Endurvinnsla borgar sig Guðríður Ester Geirsdóttir skrifar 29. maí 2014 07:00 Að henda fjármunum er að mínu mati ekki góðir viðskiptahættir. Verðmæti geta verið af ýmsum toga. Það liggur kannski ekki í augum uppi að ruslapokar heimilisins séu fullir af verðmætum. Fyrsta hugsun getur verið að þetta sé bara rusl. En efni hefur þann góða eiginlega að geta umbreyst. Kaffikorgurinn okkar, ávaxtahýðið og afgangurinn sem gleymdist inni í ísskáp getur t.a.m. orðið að mold. Það kostar peninga að flytja úrgang og urða hann. Reyndin er meira að segja sú að það kostar meira að losna við það sem mætti kalla almennt sorp en endurvinnanlegan úrgang. Það sorglega er að af þeim úrgangi sem til fellur frá heimilum er stór hluti sem má endurvinna. Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs sem Umhverfisstofnun gaf út fyrir árin 2013-2024 er leiðbeinandi fyrir sveitarfélög varðandi svæðisbundnar áætlanir í málaflokknum. Meginmarkmið áætlunarinnar er að stuðla að því að meðhöndlun úrgangs valdi sem minnstum óæskilegum áhrifum á umhverfið og að dregið verði skipulega úr myndun úrgangsefna eftir því sem unnt er. Er það m.a. hægt með því að draga markvisst úr myndun úrgangs og í stað auka endurnotkun og endurnýtingu. Að flokka úrganginn sem fellur til á heimilinu á að vera einfaldur og fyrirhafnarlítill verknaður og besta leiðin til þess er með því að bjóða upp á fleiri flokkunarkosti við heimilin. Í dag er flokkaður úrgangur frá heimilum sveitarfélagsins Árborgar um 15%. Með því að bæta við flokkunarkostum fyrir plast og málma væri hægt að hækka hlutfallið í 20-25%. Ef flokkun fyrir lífrænan úrgang er bætt við eykst hlutfallið í u.þ.b. 50%, en 30% af heimilisúrgangi er lífrænn. Flestir ef ekki allir nota bláu tunnuna sem var innleidd í Árborg fyrir örfáum árum. Við hjá Bjartri framtíð viljum auka möguleika íbúa Árborgar til auðveldari endurvinnslu. Ekki er það einungis umhverfisvænna heldur líka hagkvæmara þar sem flutningskostnaður á almennu sorpi er mun hærri en á endurvinnanlegum úrgangi og því myndu sparast fjármunir sem mögulega væri hægt að nýta í aðra málaflokka í staðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Að henda fjármunum er að mínu mati ekki góðir viðskiptahættir. Verðmæti geta verið af ýmsum toga. Það liggur kannski ekki í augum uppi að ruslapokar heimilisins séu fullir af verðmætum. Fyrsta hugsun getur verið að þetta sé bara rusl. En efni hefur þann góða eiginlega að geta umbreyst. Kaffikorgurinn okkar, ávaxtahýðið og afgangurinn sem gleymdist inni í ísskáp getur t.a.m. orðið að mold. Það kostar peninga að flytja úrgang og urða hann. Reyndin er meira að segja sú að það kostar meira að losna við það sem mætti kalla almennt sorp en endurvinnanlegan úrgang. Það sorglega er að af þeim úrgangi sem til fellur frá heimilum er stór hluti sem má endurvinna. Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs sem Umhverfisstofnun gaf út fyrir árin 2013-2024 er leiðbeinandi fyrir sveitarfélög varðandi svæðisbundnar áætlanir í málaflokknum. Meginmarkmið áætlunarinnar er að stuðla að því að meðhöndlun úrgangs valdi sem minnstum óæskilegum áhrifum á umhverfið og að dregið verði skipulega úr myndun úrgangsefna eftir því sem unnt er. Er það m.a. hægt með því að draga markvisst úr myndun úrgangs og í stað auka endurnotkun og endurnýtingu. Að flokka úrganginn sem fellur til á heimilinu á að vera einfaldur og fyrirhafnarlítill verknaður og besta leiðin til þess er með því að bjóða upp á fleiri flokkunarkosti við heimilin. Í dag er flokkaður úrgangur frá heimilum sveitarfélagsins Árborgar um 15%. Með því að bæta við flokkunarkostum fyrir plast og málma væri hægt að hækka hlutfallið í 20-25%. Ef flokkun fyrir lífrænan úrgang er bætt við eykst hlutfallið í u.þ.b. 50%, en 30% af heimilisúrgangi er lífrænn. Flestir ef ekki allir nota bláu tunnuna sem var innleidd í Árborg fyrir örfáum árum. Við hjá Bjartri framtíð viljum auka möguleika íbúa Árborgar til auðveldari endurvinnslu. Ekki er það einungis umhverfisvænna heldur líka hagkvæmara þar sem flutningskostnaður á almennu sorpi er mun hærri en á endurvinnanlegum úrgangi og því myndu sparast fjármunir sem mögulega væri hægt að nýta í aðra málaflokka í staðinn.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun