er heldur hátt og þýðir það krabbameinsfrumurnar eru óvenjulegar og krabbameinið líklegt til að dreifa hratt úr sér. 

„Þó þetta sé ágengari tegund sjúkdómsins, virðist krabbameinið vera hormóna-næmt sem gerir að verkum að auðveldara verður að meðhöndla,“ sagði talsmaður Biden. 

Fjölskylda Biden sé nú að skoða mögulegar meðferðir með læknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×