Frjálslyndi, val og ábyrgð Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar 29. maí 2014 07:00 Ég er oft spurð hvers vegna ég kjósi að starfa á vettvangi stjórnmálanna. Mörgum þykir þetta undarlegt val og spyrja hvort stjórnmálastarf geti ekki verið þreytandi. Það er gaman að vinna á vettvangi stjórnmálanna. Þar er tækifæri til að vinna lífsskoðunum mínum brautargengi. Þetta er afstaða okkar sem tökum þátt í stjórnmálastarfi og gildir þá einu hvort fólk hallast til hægri eða vinstri. Lífsskoðanir mínar fara saman með áherslum Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna starfa ég innan hans og kýs hann. Á Íslandi hafa flestir tækifæri til að sjá um sig sjálfir – og ég vil sjá samfélag þar sem allir sjá hag sinn í að gera það. Það geta þó ekki allir staðið á eigin fótum. Íslendingar hafa borið gæfu til þess að þróa öflugt velferðarríki með þéttu öryggisneti fyrir þá sem á því þurfa að halda. Sjálfstæðisflokkurinn á stóran þátt í því. Einn af mörgum kostum Sjálfstæðisflokksins er, að hann horfir til þess hvernig megi stækka kökuna í stað þess að einblína á það hvernig eigi að skipta henni. Það er grundvallarstef í öllum störfum Sjálfstæðisflokksins að hagsmunir atvinnulífsins og heimilanna fari saman, enda eru þessir hagsmunir hvor sín hliðin á sama peningnum. Það er í atvinnulífinu sem verðmætin verða til – verðmætin sem standa undir lífskjörum okkar allra, menntun og velferð. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki seilast of langt í vasa skattgreiðenda heldur vill hann að borgararnir hafi mest um það að segja hvernig þeir ráðstafi tekjum sínum og ýta þannig undir öflugt atvinnulíf. Það er mitt mat að áherslan skuli lögð á frelsi til orða og athafna. Ramminn sem stjórnmálin skapa á að hvetja fólk til framtakssemi. Ég fylgist með Margréti Pálu, stofnanda Hjallastefnunnar, með aðdáun en það er kona sem steig út fyrir rammann – sem fólk er hrætt við gera breytingar á – og fór í sjálfstæðan rekstur í því sem hún hafði trú á. Í ljós kom að foreldrar eru sammála henni um að það sé rými fyrir aðrar leiðir í menntamálum. Þetta er í hnotskurn afstaða Sjálfstæðisflokksins – að fólk fái að velja. Samfélagið samanstendur af fólki með margvíslegar hugmyndir og mismunandi krafta. Þessar hugmyndir og þennan kraft á fólk að geta nýtt sér á sínum forsendum. En ekki á forsendum stjórnmálamanna, eða kerfisins. Stjórnmál snerta daglegt líf hvers og eins með afdrifaríkum hætti og þess vegna eigum við að taka afstöðu. Sjálfstæðismenn þora að tala hátt og skýrt. Við viljum aukið valfrelsi fyrir fólk, við viljum ábyrgan rekstur og skýra forgangsröðun. Þess vegna hvet ég þig til að setja X við D á laugardaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég er oft spurð hvers vegna ég kjósi að starfa á vettvangi stjórnmálanna. Mörgum þykir þetta undarlegt val og spyrja hvort stjórnmálastarf geti ekki verið þreytandi. Það er gaman að vinna á vettvangi stjórnmálanna. Þar er tækifæri til að vinna lífsskoðunum mínum brautargengi. Þetta er afstaða okkar sem tökum þátt í stjórnmálastarfi og gildir þá einu hvort fólk hallast til hægri eða vinstri. Lífsskoðanir mínar fara saman með áherslum Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna starfa ég innan hans og kýs hann. Á Íslandi hafa flestir tækifæri til að sjá um sig sjálfir – og ég vil sjá samfélag þar sem allir sjá hag sinn í að gera það. Það geta þó ekki allir staðið á eigin fótum. Íslendingar hafa borið gæfu til þess að þróa öflugt velferðarríki með þéttu öryggisneti fyrir þá sem á því þurfa að halda. Sjálfstæðisflokkurinn á stóran þátt í því. Einn af mörgum kostum Sjálfstæðisflokksins er, að hann horfir til þess hvernig megi stækka kökuna í stað þess að einblína á það hvernig eigi að skipta henni. Það er grundvallarstef í öllum störfum Sjálfstæðisflokksins að hagsmunir atvinnulífsins og heimilanna fari saman, enda eru þessir hagsmunir hvor sín hliðin á sama peningnum. Það er í atvinnulífinu sem verðmætin verða til – verðmætin sem standa undir lífskjörum okkar allra, menntun og velferð. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki seilast of langt í vasa skattgreiðenda heldur vill hann að borgararnir hafi mest um það að segja hvernig þeir ráðstafi tekjum sínum og ýta þannig undir öflugt atvinnulíf. Það er mitt mat að áherslan skuli lögð á frelsi til orða og athafna. Ramminn sem stjórnmálin skapa á að hvetja fólk til framtakssemi. Ég fylgist með Margréti Pálu, stofnanda Hjallastefnunnar, með aðdáun en það er kona sem steig út fyrir rammann – sem fólk er hrætt við gera breytingar á – og fór í sjálfstæðan rekstur í því sem hún hafði trú á. Í ljós kom að foreldrar eru sammála henni um að það sé rými fyrir aðrar leiðir í menntamálum. Þetta er í hnotskurn afstaða Sjálfstæðisflokksins – að fólk fái að velja. Samfélagið samanstendur af fólki með margvíslegar hugmyndir og mismunandi krafta. Þessar hugmyndir og þennan kraft á fólk að geta nýtt sér á sínum forsendum. En ekki á forsendum stjórnmálamanna, eða kerfisins. Stjórnmál snerta daglegt líf hvers og eins með afdrifaríkum hætti og þess vegna eigum við að taka afstöðu. Sjálfstæðismenn þora að tala hátt og skýrt. Við viljum aukið valfrelsi fyrir fólk, við viljum ábyrgan rekstur og skýra forgangsröðun. Þess vegna hvet ég þig til að setja X við D á laugardaginn.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar