Barnafólk í Mosfellsbæ Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar 29. maí 2014 07:00 Í Mosfellsbæ hefur Sjálfstæðisflokkurinn ráðið ríkjum í tólf ár, það eru þrjú kjörtímabil. Tólf ár er langur tími undir stjórn eins stjórnmálaflokks í sveitarfélagi. Hættan er að hann verði allt umlykjandi og fari jafnvel að eigna sér sveitarfélagið, láti sem hann eigi þar allt laust og fast og að sveitarfélagið og stjórnmálaflokkurinn séu eitt. Í Mosfellsbæ er kominn tími á breytingar. Bæjarbúar hafa nú tækifæri til að kjósa til starfa fyrir sig nýtt fólk sem hefur nýjar hugmyndir og skýra sýn til framtíðar. Ung börn Foreldrar ungbarna eiga margir í miklum vanda vegna skorts á vistunarúrræðum í bænum fyrir börn sín þegar fæðingarorlofi lýkur og vinnan kallar. Samfylkingin vill ganga í að brúa þetta bil sem myndast og finna leiðir til að foreldrar ungra barna í Mosfellsbæ geti áhyggjulausir og gegn viðráðanlegu gjaldi haldið út á vinnumarkaðinn er fæðingarorlofi lýkur. Við viljum leggja áherslu á fjölbreytta valkosti og bjóða upp á leikskólarými fyrir ungbarnafjölskyldur. Leikskólabörn Leikskólagjöld í Mosfellsbæ eru hærri en í nágrannasveitarfélögunum og við viljum lækka þau. Ungt fjölskyldufólk á að vera velkomið í bæinn okkar og ekki hrökklast frá okkur vegna þess að lífsbaráttan verði erfiðari. Gjaldskrár bæjarins er snerta líf barnafjölskyldna eiga að endurspegla pólitíska sýn á forgangsröðun. Forgangsröðun Samfylkingarinnar er skýr, hún snýst um að hlaupa undir bagga með barnafólki og að allir eigi að vera með. Tómstundir Íþrótta- og tómstundastarf barna og ungmenna hefur óumdeilanlega mikið forvarnargildi. Jafn aðgangur barna að slíku starfi, óháður efnahag foreldranna, er grundvallaratriði í samfélagi sem vill hlúa að uppvaxandi kynslóð. Samfylkingin hefur hvað eftir annað flutt tillögu um hækkun frístundaávísunar í bæjarstjórn Mosfellsbæjar en Sjálfstæðisflokkurinn og VG fellt þær jafnharðan. Við munum hækka ávísunina strax í 30.000 krónur, fáum við til þess afl í bæjarstjórninni, og í framhaldinu viljum við tryggja að upphæð ávísunarinnar sé í samræmi við nágrannasveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum að allir séu með. Mosfellingar hafa tækifæri þann 31. maí til að breyta, kalla til nýtt fólk með skýra sýn og ferska fætur. Kjósum betri Mosfellsbæ og setjum x við S á kjördag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Anna Sigríður Guðnadóttir Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Í Mosfellsbæ hefur Sjálfstæðisflokkurinn ráðið ríkjum í tólf ár, það eru þrjú kjörtímabil. Tólf ár er langur tími undir stjórn eins stjórnmálaflokks í sveitarfélagi. Hættan er að hann verði allt umlykjandi og fari jafnvel að eigna sér sveitarfélagið, láti sem hann eigi þar allt laust og fast og að sveitarfélagið og stjórnmálaflokkurinn séu eitt. Í Mosfellsbæ er kominn tími á breytingar. Bæjarbúar hafa nú tækifæri til að kjósa til starfa fyrir sig nýtt fólk sem hefur nýjar hugmyndir og skýra sýn til framtíðar. Ung börn Foreldrar ungbarna eiga margir í miklum vanda vegna skorts á vistunarúrræðum í bænum fyrir börn sín þegar fæðingarorlofi lýkur og vinnan kallar. Samfylkingin vill ganga í að brúa þetta bil sem myndast og finna leiðir til að foreldrar ungra barna í Mosfellsbæ geti áhyggjulausir og gegn viðráðanlegu gjaldi haldið út á vinnumarkaðinn er fæðingarorlofi lýkur. Við viljum leggja áherslu á fjölbreytta valkosti og bjóða upp á leikskólarými fyrir ungbarnafjölskyldur. Leikskólabörn Leikskólagjöld í Mosfellsbæ eru hærri en í nágrannasveitarfélögunum og við viljum lækka þau. Ungt fjölskyldufólk á að vera velkomið í bæinn okkar og ekki hrökklast frá okkur vegna þess að lífsbaráttan verði erfiðari. Gjaldskrár bæjarins er snerta líf barnafjölskyldna eiga að endurspegla pólitíska sýn á forgangsröðun. Forgangsröðun Samfylkingarinnar er skýr, hún snýst um að hlaupa undir bagga með barnafólki og að allir eigi að vera með. Tómstundir Íþrótta- og tómstundastarf barna og ungmenna hefur óumdeilanlega mikið forvarnargildi. Jafn aðgangur barna að slíku starfi, óháður efnahag foreldranna, er grundvallaratriði í samfélagi sem vill hlúa að uppvaxandi kynslóð. Samfylkingin hefur hvað eftir annað flutt tillögu um hækkun frístundaávísunar í bæjarstjórn Mosfellsbæjar en Sjálfstæðisflokkurinn og VG fellt þær jafnharðan. Við munum hækka ávísunina strax í 30.000 krónur, fáum við til þess afl í bæjarstjórninni, og í framhaldinu viljum við tryggja að upphæð ávísunarinnar sé í samræmi við nágrannasveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum að allir séu með. Mosfellingar hafa tækifæri þann 31. maí til að breyta, kalla til nýtt fólk með skýra sýn og ferska fætur. Kjósum betri Mosfellsbæ og setjum x við S á kjördag.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun