Húsnæðisvísitala Már Wolfgang Mixa skrifar 3. júní 2014 00:00 Stefnt er að því af hálfu stjórnvalda að einungis verði hægt að taka óverðtryggð lán til fasteignakaupa. Þó taka um tveir þriðjuhlutar íslenskra heimila verðtryggð lán í dag, sem bera lægri raunvexti en óverðtryggð lán. Leigugjald peninga til fasteignakaupa yrði því dýrara. Það eru margir ókostir við verðtryggð lán. Meðal þeirra er að verðtryggð lán miða við almennt verðlag þó svo að húsnæðislán séu til þess eins að lána fyrir kaupum á fasteign. Þetta skapaði misvægi árin 2002-2007 þegar fasteignaverð rúmlega tvöfaldaðist en verðbólga jókst rétt rúmlega fjórðung á sama tíma. Þegar sú þróun gekk til baka í framhaldi af hruninu 2008 sátu nýlegir kaupendur uppi með fasteign sem féll í virði á meðan höfuðstóll lána, tengdur almennu verðlagi, rauk upp. Slík verðbólguskot þurfa lántakar að taka einir á sig í verðtryggðu umhverfi. Óverðtryggð lán eru aftur á móti engin lausn. Auk hærri raunvaxta sveiflast vaxtastig slíkra lána almennt í takti við verðlag, ekki fasteignaverð. Það vaxtastig náði til að mynda hæstu hæðum í kjölfar hrunsins, sem hefði verið versta tímasetning fyrir íslensk heimili hefðu húsnæðislán verið almennt óverðtryggð. Lán tengd húsnæðisvísitölu, sem tengist vísitölu íbúðaverðs samkvæmt Þjóðskrá Íslands, er einföld lausn sem leysir ofangreind atriði. Höfuðstóll og greiðslubyrði slíkra lána hefðu snarhækkað árin 2002-2007. Umræða um slíka þróun hefði án efa dregið úr þeirri fasteignabólu. Aftur á móti hefði höfuðstóll lána og því greiðslubyrðin lækkað töluvert mikið árin 2008–2010, þegar mest á reyndi. Lánveitendur taka auk þess einnig á sig áhættuna ef veð af fasteignum lækkar en á sama tíma ættu raunvextir að vera jafnvel lægri en raunvextir verðtryggðra lána. Góð hagstjórn felst þá í því að viðhalda stöðugu fasteignaverði með gegnsæjum hætti. Húsnæðislánavísitalan er einnig ónæmari fyrir gengisbreytingum og upptaka hennar gæti því flýtt fyrir afnámi gjaldeyrishafta og jafnvel beintengingu við aðra gjaldmiðla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Már Wolfgang Mixa Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Stefnt er að því af hálfu stjórnvalda að einungis verði hægt að taka óverðtryggð lán til fasteignakaupa. Þó taka um tveir þriðjuhlutar íslenskra heimila verðtryggð lán í dag, sem bera lægri raunvexti en óverðtryggð lán. Leigugjald peninga til fasteignakaupa yrði því dýrara. Það eru margir ókostir við verðtryggð lán. Meðal þeirra er að verðtryggð lán miða við almennt verðlag þó svo að húsnæðislán séu til þess eins að lána fyrir kaupum á fasteign. Þetta skapaði misvægi árin 2002-2007 þegar fasteignaverð rúmlega tvöfaldaðist en verðbólga jókst rétt rúmlega fjórðung á sama tíma. Þegar sú þróun gekk til baka í framhaldi af hruninu 2008 sátu nýlegir kaupendur uppi með fasteign sem féll í virði á meðan höfuðstóll lána, tengdur almennu verðlagi, rauk upp. Slík verðbólguskot þurfa lántakar að taka einir á sig í verðtryggðu umhverfi. Óverðtryggð lán eru aftur á móti engin lausn. Auk hærri raunvaxta sveiflast vaxtastig slíkra lána almennt í takti við verðlag, ekki fasteignaverð. Það vaxtastig náði til að mynda hæstu hæðum í kjölfar hrunsins, sem hefði verið versta tímasetning fyrir íslensk heimili hefðu húsnæðislán verið almennt óverðtryggð. Lán tengd húsnæðisvísitölu, sem tengist vísitölu íbúðaverðs samkvæmt Þjóðskrá Íslands, er einföld lausn sem leysir ofangreind atriði. Höfuðstóll og greiðslubyrði slíkra lána hefðu snarhækkað árin 2002-2007. Umræða um slíka þróun hefði án efa dregið úr þeirri fasteignabólu. Aftur á móti hefði höfuðstóll lána og því greiðslubyrðin lækkað töluvert mikið árin 2008–2010, þegar mest á reyndi. Lánveitendur taka auk þess einnig á sig áhættuna ef veð af fasteignum lækkar en á sama tíma ættu raunvextir að vera jafnvel lægri en raunvextir verðtryggðra lána. Góð hagstjórn felst þá í því að viðhalda stöðugu fasteignaverði með gegnsæjum hætti. Húsnæðislánavísitalan er einnig ónæmari fyrir gengisbreytingum og upptaka hennar gæti því flýtt fyrir afnámi gjaldeyrishafta og jafnvel beintengingu við aðra gjaldmiðla.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun