Á að afturkalla lóðir trúfélaga? Hjalti Hugason skrifar 27. maí 2014 07:00 Nýr oddviti Framsóknar í Reykjavík, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hefur nú lýst yfir þeirri afstöðu sinni að ekki beri að „úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku rétttrúnaðarkirkjuna“. Hið „jákvæða“ við þessa dapurlegu yfirlýsingu er vissulega að Sveinbjörg vill ekki mismuna múslimum einum heldur einnig trúfélögum sem hún virðist telja of framandi á einn eða annan hátt. Hitt er ekki ljóst, hvar mismununin á að hefjast og hvar hún eigi að enda. Hugsanlega ber að skilja „röksemdina“ sem Sveinbjörg færir fyrir afstöðu sinni svo að einungis eigi að úthluta lútherskum söfnuðum lóðum fyrir kirkjur eða ígildi þeirra. Sé svo verður að afturkalla fjölda lóða. Þá hljóta ýmsar byggingar sem þegar hafa risið að valda vanda ef Sveinbjörg tæki nú við stjórn borgarinnar eftir kosningar. Sjálf telur Sveinbjörg afstöðu sína ráðast af eigin reynslu og mikilli yfirsýn. Ekki skulu bornar brigður á það. Þó má vera að fleiri skýringar komi til greina eins og þjóðhverf stefna Framsóknarflokksins eða tilraunir til að ná með auðveldu móti atkvæðum þeirra mörgu sem lýst hafa sig andvíga mosku. Hjá Framsókn má finna eldri dæmi um einfaldan „popúlisma“.Hæpin röksemd Sem guðfræðingur, áhugamaður um trúmálarétt í landinu og ekki síst vígður prestur í þjóðkirkjunni vil ég þó aðeins vara við og harma þá einu beinu röksemd sem Sveinbjörg færir fyrir útilokandi afstöðu sinni í trúarefnum sem felst í þjóðkirkjuskipaninni. En yfirlýsingin sem höfð hefur verið eftir Sveinbjörgu hljómar svo: „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku rétttrúnaðarkirkjuna.“ (leturbr. HH).Hættulegt þjóðkirkjuskipaninni Í þjóðkirkjuskipan felst eðli máls samkvæmt ýmiss konar mismunun sem hingað til hefur talist málefnaleg. Því hefur þjóðkirkjuskipan sem slík ekki verið talin brjóta í bága við mannréttindi. Gæta þarf þess samt að mismununin sé sem minnst og skerði ekki lögvarinn rétt og frelsi annarra á trúmálasviðinu en það hlýtur stefna Sveinbjargar að gera hvort sem hún nú beinist aðeins gegn múslimum og orþódoxum eða öllum trúfélögum sem ekki eru lúthersk. Fyrir mitt leyti vara ég alvarlega við að þjóðkirkjuskipanin sé notuð sem rök gegn því að trúfélögum nýbúa í landinu sé meinað að njóta þess réttar sem þeim er veittur með stjórnarskrá lýðveldisins. Slík afstaða kemur fyrr eða síðar til með að binda enda á þjóðkirkjuskipanina sem mörgum er enn kær eins og dæmin sanna. Það virðist þó ekki endilega felast í afstöðu Sveinbjargar. Hún þyrfti þó e.t.v. að gera fyllri grein fyrir afstöðu sinni í því efni og helst fyrir kosningar. Eftir kosningarnar kynni það síður að verða áhugavert! Þá hlýtur þjóðkirkjan að harma að hún skuli með þessum hætti vera dregin inn í pólitíska refskák í aðdraganda kosninga. — Eða hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Nýr oddviti Framsóknar í Reykjavík, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hefur nú lýst yfir þeirri afstöðu sinni að ekki beri að „úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku rétttrúnaðarkirkjuna“. Hið „jákvæða“ við þessa dapurlegu yfirlýsingu er vissulega að Sveinbjörg vill ekki mismuna múslimum einum heldur einnig trúfélögum sem hún virðist telja of framandi á einn eða annan hátt. Hitt er ekki ljóst, hvar mismununin á að hefjast og hvar hún eigi að enda. Hugsanlega ber að skilja „röksemdina“ sem Sveinbjörg færir fyrir afstöðu sinni svo að einungis eigi að úthluta lútherskum söfnuðum lóðum fyrir kirkjur eða ígildi þeirra. Sé svo verður að afturkalla fjölda lóða. Þá hljóta ýmsar byggingar sem þegar hafa risið að valda vanda ef Sveinbjörg tæki nú við stjórn borgarinnar eftir kosningar. Sjálf telur Sveinbjörg afstöðu sína ráðast af eigin reynslu og mikilli yfirsýn. Ekki skulu bornar brigður á það. Þó má vera að fleiri skýringar komi til greina eins og þjóðhverf stefna Framsóknarflokksins eða tilraunir til að ná með auðveldu móti atkvæðum þeirra mörgu sem lýst hafa sig andvíga mosku. Hjá Framsókn má finna eldri dæmi um einfaldan „popúlisma“.Hæpin röksemd Sem guðfræðingur, áhugamaður um trúmálarétt í landinu og ekki síst vígður prestur í þjóðkirkjunni vil ég þó aðeins vara við og harma þá einu beinu röksemd sem Sveinbjörg færir fyrir útilokandi afstöðu sinni í trúarefnum sem felst í þjóðkirkjuskipaninni. En yfirlýsingin sem höfð hefur verið eftir Sveinbjörgu hljómar svo: „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku rétttrúnaðarkirkjuna.“ (leturbr. HH).Hættulegt þjóðkirkjuskipaninni Í þjóðkirkjuskipan felst eðli máls samkvæmt ýmiss konar mismunun sem hingað til hefur talist málefnaleg. Því hefur þjóðkirkjuskipan sem slík ekki verið talin brjóta í bága við mannréttindi. Gæta þarf þess samt að mismununin sé sem minnst og skerði ekki lögvarinn rétt og frelsi annarra á trúmálasviðinu en það hlýtur stefna Sveinbjargar að gera hvort sem hún nú beinist aðeins gegn múslimum og orþódoxum eða öllum trúfélögum sem ekki eru lúthersk. Fyrir mitt leyti vara ég alvarlega við að þjóðkirkjuskipanin sé notuð sem rök gegn því að trúfélögum nýbúa í landinu sé meinað að njóta þess réttar sem þeim er veittur með stjórnarskrá lýðveldisins. Slík afstaða kemur fyrr eða síðar til með að binda enda á þjóðkirkjuskipanina sem mörgum er enn kær eins og dæmin sanna. Það virðist þó ekki endilega felast í afstöðu Sveinbjargar. Hún þyrfti þó e.t.v. að gera fyllri grein fyrir afstöðu sinni í því efni og helst fyrir kosningar. Eftir kosningarnar kynni það síður að verða áhugavert! Þá hlýtur þjóðkirkjan að harma að hún skuli með þessum hætti vera dregin inn í pólitíska refskák í aðdraganda kosninga. — Eða hvað?
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun