Andoxun og langlífi, lygasaga? Teitur Guðmundsson skrifar 13. maí 2014 07:00 Þeir sem hafa fylgst með á sviði heilsu og læknisfræði undanfarin ár, hvað þá þeir sem hafa haft lifibrauð sitt af því að selja þekkingu í formi fæðubótarefna eru að fá vænan rassskell núna gæti maður haldið. Um nokkuð langt skeið höfum við vitað að við efnaskiptin í líkamanum myndast ákveðin efni sem hafa verið kölluð radíkalar eða sindurefni. Þessi ákveðnu efni hafa verið talin sérstaklega hættuleg í miklu magni og talin eiga að hafa neikvæð áhrif á heilsu okkar. Sérstaklega hefur það verið rætt að þau ýti undir öldrun líkamans auk þess sem þau eigi að hafa neikvæð áhrif á ýmis líffæri og geta í verstu tilfellum leitt til hjarta- og æðasjúkdóma, krabbameina og hver kyns óværu. Líkami okkar þarfnast súrefnis til að lifa, megintilgangurinn með súrefninu er að ýta undir ákveðin efnahvörf þar sem orkuefnum er breytt í orku og niðurbrotsefnin vatn og koltvísýring. Þannig halda frumur okkar áfram að starfa og líkaminn að virka. Ferlið er afar flókið og koma mjög margir þættir við sögu, en í stuttu máli er þetta það sem gerist. Það er við þessar kringumstæður sem þessi svokölluðu sindurefni verða til.Efast um virknina Þar sem við höfum til nokkuð langs tíma velt vöngum yfir því hvaða atriði það eru sem hafa áhrif á meingerð sjúkdóma, myndun krabbameina, hrörnun og öldrun, hafa þessi efni fengið neikvæða athygli á þann veg að talið hefur verið gott að draga sem mest úr álagi af þeirra völdum. Það sem einna helst er talið valda myndun þeirra er hefðbundin líkamsstarfsemi, mengun, reykingar, geislun, mataræði, áfengisdrykkja, streita og þannig mætti lengi telja. Í grunninn nánast hvað sem við gerum. Til að útskýra á einfaldan hátt hvers vegna sindurefnin ættu að skemma líkamann hefur verið bent á sams konar virkni í tengslum við rotnun matvæla, ryðgaða málma, fölnandi málningu og almenna hrörnun bygginga. Það er auðvelt að átta sig á því að það hljóti að virka eins í líkamanum. Það er á þessum grunni sem kenningin um öldrun af þeirra völdum hefur orðið til og þá einnig hvers vegna það hljóti að vera allra meina bót að taka til sín sem mest af svokölluðum andoxunarefnum í því tilliti að ná einhvers konar jafnvægi eða jafnvel yfirhöndinni. Mjög margt hefur verið sett fram sem andoxunarefni með raunverulega virkni í tilraunaglasi, hægt er að efast um að öll sú virkni sé til staðar eftir að hafa borið á sig krem með slíkum innihaldsefnum eða innbyrt vökva, duft eða pillur sem eiga að sýna sömu virkni.Ruglingsleg fræði Þeir sem eru hvað harðastir telja að best sé að taka til sín andoxunarefni með hefðbundnum mat og eru sumar matvörur sérstaklega öflugar í sinni andoxunarvirkni. Þar má nefna ávexti og grænmeti sem eru ríkir af A-, C- og E-vítamínum. Bláber, jarðarber, hindber, laukur og tómatar sem dæmi eru mjög rík af flavonóíðum. Ekki má gleyma pólýfenólum sem er að finna í ýmsu kryddi eins og negul, karrí, kanil, hnetum og ýmsu fleira. Öll þessi fræði hafa gert mann ruglaðan í raun og neytendur vita hvorki upp né niður hvað þeir eiga að gúffa í sig þá stundina og er í tísku sem „aðal“ andoxarinn. Líklega er jafnvægi lykillinn að öllu þessu sem fyrr.Einn stærsti kollhnís í heimi Það er þó hálfu verra þegar vísindamenn í dag segja að öll þessi fræði séu bara ekki rétt. Sindurefnin hafi ekki þessi vondu áhrif sem okkur hefur verið selt á undanförnum árum. Sindurefnin hjálpi meira að segja til og komi í veg fyrir öldrun! Hvað þá heldur að þau stjórni sjálfstýrðum frumudauða meir en við höfum áður talið, meira að segja í varnarskyni en ekki til að skemma okkur. Við vitum að líkaminn hefur ákveðna möguleika á að drepa eigin frumur til að koma í veg fyrir að þær fjölgi sér líkt og við krabbamein, sjálfsónæmissjúkdóma eða veirusjúkdóma og það er líklega á hverjum degi sem hann er að vinna slíka vinnu á mörgum vígstöðvum á sama tíma. Mögulega styðja sindurefnin frumurnar fremur en hitt. Svo virðist sem þessir vísindamenn sem birta grein sína í virtasta vísindatímariti á sviði líf- og læknisfræði séu að kollvarpa hugmyndum sem hafa verið lífseigar í mörg ár. Hafi þeir rétt fyrir sér er um að ræða einn stærsta kollhnís í heimi sjúkdómafræði, fæðubótar og heilsuráðlegginga seinni tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Þeir sem hafa fylgst með á sviði heilsu og læknisfræði undanfarin ár, hvað þá þeir sem hafa haft lifibrauð sitt af því að selja þekkingu í formi fæðubótarefna eru að fá vænan rassskell núna gæti maður haldið. Um nokkuð langt skeið höfum við vitað að við efnaskiptin í líkamanum myndast ákveðin efni sem hafa verið kölluð radíkalar eða sindurefni. Þessi ákveðnu efni hafa verið talin sérstaklega hættuleg í miklu magni og talin eiga að hafa neikvæð áhrif á heilsu okkar. Sérstaklega hefur það verið rætt að þau ýti undir öldrun líkamans auk þess sem þau eigi að hafa neikvæð áhrif á ýmis líffæri og geta í verstu tilfellum leitt til hjarta- og æðasjúkdóma, krabbameina og hver kyns óværu. Líkami okkar þarfnast súrefnis til að lifa, megintilgangurinn með súrefninu er að ýta undir ákveðin efnahvörf þar sem orkuefnum er breytt í orku og niðurbrotsefnin vatn og koltvísýring. Þannig halda frumur okkar áfram að starfa og líkaminn að virka. Ferlið er afar flókið og koma mjög margir þættir við sögu, en í stuttu máli er þetta það sem gerist. Það er við þessar kringumstæður sem þessi svokölluðu sindurefni verða til.Efast um virknina Þar sem við höfum til nokkuð langs tíma velt vöngum yfir því hvaða atriði það eru sem hafa áhrif á meingerð sjúkdóma, myndun krabbameina, hrörnun og öldrun, hafa þessi efni fengið neikvæða athygli á þann veg að talið hefur verið gott að draga sem mest úr álagi af þeirra völdum. Það sem einna helst er talið valda myndun þeirra er hefðbundin líkamsstarfsemi, mengun, reykingar, geislun, mataræði, áfengisdrykkja, streita og þannig mætti lengi telja. Í grunninn nánast hvað sem við gerum. Til að útskýra á einfaldan hátt hvers vegna sindurefnin ættu að skemma líkamann hefur verið bent á sams konar virkni í tengslum við rotnun matvæla, ryðgaða málma, fölnandi málningu og almenna hrörnun bygginga. Það er auðvelt að átta sig á því að það hljóti að virka eins í líkamanum. Það er á þessum grunni sem kenningin um öldrun af þeirra völdum hefur orðið til og þá einnig hvers vegna það hljóti að vera allra meina bót að taka til sín sem mest af svokölluðum andoxunarefnum í því tilliti að ná einhvers konar jafnvægi eða jafnvel yfirhöndinni. Mjög margt hefur verið sett fram sem andoxunarefni með raunverulega virkni í tilraunaglasi, hægt er að efast um að öll sú virkni sé til staðar eftir að hafa borið á sig krem með slíkum innihaldsefnum eða innbyrt vökva, duft eða pillur sem eiga að sýna sömu virkni.Ruglingsleg fræði Þeir sem eru hvað harðastir telja að best sé að taka til sín andoxunarefni með hefðbundnum mat og eru sumar matvörur sérstaklega öflugar í sinni andoxunarvirkni. Þar má nefna ávexti og grænmeti sem eru ríkir af A-, C- og E-vítamínum. Bláber, jarðarber, hindber, laukur og tómatar sem dæmi eru mjög rík af flavonóíðum. Ekki má gleyma pólýfenólum sem er að finna í ýmsu kryddi eins og negul, karrí, kanil, hnetum og ýmsu fleira. Öll þessi fræði hafa gert mann ruglaðan í raun og neytendur vita hvorki upp né niður hvað þeir eiga að gúffa í sig þá stundina og er í tísku sem „aðal“ andoxarinn. Líklega er jafnvægi lykillinn að öllu þessu sem fyrr.Einn stærsti kollhnís í heimi Það er þó hálfu verra þegar vísindamenn í dag segja að öll þessi fræði séu bara ekki rétt. Sindurefnin hafi ekki þessi vondu áhrif sem okkur hefur verið selt á undanförnum árum. Sindurefnin hjálpi meira að segja til og komi í veg fyrir öldrun! Hvað þá heldur að þau stjórni sjálfstýrðum frumudauða meir en við höfum áður talið, meira að segja í varnarskyni en ekki til að skemma okkur. Við vitum að líkaminn hefur ákveðna möguleika á að drepa eigin frumur til að koma í veg fyrir að þær fjölgi sér líkt og við krabbamein, sjálfsónæmissjúkdóma eða veirusjúkdóma og það er líklega á hverjum degi sem hann er að vinna slíka vinnu á mörgum vígstöðvum á sama tíma. Mögulega styðja sindurefnin frumurnar fremur en hitt. Svo virðist sem þessir vísindamenn sem birta grein sína í virtasta vísindatímariti á sviði líf- og læknisfræði séu að kollvarpa hugmyndum sem hafa verið lífseigar í mörg ár. Hafi þeir rétt fyrir sér er um að ræða einn stærsta kollhnís í heimi sjúkdómafræði, fæðubótar og heilsuráðlegginga seinni tíma.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun