Frelsinu fylgir ábyrgð Bóas Hallgrímsson skrifar 7. maí 2014 07:00 Við lifum á tímum snjalltækni, þar sem þróunin er svo mikil og ör að það er hartnær ómögulegt að fylgjast með. Foreldrar eru oftar en ekki lengur að tileinka sér tæknina heldur en börn og táningar sem óttast ekkert í tækniheimi og ana áfram og læra. Samþykkja skilmála án þess að lesa yfir, ekkert hik. Að hika er það sama og að tapa. Heimur snjalltækni er magnaður, uppfullur af tækjum einsog símum, gps, spjald- og fartölvum. Tækin geta verið ómetanleg verkfæri í leik og starfi en líkt og með önnur verkfæri þá skiptir miklu máli að kunna réttu handbrögðin áður en haldið er af stað. Facebook, Instagram, Snapchat, Twitter og fleiri og fleiri samskipta- og myndskiptasíður eru hluti af daglegri tilveru okkar og barnanna okkar. Við deilum hugsunum okkar, skoðunum, myndum og myndskeiðum reglulega. Fjölskyldumeðlimir og vinir sem búsettir eru í öðrum landshlutum, löndum eða jafnvel heimsálfum geta fylgst með daglegu lífi okkar. En það geta fleiri. Óhætt er að fullyrða að á flestum íslenskum heimilum megi finna einhverskonar tæki sem tengt er internetinu. Á flestum heimilum eru þessi tæki allnokkur. Mörg þeirra eru með innbyggðri myndavél sem nota má til þess að taka myndir sem svo er auðvelt að deila með umheiminum. Þetta vita börnin okkar. Hver kannast ekki við það að smella mynd af barni við skemmtilega iðju og fá svo strax spurninguna „má ég sjá myndina?“ Börn og táningar deila myndum sín á milli, við deilum myndum af börnunum okkar. Við lifum jú á tímum snjalltækni. Myndirnar ferðast víða Það er mikilvægt að hafa í huga að myndirnar af börnunum okkar ferðast víða á internetinu, eins og dæmin sýna og sanna. Dæmi eru um að foreldrar finni myndir af börnum sínum inni á síðum annarra, jafnvel ókunnugra, saklausar sumarleyfismyndir af börnum á sundfötum rata á vafasamar slóðir og svona mætti lengi bæta við listann. Málin vandast svo enn þegar börnin eldast og eignast sjálf hlutdeild í samfélagsmiðlum, stofna sína eigin reikninga hjá þessum sömu miðlum og deila efni án eftirlits. Táningar opna sig og gera sig berskjaldaða á internetinu daglega, setja myndir af sér og vinum sínum á Facebook og Instagram. Oft er slík myndbirting saklaus og skemmtileg. Góðir vinir á góðri stund, aðrir vinir og vandamenn geta svo gert athugasemdir, skrifað kveðjur og „like-að“. Stundum hefur birting mynda samt aðrar og verri afleiðingar. Algengt er að miðlar þessir séu notaðir til þess að níða skóinn af þeim sem gera sig berskjaldaða og eru rætnar og leiðinlegar athugasemdir eitthvað sem fjölmörg ungmenni búa við. Myndir eru teknar úr samhengi og notaðar gegn myndefninu. Athugasemdir hlaðast inn sem eru þess eðlis að lítillækka og smætta, eða það sem getur sært jafn mikið – engar athugasemdir, engin „like“, ekkert. Við foreldrar og uppalendur berum ábyrgð á velferð barna okkar. Það erum við sem eigum að standa vörð um börnin og hluti af því í nútímasamfélagi er að fylgjast með netumferð barnanna okkar. Við eigum að standa við bakið á þeim, styðja þau og kenna þeim umferðarreglurnar á internetinu. Ef við gefum barninu okkar snjallsíma, eða aðgang að sambærilegu tæki þá ber okkur að sjá til þess að tækið sé notað skynsamlega. Minnum sjálf okkur og börnin okkar á að það er ekkert til sem heitir einkalíf á internetinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bóas Hallgrímsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum snjalltækni, þar sem þróunin er svo mikil og ör að það er hartnær ómögulegt að fylgjast með. Foreldrar eru oftar en ekki lengur að tileinka sér tæknina heldur en börn og táningar sem óttast ekkert í tækniheimi og ana áfram og læra. Samþykkja skilmála án þess að lesa yfir, ekkert hik. Að hika er það sama og að tapa. Heimur snjalltækni er magnaður, uppfullur af tækjum einsog símum, gps, spjald- og fartölvum. Tækin geta verið ómetanleg verkfæri í leik og starfi en líkt og með önnur verkfæri þá skiptir miklu máli að kunna réttu handbrögðin áður en haldið er af stað. Facebook, Instagram, Snapchat, Twitter og fleiri og fleiri samskipta- og myndskiptasíður eru hluti af daglegri tilveru okkar og barnanna okkar. Við deilum hugsunum okkar, skoðunum, myndum og myndskeiðum reglulega. Fjölskyldumeðlimir og vinir sem búsettir eru í öðrum landshlutum, löndum eða jafnvel heimsálfum geta fylgst með daglegu lífi okkar. En það geta fleiri. Óhætt er að fullyrða að á flestum íslenskum heimilum megi finna einhverskonar tæki sem tengt er internetinu. Á flestum heimilum eru þessi tæki allnokkur. Mörg þeirra eru með innbyggðri myndavél sem nota má til þess að taka myndir sem svo er auðvelt að deila með umheiminum. Þetta vita börnin okkar. Hver kannast ekki við það að smella mynd af barni við skemmtilega iðju og fá svo strax spurninguna „má ég sjá myndina?“ Börn og táningar deila myndum sín á milli, við deilum myndum af börnunum okkar. Við lifum jú á tímum snjalltækni. Myndirnar ferðast víða Það er mikilvægt að hafa í huga að myndirnar af börnunum okkar ferðast víða á internetinu, eins og dæmin sýna og sanna. Dæmi eru um að foreldrar finni myndir af börnum sínum inni á síðum annarra, jafnvel ókunnugra, saklausar sumarleyfismyndir af börnum á sundfötum rata á vafasamar slóðir og svona mætti lengi bæta við listann. Málin vandast svo enn þegar börnin eldast og eignast sjálf hlutdeild í samfélagsmiðlum, stofna sína eigin reikninga hjá þessum sömu miðlum og deila efni án eftirlits. Táningar opna sig og gera sig berskjaldaða á internetinu daglega, setja myndir af sér og vinum sínum á Facebook og Instagram. Oft er slík myndbirting saklaus og skemmtileg. Góðir vinir á góðri stund, aðrir vinir og vandamenn geta svo gert athugasemdir, skrifað kveðjur og „like-að“. Stundum hefur birting mynda samt aðrar og verri afleiðingar. Algengt er að miðlar þessir séu notaðir til þess að níða skóinn af þeim sem gera sig berskjaldaða og eru rætnar og leiðinlegar athugasemdir eitthvað sem fjölmörg ungmenni búa við. Myndir eru teknar úr samhengi og notaðar gegn myndefninu. Athugasemdir hlaðast inn sem eru þess eðlis að lítillækka og smætta, eða það sem getur sært jafn mikið – engar athugasemdir, engin „like“, ekkert. Við foreldrar og uppalendur berum ábyrgð á velferð barna okkar. Það erum við sem eigum að standa vörð um börnin og hluti af því í nútímasamfélagi er að fylgjast með netumferð barnanna okkar. Við eigum að standa við bakið á þeim, styðja þau og kenna þeim umferðarreglurnar á internetinu. Ef við gefum barninu okkar snjallsíma, eða aðgang að sambærilegu tæki þá ber okkur að sjá til þess að tækið sé notað skynsamlega. Minnum sjálf okkur og börnin okkar á að það er ekkert til sem heitir einkalíf á internetinu.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar