Skipulag eða skipulagsleysi? Þóra Andrésdóttir skrifar 17. maí 2014 07:00 Í grein Ólafs Þ. Stephensens 2. maí, „Þétting byggðar í nærveru sálar“, koma fram mikilvægar spurningar: „Eru skólar og leikskólar í stakk búnir að taka við fleiri börnum? Mun umferð aukast? Mun skyggja á lóðir? Verða næg bílastæði? Hver bætir mögulegar skemmdir eða rask vegna framkvæmda?“ Hafa borgaryfirvöld hugsað þessi mál alveg til enda? Á skólalóðum Vesturbæjar- og Austurbæjarskóla er búið að bæta við litlum skúrum til að geta tekið við þeim börnum sem fyrir eru. Leikskólapláss og dagforeldra vantar svo fólk þarf að fara út fyrir hverfið með börnin sín. Hvernig gera þau það? Oftast á bílum! Umferðin mun aukast. Fólk mun ekki ganga og/eða hjóla í öllum veðrum. Ef fólk á að taka strætó þurfa þær samgöngur að lagast. Öllum bílunum frá Borgarspítala og hinum 16 vinnustöðum Landspítalans á líka að beina á Hringbrautina, sem er þegar teppt. Hvernig á sjúkrabíllinn að komast að! Bílar menga ekki síst þegar þeir eru sífellt að stöðva og taka aftur af stað, sem gerist óhjákvæmilega í mikilli umferð. Það fylgja ekki bílastæði öllum nýju íbúðunum. Þó fólk noti bíla ekki alla daga, eiga þá samt flestir. Hvar á að geyma þá? Bílastæði í miðbænum hverfa undir byggingar, m.a. stóra planið á móti Bæjarins Bestu og við hliðina á Borgarbókasafninu.Gerum ekki fleiri mistök Mikið hefur verið í umræðunni hve mikil synd er að eyðileggja svona fallegan sjónás eins og niður Frakkastíginn, og byggja fyrir fjöllin og sjóinn. Gerum ekki fleiri slík mistök, eins og nú er á dagskrá. Má þar nefna nýja byggð við Gömlu höfnina og hótel við hlið Hörpu, sem munu byrgja útsýni yfir höfnina og fallega fjallasýn. Um leið á að fórna Slippnum. Eins mun Nýi Landspítalinn skyggja á Gamla Landspítalann, þessar fallegu byggingar Guðjóns Samúelssonar, og loka fyrir sjónás að Háskóla Íslands. Þétting byggðar er á kostnað íbúa sem fyrir eru, átroðsla og ónæði, skuggar og skerðing á útsýni, og skemmdir vegna framkvæmda. Sumum borgarbúum finnst að verið sé að hrekja þá úr 101. Skortur á íbúðum þar er m.a. vegna fjárfesta sem leigja þær út til útlendinga. Það er ekki hægt að þverfóta fyrir gistiheimilum og hótelum. Borgaryfirvöld segjast vilja fjölbreytni, hvar er hún? Ekkert nema hótel, sem rekin eru með tapi! Samt eru fleiri að bætast við. Þessu fylgir umferð. Hvergi er krafist aðkomu fyrir rútur eða sendibíla. Því er gengið á rétt borgarbúa, bílum lagt upp á gangstétt og rútur stoppa alla umferð. Eiga Fógetagarðurinn og Austurvöllur að vera garður fyrir hótelgesti Landsímareits? Með þéttingu byggðar á að nýta betur veitukerfi og gatnakerfi, sem eru þegar til staðar, en eru víða sprungin. Sumir vilja búa í úthverfum, við höfum nóg pláss. Aukum atvinnu þar og minnkum mengun og slit með dreifðari umferð. Kallast það borgarvernd að taka alltaf mið af hæstu byggingu sem fyrir er, þó gamla byggðin sé lág? Sólríkt, fagurt, fjölskylduvænt umhverfi, og virðing fyrir sögunni skiptir okkur miklu máli. Varðveitum bæjarbraginn, sögu bæjarins. Þá líður okkur eins og heima hjá okkur en ekki aðskotahlutum í eigin borg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein Ólafs Þ. Stephensens 2. maí, „Þétting byggðar í nærveru sálar“, koma fram mikilvægar spurningar: „Eru skólar og leikskólar í stakk búnir að taka við fleiri börnum? Mun umferð aukast? Mun skyggja á lóðir? Verða næg bílastæði? Hver bætir mögulegar skemmdir eða rask vegna framkvæmda?“ Hafa borgaryfirvöld hugsað þessi mál alveg til enda? Á skólalóðum Vesturbæjar- og Austurbæjarskóla er búið að bæta við litlum skúrum til að geta tekið við þeim börnum sem fyrir eru. Leikskólapláss og dagforeldra vantar svo fólk þarf að fara út fyrir hverfið með börnin sín. Hvernig gera þau það? Oftast á bílum! Umferðin mun aukast. Fólk mun ekki ganga og/eða hjóla í öllum veðrum. Ef fólk á að taka strætó þurfa þær samgöngur að lagast. Öllum bílunum frá Borgarspítala og hinum 16 vinnustöðum Landspítalans á líka að beina á Hringbrautina, sem er þegar teppt. Hvernig á sjúkrabíllinn að komast að! Bílar menga ekki síst þegar þeir eru sífellt að stöðva og taka aftur af stað, sem gerist óhjákvæmilega í mikilli umferð. Það fylgja ekki bílastæði öllum nýju íbúðunum. Þó fólk noti bíla ekki alla daga, eiga þá samt flestir. Hvar á að geyma þá? Bílastæði í miðbænum hverfa undir byggingar, m.a. stóra planið á móti Bæjarins Bestu og við hliðina á Borgarbókasafninu.Gerum ekki fleiri mistök Mikið hefur verið í umræðunni hve mikil synd er að eyðileggja svona fallegan sjónás eins og niður Frakkastíginn, og byggja fyrir fjöllin og sjóinn. Gerum ekki fleiri slík mistök, eins og nú er á dagskrá. Má þar nefna nýja byggð við Gömlu höfnina og hótel við hlið Hörpu, sem munu byrgja útsýni yfir höfnina og fallega fjallasýn. Um leið á að fórna Slippnum. Eins mun Nýi Landspítalinn skyggja á Gamla Landspítalann, þessar fallegu byggingar Guðjóns Samúelssonar, og loka fyrir sjónás að Háskóla Íslands. Þétting byggðar er á kostnað íbúa sem fyrir eru, átroðsla og ónæði, skuggar og skerðing á útsýni, og skemmdir vegna framkvæmda. Sumum borgarbúum finnst að verið sé að hrekja þá úr 101. Skortur á íbúðum þar er m.a. vegna fjárfesta sem leigja þær út til útlendinga. Það er ekki hægt að þverfóta fyrir gistiheimilum og hótelum. Borgaryfirvöld segjast vilja fjölbreytni, hvar er hún? Ekkert nema hótel, sem rekin eru með tapi! Samt eru fleiri að bætast við. Þessu fylgir umferð. Hvergi er krafist aðkomu fyrir rútur eða sendibíla. Því er gengið á rétt borgarbúa, bílum lagt upp á gangstétt og rútur stoppa alla umferð. Eiga Fógetagarðurinn og Austurvöllur að vera garður fyrir hótelgesti Landsímareits? Með þéttingu byggðar á að nýta betur veitukerfi og gatnakerfi, sem eru þegar til staðar, en eru víða sprungin. Sumir vilja búa í úthverfum, við höfum nóg pláss. Aukum atvinnu þar og minnkum mengun og slit með dreifðari umferð. Kallast það borgarvernd að taka alltaf mið af hæstu byggingu sem fyrir er, þó gamla byggðin sé lág? Sólríkt, fagurt, fjölskylduvænt umhverfi, og virðing fyrir sögunni skiptir okkur miklu máli. Varðveitum bæjarbraginn, sögu bæjarins. Þá líður okkur eins og heima hjá okkur en ekki aðskotahlutum í eigin borg.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun