Oddvitar stefna ekki á þáttöku Reykjavíkur í fjármögnun Sundabrautar Ingvar Haraldsson skrifar 24. maí 2014 07:00 Hér má sjá hvernig Sundabraut gæti mögulega litið út verði hún lögð. Mynd/Sigurður Valur Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um viðræður ríkisins við einkaðila um að hönnun og lagningu Sundabrautar yrði flýtt. Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur áður sagt að Sundabraut sé góður kostur fyrir einkaframkvæmd. Ökumenn geti valið á milli þess að borga fyrir að aka um Sundabraut eða fara aðra leið. Lagning Sundabrautar er á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir því: "Bygging Sundabrautar er góður kostur fyrir einkaframkvæmd því fólk hefði val um hvort það borgi í Sundabraut eða fari aðra leið.“ Halldór telur að lagning Sundabrautar myndi efla iðnað í útjöðrum borgarinnar ásamt því að tengja betur saman hverfi borgarinnar. S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavík, segir málið ekki vera forgangsmál hjá Bjartri framtíð. „Þetta er fyrst og fremst verkefni ríkisins.“ Björn bætir við að mikilvægt sé að skilgreina nákvæmlega hvert hlutverk Sundabrautar eigi að vera. "Þetta er framkvæmd sem þarf að hugsa vel.“ Björn segir þó sjálfsagt að málið verði skoðað. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóraefni Samfylkingarinnar, segist opinn fyrir lagningu Sundabrautar, hún sé á aðalskipulagi. Dagur gerir ekki ráð fyrir að borgin leggi fé í framkvæmdirnar. „Það hefur alltaf verið gert ráð fyrir að Sundabraut yrði lögð í einkaframkvæmd.“ Dagur segir þó mikilvægt að ákvarðanir verði teknar í samstarfi við íbúa og ríkið. Hann býst við að funda með innanríkisráðherra á næstu dögum þar sem farið verði yfir málið. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um viðræður ríkisins við einkaðila um að hönnun og lagningu Sundabrautar yrði flýtt. Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur áður sagt að Sundabraut sé góður kostur fyrir einkaframkvæmd. Ökumenn geti valið á milli þess að borga fyrir að aka um Sundabraut eða fara aðra leið. Lagning Sundabrautar er á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir því: "Bygging Sundabrautar er góður kostur fyrir einkaframkvæmd því fólk hefði val um hvort það borgi í Sundabraut eða fari aðra leið.“ Halldór telur að lagning Sundabrautar myndi efla iðnað í útjöðrum borgarinnar ásamt því að tengja betur saman hverfi borgarinnar. S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavík, segir málið ekki vera forgangsmál hjá Bjartri framtíð. „Þetta er fyrst og fremst verkefni ríkisins.“ Björn bætir við að mikilvægt sé að skilgreina nákvæmlega hvert hlutverk Sundabrautar eigi að vera. "Þetta er framkvæmd sem þarf að hugsa vel.“ Björn segir þó sjálfsagt að málið verði skoðað. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóraefni Samfylkingarinnar, segist opinn fyrir lagningu Sundabrautar, hún sé á aðalskipulagi. Dagur gerir ekki ráð fyrir að borgin leggi fé í framkvæmdirnar. „Það hefur alltaf verið gert ráð fyrir að Sundabraut yrði lögð í einkaframkvæmd.“ Dagur segir þó mikilvægt að ákvarðanir verði teknar í samstarfi við íbúa og ríkið. Hann býst við að funda með innanríkisráðherra á næstu dögum þar sem farið verði yfir málið.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira