Ungt fólk og tómstundir í Mosó Sigrún Pálsdóttir skrifar 29. maí 2014 07:00 Það hefur vakið heimsathygli hvað tónlistarlíf á Íslandi er blómlegt og hafa erlendir blaðamenn oft haft á orði að fjöldi efnilegra tónlistarmanna hér sé í rauninni ótrúlegur miðað við mannfjölda. Svona menningarverðmæti verða ekki til af sjálfu sér eins og dæmin sanna í Mosfellsbæ. Hér eru öflugar uppeldisstofnanir fyrir tónlistarfólk. Listaskóli Mosfellsbæjar fer þar fremstur, svo lúðrasveitin, skólarnir og kórarnir sem setja mikinn svip á bæjarlífið. Afraksturinn hefur verið framúrskarandi. En erum við þá ekki bara í góðum málum? Að sumu leyti en ekki öllu. Eftir að tónlistarnámi lýkur í Listaskólanum er ekki í boði neitt æfingahúsnæði fyrir ungt fólk til að þróa áfram tónlist sína. Úr þessu þarf að bæta vilji sveitarfélagið styðja við bakið á upprennandi tónlistarfólki. Óvissa ríkir einnig um framtíðarhúsnæði Listaskólans og þar var kennurum fækkað í kjölfar hruns sem leitt hefur til þess að biðlisti eftir plássi er sá lengsti á höfuðborgarsvæðinu, yfir 120 börn. Vandinn er alvarlegur og uppsafnaður eins og húsnæðisekla skólanna. Fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf er í Mosfellsbæ og er Ungmennafélagið Afturelding burðarás í íþróttastarfi, hestamannafélagið Hörður, skátarnir og fleiri félög eru líka með öfluga starfsemi. Íbúahreyfingin gerir lýðheilsusjónarmiðum hátt undir höfði og leggur áherslu á að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar á útisvæðum í íbúðarhverfum. Þannig mætti fjölga hjólabrettapöllum og sparkvöllum sem eru vinsælir. Eins mætti koma upp aðstöðu fyrir útiblak sem er eftirsótt íþrótt erlendis. Aðstaða fyrir frisbígolf kostar lítið og áhugi er á skólahreystivöllum. Ýmislegt fleira má gera til að gera Mosfellsbæ spennandi í augum ungs fólks. Íbúahreyfingin telur við hæfi að tómstundaávísun gildi fyrir framhaldskólanema til tvítugs. Með því væri hægt að gera þeim mögulegt að stunda það tómstundastarf sem þeir vilja. Bótaþegar ættu líka að njóta sömu réttinda til að draga úr félagslegri einangrun og efla bæjarlífið í leiðinni. Ljóst er að þótt ýmislegt sé vel gert í tómstundamálum í Mosfellsbæ má margt betur fara. Mikilvægast er að vinna markvisst að uppbyggingunni og sjá til þess að hún gerist jafnt og þétt og í samráði við þá hópa sem þjónustuna nota svo sem ungmennaráðið sem Íbúahreyfingin vill gjarnan efla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það hefur vakið heimsathygli hvað tónlistarlíf á Íslandi er blómlegt og hafa erlendir blaðamenn oft haft á orði að fjöldi efnilegra tónlistarmanna hér sé í rauninni ótrúlegur miðað við mannfjölda. Svona menningarverðmæti verða ekki til af sjálfu sér eins og dæmin sanna í Mosfellsbæ. Hér eru öflugar uppeldisstofnanir fyrir tónlistarfólk. Listaskóli Mosfellsbæjar fer þar fremstur, svo lúðrasveitin, skólarnir og kórarnir sem setja mikinn svip á bæjarlífið. Afraksturinn hefur verið framúrskarandi. En erum við þá ekki bara í góðum málum? Að sumu leyti en ekki öllu. Eftir að tónlistarnámi lýkur í Listaskólanum er ekki í boði neitt æfingahúsnæði fyrir ungt fólk til að þróa áfram tónlist sína. Úr þessu þarf að bæta vilji sveitarfélagið styðja við bakið á upprennandi tónlistarfólki. Óvissa ríkir einnig um framtíðarhúsnæði Listaskólans og þar var kennurum fækkað í kjölfar hruns sem leitt hefur til þess að biðlisti eftir plássi er sá lengsti á höfuðborgarsvæðinu, yfir 120 börn. Vandinn er alvarlegur og uppsafnaður eins og húsnæðisekla skólanna. Fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf er í Mosfellsbæ og er Ungmennafélagið Afturelding burðarás í íþróttastarfi, hestamannafélagið Hörður, skátarnir og fleiri félög eru líka með öfluga starfsemi. Íbúahreyfingin gerir lýðheilsusjónarmiðum hátt undir höfði og leggur áherslu á að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar á útisvæðum í íbúðarhverfum. Þannig mætti fjölga hjólabrettapöllum og sparkvöllum sem eru vinsælir. Eins mætti koma upp aðstöðu fyrir útiblak sem er eftirsótt íþrótt erlendis. Aðstaða fyrir frisbígolf kostar lítið og áhugi er á skólahreystivöllum. Ýmislegt fleira má gera til að gera Mosfellsbæ spennandi í augum ungs fólks. Íbúahreyfingin telur við hæfi að tómstundaávísun gildi fyrir framhaldskólanema til tvítugs. Með því væri hægt að gera þeim mögulegt að stunda það tómstundastarf sem þeir vilja. Bótaþegar ættu líka að njóta sömu réttinda til að draga úr félagslegri einangrun og efla bæjarlífið í leiðinni. Ljóst er að þótt ýmislegt sé vel gert í tómstundamálum í Mosfellsbæ má margt betur fara. Mikilvægast er að vinna markvisst að uppbyggingunni og sjá til þess að hún gerist jafnt og þétt og í samráði við þá hópa sem þjónustuna nota svo sem ungmennaráðið sem Íbúahreyfingin vill gjarnan efla.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun