Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Álfrún Pálsdóttir skrifar 17. maí 2014 10:30 Ástríður Magnúsdóttir rifjar upp sögur tengdar fatnaði móður sinnar, frú Vigdísar Finnbogadóttur, er hún verður með leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin, frú forseti? á morgun. Vísir/Gva „Ég er stolt af því að hafa tekið þátt í undirbúningi sýningarinnar og það ferli var afar lærdómsríkt. Skemmtilegt var að vinna góðu teymi fólks og móður minni, taka við hana viðtöl sem tengdust fatnaði frá forsetatíð hennar og fram spruttu margar minningar, skemmtilegar sögur og fróðleikskorn,“ segir Ástríður Magnúsdóttir, dóttir frú Vigdísar Finnbogadóttur, sem verður með leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin, frú forseti? á morgun, á Alþjóðasafnadaginn, á Hönnunarsafni Íslands. Fatnaður Vigdísar leikur lykilhlutverk í sýningunni en hann var mikilvægur í ímyndarsköpun forsetans. Það sem mótaði persónulegan stíl Vigdísar var Parísardvöl hennar, leikhúslífið og að lokum diplómatískar hefðir. Þegar hún tók við embætti forseta Íslands árið 1980 stóð Vigdís frammi fyrir því að skapa hefð um klæðaburð fyrir konu í slíku embætti. Ástríður, sem er meistaranemi í listfræði og í sýningarnefnd sýningarinnar, var sjö ára þegar móðir hennar varð forseti og ætlar að rifja upp skemmtilegar sögur í leiðsögninni. „Eins og til dæmis þegar hún þurfti að fara um borð í þyrlu á Grænlandi í skautbúningi og hversu mikinn tíma það gat oft tekið að hengja utan á fínu silkikjólana orður og aðra fylgihluti sem tilheyrðu embættinu. Sagan þegar skórnir gleymdust á 17. hæð á Imperial-hótelinu í Japan og hún var komin hálfa leið niður á töfflunum að hitta keisarann. Þá voru góð ráð dýr.“ Ástríður segist afar stolt af móður sinni og það aukist bara eftir því sem hún kafar dýpra í feril hennar, líf, boðskap og gjörðir. „Hún er brautryðjandi á mörgum sviðum, fyrsta konan til að vera kosin þjóðhöfðingi í lýðræðislegum kosningum og einnig fyrsta íslenska einhleypa konan til að fá leyfi til að ættleiða barn,“ segir Ástríður en sýningin sjálf stendur til 5. október. Leiðsögnin er á morgun, sunnudag, og hefst klukkan 14. Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið David Lynch er látinn Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
„Ég er stolt af því að hafa tekið þátt í undirbúningi sýningarinnar og það ferli var afar lærdómsríkt. Skemmtilegt var að vinna góðu teymi fólks og móður minni, taka við hana viðtöl sem tengdust fatnaði frá forsetatíð hennar og fram spruttu margar minningar, skemmtilegar sögur og fróðleikskorn,“ segir Ástríður Magnúsdóttir, dóttir frú Vigdísar Finnbogadóttur, sem verður með leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin, frú forseti? á morgun, á Alþjóðasafnadaginn, á Hönnunarsafni Íslands. Fatnaður Vigdísar leikur lykilhlutverk í sýningunni en hann var mikilvægur í ímyndarsköpun forsetans. Það sem mótaði persónulegan stíl Vigdísar var Parísardvöl hennar, leikhúslífið og að lokum diplómatískar hefðir. Þegar hún tók við embætti forseta Íslands árið 1980 stóð Vigdís frammi fyrir því að skapa hefð um klæðaburð fyrir konu í slíku embætti. Ástríður, sem er meistaranemi í listfræði og í sýningarnefnd sýningarinnar, var sjö ára þegar móðir hennar varð forseti og ætlar að rifja upp skemmtilegar sögur í leiðsögninni. „Eins og til dæmis þegar hún þurfti að fara um borð í þyrlu á Grænlandi í skautbúningi og hversu mikinn tíma það gat oft tekið að hengja utan á fínu silkikjólana orður og aðra fylgihluti sem tilheyrðu embættinu. Sagan þegar skórnir gleymdust á 17. hæð á Imperial-hótelinu í Japan og hún var komin hálfa leið niður á töfflunum að hitta keisarann. Þá voru góð ráð dýr.“ Ástríður segist afar stolt af móður sinni og það aukist bara eftir því sem hún kafar dýpra í feril hennar, líf, boðskap og gjörðir. „Hún er brautryðjandi á mörgum sviðum, fyrsta konan til að vera kosin þjóðhöfðingi í lýðræðislegum kosningum og einnig fyrsta íslenska einhleypa konan til að fá leyfi til að ættleiða barn,“ segir Ástríður en sýningin sjálf stendur til 5. október. Leiðsögnin er á morgun, sunnudag, og hefst klukkan 14.
Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið David Lynch er látinn Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira