Við ætlum samt að svíkja Ólafur Þ. Stephensen skrifar 3. maí 2014 06:00 Alþingismenn fengu í gær afhentar 53.555 undirskriftir sem söfnuðust undir áskorun til þingsins um að leggja til hliðar tillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Í staðinn krefjast þessi ríflega 22 prósent kjósenda þess að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla, þar sem spurt verði hvort kjósendur vilji halda áfram aðildarviðræðunum við ESB eða að þeim verði slitið. Alþingi hefur áður fengið afhentar kröfur um þjóðaratkvæði, sem ekki hefur verið tekið mark á. Munurinn á þeim kröfum og þeirri sem meira en fimmtungur kjósenda hefur nú undirritað er að verið er að fara fram á að stjórnarflokkarnir standi við loforð sem þeir gáfu sjálfir fyrir kosningar, um að þjóðin fengi að ákveða framhald aðildarviðræðnanna. Það loforð var skýrar orðað af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Formaður flokksins, varaformaðurinn og allir hinir ráðherrarnir núverandi lofuðu því að þjóðin fengi að ákveða á kjörtímabilinu – og formaðurinn tiltók að það yrði á fyrri hluta þess – hvort viðræðum við Evrópusambandið yrði haldið áfram. Þetta þótti svo merkilegt kosningaloforð að formaðurinn og varaformaðurinn sáu ástæðu til að taka sérstaklega fram að það yrði staðið við það. Með því að leggja fram tillöguna um viðræðuslit var þetta loforð augljóslega svikið. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa sumir hverjir viðurkennt að hörð viðbrögð almennings við þeirri ákvörðun hafi komið þeim á óvart, og það þurfi að koma einhvern veginn til móts við gagnrýnina. Enginn þeirra dregur þó hina rökréttu ályktun; að draga eigi tillöguna til baka og efna til atkvæðagreiðslunnar sem lofað var. Gunnar Bragi Sveinsson beit höfuðið af skömminni í viðtali í hádegisfréttum RÚV í gær, þar sem hann sagði að tillagan yrði ekki dregin til baka, en til greina kæmi að gera einhverjar breytingar á henni til að koma til móts við óánægjuraddir. „Ég vil ítreka það að ég er opinn fyrir hugmyndum ef það er hægt að ná einhverri lendingu sem gerir það samt að verkum að ríkisstjórnin nær sínu að sjálfsögðu fram, um að sækja ekki um aðild að Evrópusambandinu,“ sagði Gunnar Bragi. Það er ekki hægt að orða það öllu skýrar að maður sé í rauninni alls ekki að hlusta. Ef forysta Sjálfstæðisflokksins gerir engar athugasemdir við þennan málflutning er hún líka að segja, ákaflega skýrt, við kjósendur: Spriklið eins og ykkur sýnist, skrifið undir það sem ykkur sýnist og hangið á Austurvelli eins og ykkur sýnist, við ætlum samt að svíkja kosningaloforðið. Utanríkisráðherrann vill klára málið fyrir þinglok. Formaður utanríkismálanefndar, Birgir Ármannsson, telur ólíklegt að það takist. Hugsanlega halda einhverjir í þingliði Sjálfstæðisflokksins að bezt sé að tillagan sofni bara í utanríkismálanefnd; það sé nóg til að koma til móts við óánægjuraddirnar. Á meðan tillagan er ekki dregin til baka, er afstaða ríkisstjórnarinnar hins vegar óbreytt; að það eigi að slíta viðræðunum og svíkja loforðið um þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er frekar vont veganesti fyrir frambjóðendur stjórnarflokkanna í sveitarstjórnakosningunum í lok mánaðarins. Svo mikið er víst að dagurinn í gær var góður dagur til að opna vefsíðu nýs Evrópusinnaðs stjórnmálaflokks á hægri vængnum. Hans öflugustu bandamenn eru forystumenn stjórnarflokkanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Alþingismenn fengu í gær afhentar 53.555 undirskriftir sem söfnuðust undir áskorun til þingsins um að leggja til hliðar tillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Í staðinn krefjast þessi ríflega 22 prósent kjósenda þess að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla, þar sem spurt verði hvort kjósendur vilji halda áfram aðildarviðræðunum við ESB eða að þeim verði slitið. Alþingi hefur áður fengið afhentar kröfur um þjóðaratkvæði, sem ekki hefur verið tekið mark á. Munurinn á þeim kröfum og þeirri sem meira en fimmtungur kjósenda hefur nú undirritað er að verið er að fara fram á að stjórnarflokkarnir standi við loforð sem þeir gáfu sjálfir fyrir kosningar, um að þjóðin fengi að ákveða framhald aðildarviðræðnanna. Það loforð var skýrar orðað af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Formaður flokksins, varaformaðurinn og allir hinir ráðherrarnir núverandi lofuðu því að þjóðin fengi að ákveða á kjörtímabilinu – og formaðurinn tiltók að það yrði á fyrri hluta þess – hvort viðræðum við Evrópusambandið yrði haldið áfram. Þetta þótti svo merkilegt kosningaloforð að formaðurinn og varaformaðurinn sáu ástæðu til að taka sérstaklega fram að það yrði staðið við það. Með því að leggja fram tillöguna um viðræðuslit var þetta loforð augljóslega svikið. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa sumir hverjir viðurkennt að hörð viðbrögð almennings við þeirri ákvörðun hafi komið þeim á óvart, og það þurfi að koma einhvern veginn til móts við gagnrýnina. Enginn þeirra dregur þó hina rökréttu ályktun; að draga eigi tillöguna til baka og efna til atkvæðagreiðslunnar sem lofað var. Gunnar Bragi Sveinsson beit höfuðið af skömminni í viðtali í hádegisfréttum RÚV í gær, þar sem hann sagði að tillagan yrði ekki dregin til baka, en til greina kæmi að gera einhverjar breytingar á henni til að koma til móts við óánægjuraddir. „Ég vil ítreka það að ég er opinn fyrir hugmyndum ef það er hægt að ná einhverri lendingu sem gerir það samt að verkum að ríkisstjórnin nær sínu að sjálfsögðu fram, um að sækja ekki um aðild að Evrópusambandinu,“ sagði Gunnar Bragi. Það er ekki hægt að orða það öllu skýrar að maður sé í rauninni alls ekki að hlusta. Ef forysta Sjálfstæðisflokksins gerir engar athugasemdir við þennan málflutning er hún líka að segja, ákaflega skýrt, við kjósendur: Spriklið eins og ykkur sýnist, skrifið undir það sem ykkur sýnist og hangið á Austurvelli eins og ykkur sýnist, við ætlum samt að svíkja kosningaloforðið. Utanríkisráðherrann vill klára málið fyrir þinglok. Formaður utanríkismálanefndar, Birgir Ármannsson, telur ólíklegt að það takist. Hugsanlega halda einhverjir í þingliði Sjálfstæðisflokksins að bezt sé að tillagan sofni bara í utanríkismálanefnd; það sé nóg til að koma til móts við óánægjuraddirnar. Á meðan tillagan er ekki dregin til baka, er afstaða ríkisstjórnarinnar hins vegar óbreytt; að það eigi að slíta viðræðunum og svíkja loforðið um þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er frekar vont veganesti fyrir frambjóðendur stjórnarflokkanna í sveitarstjórnakosningunum í lok mánaðarins. Svo mikið er víst að dagurinn í gær var góður dagur til að opna vefsíðu nýs Evrópusinnaðs stjórnmálaflokks á hægri vængnum. Hans öflugustu bandamenn eru forystumenn stjórnarflokkanna.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar