Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Kristján Már Unnarsson skrifar 18. maí 2025 06:48 Þeir stýrðu Verslunarbankanum, áður Verzlunarsparisjóðnum, Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fisk sem stjórnarformaður og Höskuldur Ólafsson sem bankastjóri. úr einkasafni Þorvaldur Guðmundsson athafnamaður, oftast kenndur við Síld og fisk, reyndist örlagavaldur í rekstri Loftleiða árið 1959. Grétar Br. Kristjánsson, sonur þáverandi stjórnarformanns Loftleiða, Kristjáns Guðlaugssonar, segir að Þorvaldur hafi sem stjórnarformaður Verzlunarsparisjóðsins, síðar Verslunarbankans, tryggt nauðsynleg lán til að Loftleiðir gætu keypt Douglas DC 6B-flugvélarnar sem urðu grunnurinn að velgengni flugfélagsins. Í þættinum Ísland í dag rekur Grétar söguna af því þegar Loftleiðir þurftu að endurnýja flugflotann og skipta út gömlu fjörkunum, Skymaster-vélunum, og fá í staðinn flugvélar með jafnþrýstiklefa sem gátu flogið ofar flestum veðrum. Grétar Br. Kristjánsson lögmaður vann allan sinn starfsferil hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum og sat lengst allra í stjórn Flugleiða.Egill Aðalsteinsson Árið 1959 bauðst Loftleiðum að kaupa notaðar DC 6B-flugvélar frá Pan Am. Fjármögnun hafi hins vegar brugðist á síðustu stundu. „Svo faðir minn, Kristján Guðlaugsson, var andvaka. Svo fór hann á göngu, þá var nú Reykjavík minni, og í Bankastræti hitti hann Þorvald Guðmundsson,“ segir Grétar. „Hann sér að Kristján er eitthvað áhyggjufullur og spyr hann hvað sé að. Og hann segir honum það. „Hvað vantar þig mikið“ segir Þorvaldur.“ Kristján hafi þá nefnt ákveðna tölu, sem var há fjárhæð. Þorvaldur hafi hins vegar spurt á móti hvort hann vildi ekki frekar tvöfalt hærri fjárhæð. „Og þetta varð til þess að þeir gátu keypt sexurnar, DC 6B,“ segir Grétar. Tvær DC 6B-flugvélar Loftleiða á Reykjavíkurflugvelli, Eiríkur rauði og Þorfinnur karlsefni.Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir Hann greinir einnig frá því hvernig pólitíkin blandaðist inn í spilið. Ráðamenn Flugfélags Íslands hafi beitt áhrifum sínum innan Sjálfstæðsflokksins til að reyna að stöðva þessi flugvélakaup Loftleiða. Ólíkt flugmönnunum í stjórn Loftleiða hafi Kristján Guðlaugsson hins vegar einnig verið vel tengdur inn í Sjálfstæðisflokkinn og fengið Bjarna Benediktsson, síðar forsætisráðherra, í lið með sér til að tryggja innflutningsleyfi fyrir flugvélunum. „Kristján minn! Trúum við Sjálfstæðismenn ekki á frjálst framtak? Ég skal gefa ykkur leyfið,“ segir Grétar að Bjarni hafi þá sagt við Kristján. Frásögn Grétars í þættinum Ísland í dag er hér: Ljósmynd frá Keflavíkurflugvelli frá komu þriðju Rolls Royce-vélar Loftleiða árið 1965 sýnir Grétar ásamt foreldrum sínum en þar eru einnig Alfreð Elíasson og kona hans, Kristjana Milla Thorsteinsson, að taka á móti Jóhannesi Markússyni flugstjóra og áhöfn hans. Grétar var þá orðinn framkvæmdastjóri afgreiðslufyrirtækis Loftleiða á flugvellinum. Frá komu þriðju Rolls Royce-skrúfuþotu Loftleiða, Guðríðar Þorbjarnardóttur, til Keflavíkur árið 1965. Grétar lengst til hægri.Lennart Carlén Hér er styttra myndskeið úr þættinum um kaupin á sexunum: Fréttir af flugi Icelandair Flugþjóðin Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Hann var einn valdamesti maður íslenska fluggeirans um áratugaskeið og sá sem lengst allra sat í stjórn Flugleiða. Hann stóð þó utan sviðsljóssins þrátt fyrir að hafa allan sinn starfsferil jafnframt verið einn af lykilstjórnendum Loftleiða og síðar Flugleiða. 14. maí 2025 13:00 Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Flugleiðir voru á barmi gjaldþrots og höfðu engin tök á að halda þriðjungshlut sínum í Cargolux fyrir fjörutíu árum. Þetta er meginástæða þess að Íslendingar misstu tökin á frakflugfélaginu í Lúxemborg, að mati eins helsta valdamanns Flugleiða á þeim tíma. 14. maí 2025 22:11 Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44 Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44 Var stórhissa á því hvað pabbi hafði gert mikið „Við stöndum að eilífu í þakkarskuld við þessa frumkvöðla,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra í ávarpi við opnun sýningar í tilefni 80 ára afmælis Loftleiða. Með uppbyggingu á fluginu með Ísland sem tengimiðstöð hefðu þeir lagt grunninn að þeirri öflugu ferðaþjónustu sem til væri orðin í landinu. 9. mars 2024 07:47 Í þessum hópi ræða menn um bilaða flugvélahreyfla Svo vænt þykir fyrrverandi starfsmönnum Loftleiða um sitt gamla félag að þeir halda úti sérstökum aðdáendaklúbbi. Þar lifir enn gamli Loftleiðandinn þar sem öldungar rifja upp glæsta tíma í flugsögunni. 7. janúar 2023 21:10 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
Í þættinum Ísland í dag rekur Grétar söguna af því þegar Loftleiðir þurftu að endurnýja flugflotann og skipta út gömlu fjörkunum, Skymaster-vélunum, og fá í staðinn flugvélar með jafnþrýstiklefa sem gátu flogið ofar flestum veðrum. Grétar Br. Kristjánsson lögmaður vann allan sinn starfsferil hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum og sat lengst allra í stjórn Flugleiða.Egill Aðalsteinsson Árið 1959 bauðst Loftleiðum að kaupa notaðar DC 6B-flugvélar frá Pan Am. Fjármögnun hafi hins vegar brugðist á síðustu stundu. „Svo faðir minn, Kristján Guðlaugsson, var andvaka. Svo fór hann á göngu, þá var nú Reykjavík minni, og í Bankastræti hitti hann Þorvald Guðmundsson,“ segir Grétar. „Hann sér að Kristján er eitthvað áhyggjufullur og spyr hann hvað sé að. Og hann segir honum það. „Hvað vantar þig mikið“ segir Þorvaldur.“ Kristján hafi þá nefnt ákveðna tölu, sem var há fjárhæð. Þorvaldur hafi hins vegar spurt á móti hvort hann vildi ekki frekar tvöfalt hærri fjárhæð. „Og þetta varð til þess að þeir gátu keypt sexurnar, DC 6B,“ segir Grétar. Tvær DC 6B-flugvélar Loftleiða á Reykjavíkurflugvelli, Eiríkur rauði og Þorfinnur karlsefni.Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir Hann greinir einnig frá því hvernig pólitíkin blandaðist inn í spilið. Ráðamenn Flugfélags Íslands hafi beitt áhrifum sínum innan Sjálfstæðsflokksins til að reyna að stöðva þessi flugvélakaup Loftleiða. Ólíkt flugmönnunum í stjórn Loftleiða hafi Kristján Guðlaugsson hins vegar einnig verið vel tengdur inn í Sjálfstæðisflokkinn og fengið Bjarna Benediktsson, síðar forsætisráðherra, í lið með sér til að tryggja innflutningsleyfi fyrir flugvélunum. „Kristján minn! Trúum við Sjálfstæðismenn ekki á frjálst framtak? Ég skal gefa ykkur leyfið,“ segir Grétar að Bjarni hafi þá sagt við Kristján. Frásögn Grétars í þættinum Ísland í dag er hér: Ljósmynd frá Keflavíkurflugvelli frá komu þriðju Rolls Royce-vélar Loftleiða árið 1965 sýnir Grétar ásamt foreldrum sínum en þar eru einnig Alfreð Elíasson og kona hans, Kristjana Milla Thorsteinsson, að taka á móti Jóhannesi Markússyni flugstjóra og áhöfn hans. Grétar var þá orðinn framkvæmdastjóri afgreiðslufyrirtækis Loftleiða á flugvellinum. Frá komu þriðju Rolls Royce-skrúfuþotu Loftleiða, Guðríðar Þorbjarnardóttur, til Keflavíkur árið 1965. Grétar lengst til hægri.Lennart Carlén Hér er styttra myndskeið úr þættinum um kaupin á sexunum:
Fréttir af flugi Icelandair Flugþjóðin Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Hann var einn valdamesti maður íslenska fluggeirans um áratugaskeið og sá sem lengst allra sat í stjórn Flugleiða. Hann stóð þó utan sviðsljóssins þrátt fyrir að hafa allan sinn starfsferil jafnframt verið einn af lykilstjórnendum Loftleiða og síðar Flugleiða. 14. maí 2025 13:00 Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Flugleiðir voru á barmi gjaldþrots og höfðu engin tök á að halda þriðjungshlut sínum í Cargolux fyrir fjörutíu árum. Þetta er meginástæða þess að Íslendingar misstu tökin á frakflugfélaginu í Lúxemborg, að mati eins helsta valdamanns Flugleiða á þeim tíma. 14. maí 2025 22:11 Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44 Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44 Var stórhissa á því hvað pabbi hafði gert mikið „Við stöndum að eilífu í þakkarskuld við þessa frumkvöðla,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra í ávarpi við opnun sýningar í tilefni 80 ára afmælis Loftleiða. Með uppbyggingu á fluginu með Ísland sem tengimiðstöð hefðu þeir lagt grunninn að þeirri öflugu ferðaþjónustu sem til væri orðin í landinu. 9. mars 2024 07:47 Í þessum hópi ræða menn um bilaða flugvélahreyfla Svo vænt þykir fyrrverandi starfsmönnum Loftleiða um sitt gamla félag að þeir halda úti sérstökum aðdáendaklúbbi. Þar lifir enn gamli Loftleiðandinn þar sem öldungar rifja upp glæsta tíma í flugsögunni. 7. janúar 2023 21:10 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Hann var einn valdamesti maður íslenska fluggeirans um áratugaskeið og sá sem lengst allra sat í stjórn Flugleiða. Hann stóð þó utan sviðsljóssins þrátt fyrir að hafa allan sinn starfsferil jafnframt verið einn af lykilstjórnendum Loftleiða og síðar Flugleiða. 14. maí 2025 13:00
Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Flugleiðir voru á barmi gjaldþrots og höfðu engin tök á að halda þriðjungshlut sínum í Cargolux fyrir fjörutíu árum. Þetta er meginástæða þess að Íslendingar misstu tökin á frakflugfélaginu í Lúxemborg, að mati eins helsta valdamanns Flugleiða á þeim tíma. 14. maí 2025 22:11
Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44
Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44
Var stórhissa á því hvað pabbi hafði gert mikið „Við stöndum að eilífu í þakkarskuld við þessa frumkvöðla,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra í ávarpi við opnun sýningar í tilefni 80 ára afmælis Loftleiða. Með uppbyggingu á fluginu með Ísland sem tengimiðstöð hefðu þeir lagt grunninn að þeirri öflugu ferðaþjónustu sem til væri orðin í landinu. 9. mars 2024 07:47
Í þessum hópi ræða menn um bilaða flugvélahreyfla Svo vænt þykir fyrrverandi starfsmönnum Loftleiða um sitt gamla félag að þeir halda úti sérstökum aðdáendaklúbbi. Þar lifir enn gamli Loftleiðandinn þar sem öldungar rifja upp glæsta tíma í flugsögunni. 7. janúar 2023 21:10