Lágkúrupólitík Ólafur Þ. Stephensen skrifar 4. júní 2014 07:00 Forysta Framsóknarflokksins barmar sér enn yfir að vera krafin um skýra afstöðu til kosningaútspils frambjóðenda flokksins í borgarstjórn; að krækja sér í atkvæði með því að höfða til andúðar á útlendingum og fólki sem er annarrar trúar en meirihluti Íslendinga. Skoðum fyrst hvað Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sagði fyrir kosningar. Í fyrsta viðtalinu sem tekið var við hana eftir að hún sagðist á Facebook hafa fengið fyrirspurnir um afstöðu sína til mosku í Reykjavík, sagði hún: „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku [svo] rétttrúnaðarkirkjuna.“ Sveinbjörg sneri þessu síðar upp í að hún vildi íbúakosningu um hvort úthluta ætti lóð fyrir mosku. Það er reyndar hugmynd frá Danska Þjóðarflokknum, hægrilýðskrumsflokki sem gerði slíkar atkvæðagreiðslur að kosningamáli fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2009, af því að moskur væru griðastaður trúarofstækismanna og stuðningsmanna hryðjuverka. Þjóðarflokkurinn blés nýju lífi í þetta stefnumál sitt í febrúar síðastliðnum vegna deilna um mosku í Haderslev. Næst reyndi oddvitinn að halda því fram að þetta snerist bara um lóðamál í Reykjavík, en þá hafði fræjum útlendingaandúðarinnar verið sáð og fylgið, sem vissulega er að sækja á þeim miðum, byrjað að skila sér. Í sjónvarpsumræðum kvöldið fyrir kosningar bætti hún rækilega í og spurði hvort við vildum búa í samfélagi þar sem fólk væri þvingað í hjónaband. Skoðum næst hvað Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði um málflutning oddvitans fyrir kosningar. Lengst af ekki neitt, enda gengu atkvæðaveiðarnar augljóslega vel. Svo kom loks pistill frá formanninum, þar sem hann tók enga efnislega afstöðu, heldur bætti enn í efnismiklar kvartanir sínar yfir því að flokkurinn hans væri gagnrýndur. Skoðum þá hvað Sigmundur hefur sagt eftir kosningarnar, eftir að metfjöldi atkvæða Framsóknar í Reykjavík í fjörutíu ár var kominn í hús. Jú, hann hefur sagt að múslimar megi alveg byggja sér mosku, ef hún falli bara að umhverfinu. Ekki samt á lóðinni sem Reykjavíkurborg hefur úthlutað henni, hún eigi áfram að vera grænt svæði. En skipulagsferlinu er lokið, engar athugasemdir bárust og borginni ber bæði að lögum og mannréttindasáttmálum að útvega múslimum lóð fyrir helgidóm sinn. Svo hefur Sigmundur líka sagt að Framsókn geri ekki upp á milli trúarbragða og starfi á grundvelli jafnréttis. Um atkvæðaveiðar flokksins í krafti fordóma og útlendingaandúðar hefur hann hins vegar ekki sagt nokkurn skapaðan hlut nema að gagnrýnin misbjóði honum. Hann vill ekki styggja nýja fylgið. Þetta er prinsipplaus og lágkúruleg pólitík, sem skortir alla reisn. Það er eðlilegt að fulltrúar samstarfsflokks framsóknarmanna í ríkisstjórn geri kröfu um að flokksforystan tali skýrar, eins og Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gerði til dæmis í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. Allir kjósendur eiga raunar kröfu á að Framsóknarflokkurinn svari því skýrt, hvort taktík flokksins í borginni hafi verið forystu flokksins að skapi og hvort Framsókn hyggist áfram spila inn á andúð á minnihlutahópum í leit sinni að nýju fylgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 26.07.2025 Halldór Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Forysta Framsóknarflokksins barmar sér enn yfir að vera krafin um skýra afstöðu til kosningaútspils frambjóðenda flokksins í borgarstjórn; að krækja sér í atkvæði með því að höfða til andúðar á útlendingum og fólki sem er annarrar trúar en meirihluti Íslendinga. Skoðum fyrst hvað Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sagði fyrir kosningar. Í fyrsta viðtalinu sem tekið var við hana eftir að hún sagðist á Facebook hafa fengið fyrirspurnir um afstöðu sína til mosku í Reykjavík, sagði hún: „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku [svo] rétttrúnaðarkirkjuna.“ Sveinbjörg sneri þessu síðar upp í að hún vildi íbúakosningu um hvort úthluta ætti lóð fyrir mosku. Það er reyndar hugmynd frá Danska Þjóðarflokknum, hægrilýðskrumsflokki sem gerði slíkar atkvæðagreiðslur að kosningamáli fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2009, af því að moskur væru griðastaður trúarofstækismanna og stuðningsmanna hryðjuverka. Þjóðarflokkurinn blés nýju lífi í þetta stefnumál sitt í febrúar síðastliðnum vegna deilna um mosku í Haderslev. Næst reyndi oddvitinn að halda því fram að þetta snerist bara um lóðamál í Reykjavík, en þá hafði fræjum útlendingaandúðarinnar verið sáð og fylgið, sem vissulega er að sækja á þeim miðum, byrjað að skila sér. Í sjónvarpsumræðum kvöldið fyrir kosningar bætti hún rækilega í og spurði hvort við vildum búa í samfélagi þar sem fólk væri þvingað í hjónaband. Skoðum næst hvað Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði um málflutning oddvitans fyrir kosningar. Lengst af ekki neitt, enda gengu atkvæðaveiðarnar augljóslega vel. Svo kom loks pistill frá formanninum, þar sem hann tók enga efnislega afstöðu, heldur bætti enn í efnismiklar kvartanir sínar yfir því að flokkurinn hans væri gagnrýndur. Skoðum þá hvað Sigmundur hefur sagt eftir kosningarnar, eftir að metfjöldi atkvæða Framsóknar í Reykjavík í fjörutíu ár var kominn í hús. Jú, hann hefur sagt að múslimar megi alveg byggja sér mosku, ef hún falli bara að umhverfinu. Ekki samt á lóðinni sem Reykjavíkurborg hefur úthlutað henni, hún eigi áfram að vera grænt svæði. En skipulagsferlinu er lokið, engar athugasemdir bárust og borginni ber bæði að lögum og mannréttindasáttmálum að útvega múslimum lóð fyrir helgidóm sinn. Svo hefur Sigmundur líka sagt að Framsókn geri ekki upp á milli trúarbragða og starfi á grundvelli jafnréttis. Um atkvæðaveiðar flokksins í krafti fordóma og útlendingaandúðar hefur hann hins vegar ekki sagt nokkurn skapaðan hlut nema að gagnrýnin misbjóði honum. Hann vill ekki styggja nýja fylgið. Þetta er prinsipplaus og lágkúruleg pólitík, sem skortir alla reisn. Það er eðlilegt að fulltrúar samstarfsflokks framsóknarmanna í ríkisstjórn geri kröfu um að flokksforystan tali skýrar, eins og Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gerði til dæmis í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. Allir kjósendur eiga raunar kröfu á að Framsóknarflokkurinn svari því skýrt, hvort taktík flokksins í borginni hafi verið forystu flokksins að skapi og hvort Framsókn hyggist áfram spila inn á andúð á minnihlutahópum í leit sinni að nýju fylgi.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun