Lágkúrupólitík Ólafur Þ. Stephensen skrifar 4. júní 2014 07:00 Forysta Framsóknarflokksins barmar sér enn yfir að vera krafin um skýra afstöðu til kosningaútspils frambjóðenda flokksins í borgarstjórn; að krækja sér í atkvæði með því að höfða til andúðar á útlendingum og fólki sem er annarrar trúar en meirihluti Íslendinga. Skoðum fyrst hvað Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sagði fyrir kosningar. Í fyrsta viðtalinu sem tekið var við hana eftir að hún sagðist á Facebook hafa fengið fyrirspurnir um afstöðu sína til mosku í Reykjavík, sagði hún: „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku [svo] rétttrúnaðarkirkjuna.“ Sveinbjörg sneri þessu síðar upp í að hún vildi íbúakosningu um hvort úthluta ætti lóð fyrir mosku. Það er reyndar hugmynd frá Danska Þjóðarflokknum, hægrilýðskrumsflokki sem gerði slíkar atkvæðagreiðslur að kosningamáli fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2009, af því að moskur væru griðastaður trúarofstækismanna og stuðningsmanna hryðjuverka. Þjóðarflokkurinn blés nýju lífi í þetta stefnumál sitt í febrúar síðastliðnum vegna deilna um mosku í Haderslev. Næst reyndi oddvitinn að halda því fram að þetta snerist bara um lóðamál í Reykjavík, en þá hafði fræjum útlendingaandúðarinnar verið sáð og fylgið, sem vissulega er að sækja á þeim miðum, byrjað að skila sér. Í sjónvarpsumræðum kvöldið fyrir kosningar bætti hún rækilega í og spurði hvort við vildum búa í samfélagi þar sem fólk væri þvingað í hjónaband. Skoðum næst hvað Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði um málflutning oddvitans fyrir kosningar. Lengst af ekki neitt, enda gengu atkvæðaveiðarnar augljóslega vel. Svo kom loks pistill frá formanninum, þar sem hann tók enga efnislega afstöðu, heldur bætti enn í efnismiklar kvartanir sínar yfir því að flokkurinn hans væri gagnrýndur. Skoðum þá hvað Sigmundur hefur sagt eftir kosningarnar, eftir að metfjöldi atkvæða Framsóknar í Reykjavík í fjörutíu ár var kominn í hús. Jú, hann hefur sagt að múslimar megi alveg byggja sér mosku, ef hún falli bara að umhverfinu. Ekki samt á lóðinni sem Reykjavíkurborg hefur úthlutað henni, hún eigi áfram að vera grænt svæði. En skipulagsferlinu er lokið, engar athugasemdir bárust og borginni ber bæði að lögum og mannréttindasáttmálum að útvega múslimum lóð fyrir helgidóm sinn. Svo hefur Sigmundur líka sagt að Framsókn geri ekki upp á milli trúarbragða og starfi á grundvelli jafnréttis. Um atkvæðaveiðar flokksins í krafti fordóma og útlendingaandúðar hefur hann hins vegar ekki sagt nokkurn skapaðan hlut nema að gagnrýnin misbjóði honum. Hann vill ekki styggja nýja fylgið. Þetta er prinsipplaus og lágkúruleg pólitík, sem skortir alla reisn. Það er eðlilegt að fulltrúar samstarfsflokks framsóknarmanna í ríkisstjórn geri kröfu um að flokksforystan tali skýrar, eins og Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gerði til dæmis í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. Allir kjósendur eiga raunar kröfu á að Framsóknarflokkurinn svari því skýrt, hvort taktík flokksins í borginni hafi verið forystu flokksins að skapi og hvort Framsókn hyggist áfram spila inn á andúð á minnihlutahópum í leit sinni að nýju fylgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Forysta Framsóknarflokksins barmar sér enn yfir að vera krafin um skýra afstöðu til kosningaútspils frambjóðenda flokksins í borgarstjórn; að krækja sér í atkvæði með því að höfða til andúðar á útlendingum og fólki sem er annarrar trúar en meirihluti Íslendinga. Skoðum fyrst hvað Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sagði fyrir kosningar. Í fyrsta viðtalinu sem tekið var við hana eftir að hún sagðist á Facebook hafa fengið fyrirspurnir um afstöðu sína til mosku í Reykjavík, sagði hún: „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku [svo] rétttrúnaðarkirkjuna.“ Sveinbjörg sneri þessu síðar upp í að hún vildi íbúakosningu um hvort úthluta ætti lóð fyrir mosku. Það er reyndar hugmynd frá Danska Þjóðarflokknum, hægrilýðskrumsflokki sem gerði slíkar atkvæðagreiðslur að kosningamáli fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2009, af því að moskur væru griðastaður trúarofstækismanna og stuðningsmanna hryðjuverka. Þjóðarflokkurinn blés nýju lífi í þetta stefnumál sitt í febrúar síðastliðnum vegna deilna um mosku í Haderslev. Næst reyndi oddvitinn að halda því fram að þetta snerist bara um lóðamál í Reykjavík, en þá hafði fræjum útlendingaandúðarinnar verið sáð og fylgið, sem vissulega er að sækja á þeim miðum, byrjað að skila sér. Í sjónvarpsumræðum kvöldið fyrir kosningar bætti hún rækilega í og spurði hvort við vildum búa í samfélagi þar sem fólk væri þvingað í hjónaband. Skoðum næst hvað Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði um málflutning oddvitans fyrir kosningar. Lengst af ekki neitt, enda gengu atkvæðaveiðarnar augljóslega vel. Svo kom loks pistill frá formanninum, þar sem hann tók enga efnislega afstöðu, heldur bætti enn í efnismiklar kvartanir sínar yfir því að flokkurinn hans væri gagnrýndur. Skoðum þá hvað Sigmundur hefur sagt eftir kosningarnar, eftir að metfjöldi atkvæða Framsóknar í Reykjavík í fjörutíu ár var kominn í hús. Jú, hann hefur sagt að múslimar megi alveg byggja sér mosku, ef hún falli bara að umhverfinu. Ekki samt á lóðinni sem Reykjavíkurborg hefur úthlutað henni, hún eigi áfram að vera grænt svæði. En skipulagsferlinu er lokið, engar athugasemdir bárust og borginni ber bæði að lögum og mannréttindasáttmálum að útvega múslimum lóð fyrir helgidóm sinn. Svo hefur Sigmundur líka sagt að Framsókn geri ekki upp á milli trúarbragða og starfi á grundvelli jafnréttis. Um atkvæðaveiðar flokksins í krafti fordóma og útlendingaandúðar hefur hann hins vegar ekki sagt nokkurn skapaðan hlut nema að gagnrýnin misbjóði honum. Hann vill ekki styggja nýja fylgið. Þetta er prinsipplaus og lágkúruleg pólitík, sem skortir alla reisn. Það er eðlilegt að fulltrúar samstarfsflokks framsóknarmanna í ríkisstjórn geri kröfu um að flokksforystan tali skýrar, eins og Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gerði til dæmis í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. Allir kjósendur eiga raunar kröfu á að Framsóknarflokkurinn svari því skýrt, hvort taktík flokksins í borginni hafi verið forystu flokksins að skapi og hvort Framsókn hyggist áfram spila inn á andúð á minnihlutahópum í leit sinni að nýju fylgi.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar