Skoðun

Hvers vegna besti flokkurinn í Ísafjarðarbæ?

Gísli H. Halldórsson skrifar

Besti flokkurinn vann stórsigur í Reykjavíkurborg í sveitarstjórnarkosningunum 2010. Sigur Besta flokksins var meðal annars afleiðing óhóflegra flokkadrátta og eiginhagsmunapots í valdabrölti sem var í senn dapurlegt og fyndið á að horfa. Orsakanna var að leita í lægð í íslenskum stjórnmálum sem enn sér ekki fyrir endann á. Krafa kjósendanna um uppstokkun í íslenskum stjórnmálum var augljós í sigri Jóns Gnarr og Besta flokksins.

Krafa kjósenda um uppstokkun í stjórnmálum á Íslandi er enn augljós. Flokkarnir eru í tilvistarkreppu og Björt framtíð virðist vera í sókn. Á Ísafirði fékk Björt framtíð 18% í skoðanakönnun án þess að vera búin að koma saman lista. Ef það er ekki ákall um uppstokkun þá veit ég ekki hvað.

Besti flokkurinn í Ísafjarðarbæ er Í-listinn, listi íbúanna. Hann er uppstokkaður, nýr listi. Hann sækir stefnu sína til íbúanna í sveitarfélaginu og ekkert annað. Í-listinn er ekki bundinn af ályktunum landsfunda stjórnmálaflokka. Í-listinn er svar við kalli tímans um virkt íbúalýðræði. Í-listinn kallar eftir skoðunum allra, ákveðnir klúbbar hafa þar ekki forgang. Í-listinn er besti flokkurinn á Ísafirði.

Ef ég verð bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ þá ætla ég að verða besti bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ. Fyrir íbúana og fyrir Í-listann, lista íbúanna.




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×