Bjartir og skemmtilegir garðar og útivistarsvæði í Garðabæ Auður Hallgrímsdóttir skrifar 30. maí 2014 07:00 Á hverju ári velur Umhverfisnefnd Garðabæjar fallegasta garðinn við einkaheimili, fallegustu götuna og snyrtilegasta athafnasvæði fyrirtækja. Bærinn hrósar því sem íbúar gera vel og verðlaunar með fallegu skjali til minningar um gott framlag til fegrunar bæjarins. Bærinn sjálfur á marga fallega „garða“ og leiksvæði í nánast öllum hverfum bæjarins. En Garðabær hefur því miður ekki viðhaldið öllum sínum görðum af sömu natni og umhyggju og íbúarnir. Gaman væri ef íbúar væru virkjaðir árlega til að velja sinn uppáhaldsgarð eða leiksvæði. Þá væri komið samtal milli íbúa og yfirvalda.Í endurnýjun lífdaga Garðabær leigir íbúum smá skika undir matjurtagarða í gömlu skólagörðunum. Garðarnir eru vel nýttir og njóta mikilla vinsælda meðal íbúa bæjarins. Bragalundur í Silfurtúni bíður óþreyjufullur eftir endurnýjun lífdaga.Tækifærin Gaman væri að eiga fallega andatjörn við Arnarnesvoginn og bæjargarð með útisviði, grasbölum og gróðri við hraunjaðarinn fyrir neðan Ásgarðssvæðið. Grasa- og fræðslugarð á græna svæðinu fyrir ofan Silfurtúnið. Fjölskyldu- og húsdýragarð í Heiðmörk, vetrargarð í Vífilsstaðahlíð með sleðabrekku og skautasvelli í Grunnuvatnadal. Hafnargarð fyrir skútur, kajaka og kanóa í Arnanesvoginum. Alls konar skemmtilega stoppustaði alls staðar. Deiliskipulag Heiðmerkur og strandlengjunnar frá Balatjörn að Kópavogsleirum á að vinna í samvinnu við íbúa bæjarins, „það samtal er mjög mikilvægt“.Íbúalýðræðið Garðabær þarf aðkomu fagfólks við framtíðarhönnun á skipan og ásjón bæjarins í samvinnu við íbúana. Það er ekki nóg að hafa falleg hringtorg og umferðareyjar með blómum og trjám fyrir augað þegar keyrt er framhjá. Við viljum fallega og fjölbreytta garða og útivistarsvæði. Garðabær á að taka verkefnið Betri hverfi í Reykjavík sér til fyrirmyndar varðandi úthlutun árlegs fjármagns til umhverfismála. Að hverfin sjálf og íbúar hverfanna forgangsraði verkefnum á hverjum stað í nærumhverfi sínu. Svoleiðis samtal er virkt íbúalýðræði. Björt framtíð með fjölbreyttum og skemmtilegum útivistasvæðum fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á hverju ári velur Umhverfisnefnd Garðabæjar fallegasta garðinn við einkaheimili, fallegustu götuna og snyrtilegasta athafnasvæði fyrirtækja. Bærinn hrósar því sem íbúar gera vel og verðlaunar með fallegu skjali til minningar um gott framlag til fegrunar bæjarins. Bærinn sjálfur á marga fallega „garða“ og leiksvæði í nánast öllum hverfum bæjarins. En Garðabær hefur því miður ekki viðhaldið öllum sínum görðum af sömu natni og umhyggju og íbúarnir. Gaman væri ef íbúar væru virkjaðir árlega til að velja sinn uppáhaldsgarð eða leiksvæði. Þá væri komið samtal milli íbúa og yfirvalda.Í endurnýjun lífdaga Garðabær leigir íbúum smá skika undir matjurtagarða í gömlu skólagörðunum. Garðarnir eru vel nýttir og njóta mikilla vinsælda meðal íbúa bæjarins. Bragalundur í Silfurtúni bíður óþreyjufullur eftir endurnýjun lífdaga.Tækifærin Gaman væri að eiga fallega andatjörn við Arnarnesvoginn og bæjargarð með útisviði, grasbölum og gróðri við hraunjaðarinn fyrir neðan Ásgarðssvæðið. Grasa- og fræðslugarð á græna svæðinu fyrir ofan Silfurtúnið. Fjölskyldu- og húsdýragarð í Heiðmörk, vetrargarð í Vífilsstaðahlíð með sleðabrekku og skautasvelli í Grunnuvatnadal. Hafnargarð fyrir skútur, kajaka og kanóa í Arnanesvoginum. Alls konar skemmtilega stoppustaði alls staðar. Deiliskipulag Heiðmerkur og strandlengjunnar frá Balatjörn að Kópavogsleirum á að vinna í samvinnu við íbúa bæjarins, „það samtal er mjög mikilvægt“.Íbúalýðræðið Garðabær þarf aðkomu fagfólks við framtíðarhönnun á skipan og ásjón bæjarins í samvinnu við íbúana. Það er ekki nóg að hafa falleg hringtorg og umferðareyjar með blómum og trjám fyrir augað þegar keyrt er framhjá. Við viljum fallega og fjölbreytta garða og útivistarsvæði. Garðabær á að taka verkefnið Betri hverfi í Reykjavík sér til fyrirmyndar varðandi úthlutun árlegs fjármagns til umhverfismála. Að hverfin sjálf og íbúar hverfanna forgangsraði verkefnum á hverjum stað í nærumhverfi sínu. Svoleiðis samtal er virkt íbúalýðræði. Björt framtíð með fjölbreyttum og skemmtilegum útivistasvæðum fyrir alla.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun