Svarti Pétur Bjarni Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 5. júní 2014 07:00 Nú þegar sveitarstjórnarkosningar með sinni óvæntu trúarbragðaumræðu eru að baki langar okkur að fylgja eftir grein okkar sem birtist í Morgunblaðinu og á vef þjóðkirkjunnar, tru.is, þann 30. maí sl. og bar heitið stóra moskumálið. Þar leiddum við rök að því að þau viðhorf sem forysta Framsóknar í Reykjavík bar fram varðandi stöðu ólíkra trúarbragða í borginni sé í grunninn ekki svo fjarri því viðhorfi sem Siðmennt hefur haldið á lofti og hlotið stuðning fráfarandi mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Framsóknarforystan í borginni mælir fram með meirihlutavaldi í trúarefnum á meðan mannréttindaráðsmenn vilja í krafti sama valds halda orðræðu trúarbragða utan almannarýmisins en einskorða hið opinbera samtal við almenn siðgildi byggð á veraldlegri heimsmynd og mannhyggju. Í grein okkar hvetjum við til þess að farin sé þriðja leiðin þótt ekki sé hún fyrirhafnarlaus; að ástunda samræðu og miðla gildum þvert á allar hugmyndir um aðgreiningu hins opinbera lífs frá einkalífinu. Segja má að tvær tilfinningar hafi einkennt moskumálið eins og það birtist í þjóðarsamtalinu. Annars vegar lá andúð í loftinu og var markvisst beitt á báða bóga og svo var öll umræðan líka skammar-miðuð ef svo má að orði komast. Andúð og skömm eru sterkar tilfinningar sem eiga mikla viðspyrnu innra með okkur hverju og einu. Þyngsta skömm sem hægt er að hugsa sér er líklega sú að vera viðfangsefni andúðar í eigin samfélagi. Þar vill enginn lenda. Þess vegna hendum við andúðinni og skömminni á milli okkar, enginn vill sjá þær stöllur en miklu heldur hafa þær á tryggum stað hjá einhverjum öðrum; framsóknar-rasistum, pólitískum rétttrúnaðar-popúlistum, síðskeggjuðum handhöggvandi heiðursmorða-múslimum eða ¥°€åßµ˜ç~! Svo lýkur kosningum, rykið sest og við erum öll hér og það er enginn að fara neitt. Þá er þörf á að ræða saman og reyna að skilja hvað gerðist. Hvernig stendur á því að önnur eins tilfinningabylgja skuli geta gengið yfir eina þjóð og haft augljós pólitísk áhrif? Þar sem er reykur þar er eldur segja menn. Eins mætti segja: Þar sem er andúð þar er skömm.Tími samræðunnar Skyldi andúðin sem leyst var úr læðingi í moskumálinu m.a. eiga rætur í sameiginlegri skömm? Allt frá því við hjónin vorum ungt háskólafólk á 9. áratugnum og „uppakynslóðin“ var og hét teljum við að tilfinning almennings fyrir því að vera peð í samfélaginu hafi farið stigvaxandi og að hún hafi náð vissum hæðum í fjármálabólunni og hruninu. Auðvitað eru engar svona skýringar tæmandi. Samt grunar okkur að dræm kjörsókn ásamt andúðar- og skammarmiðaðri kosningaumræðu eigi að hluta til skýringu sína í því að stórir hlutar samfélagsins upplifi sig setta til hliðar með einum eða öðrum hætti og að þjóðin sem heild sé þjökuð af þeirri spennu sem fylgi vaxandi mismunun. Hvers vegna ætti maður að taka þátt í kosningum í samfélagi sem sífellt skammar mann og bregður fyrir mann fæti? Og þegar hið opinbera samtal er lítið annað en skömm og ásökun, andúð og afsakanir er þá ekki rökrétt að grípa fegins hendi þegar kostur gefst á því að varpa skömminni á tiltekna þjóðfélagshópa? Ég er þó ekki síðskeggjaður múslimi eða grunsamlegur innflytjandi frá Austur-Evrópu. Ég er þó ekki hættulegur og óhreinn eins og sumir. Og þegar allt er hvort eð er ekkert annað en keppni um að koma sér að er þá ekki best að vera í góða liðinu, hafa fallegustu og réttustu skoðanirnar og vera slyngastur við að koma þeim á framfæri svo að maður sé örugglega hreinn og geðfelldur, óumdeildur og jafnvel sérfræðingur! Í nútímasamfélagi skammar og andúðar eru sérfræðingar þeir einu sem eru hólpnir, því þeir hafa engin trúarbrögð. Sérfræðingurinn er sá eini sem ekki þarf að skammast sín. Hann gefur álit en óhreinkar sig ekki, horfir án þess að snerta, gaumgæfir til þess að meta en er sjálfur ósnertur af öllu og öllum. Hann á sjónarhorn guðsins sem dó einhvers staðar í allri óreiðunni – hið hlutlausa sjónarhorn. Getur hugsast að nú sé að renna upp tími samræðunnar? Að við getum farið að setjast yfir verkefnið að vera manneskjur, hræddar og auðsæranlegar manneskjur sem erum hvert og eitt að reyna að finna út úr tilverunni og óttumst ekkert meir en þá stöðu að við eða börnin okkar sitji uppi með Svarta Pétur við spilaborð lífsins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Nú þegar sveitarstjórnarkosningar með sinni óvæntu trúarbragðaumræðu eru að baki langar okkur að fylgja eftir grein okkar sem birtist í Morgunblaðinu og á vef þjóðkirkjunnar, tru.is, þann 30. maí sl. og bar heitið stóra moskumálið. Þar leiddum við rök að því að þau viðhorf sem forysta Framsóknar í Reykjavík bar fram varðandi stöðu ólíkra trúarbragða í borginni sé í grunninn ekki svo fjarri því viðhorfi sem Siðmennt hefur haldið á lofti og hlotið stuðning fráfarandi mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Framsóknarforystan í borginni mælir fram með meirihlutavaldi í trúarefnum á meðan mannréttindaráðsmenn vilja í krafti sama valds halda orðræðu trúarbragða utan almannarýmisins en einskorða hið opinbera samtal við almenn siðgildi byggð á veraldlegri heimsmynd og mannhyggju. Í grein okkar hvetjum við til þess að farin sé þriðja leiðin þótt ekki sé hún fyrirhafnarlaus; að ástunda samræðu og miðla gildum þvert á allar hugmyndir um aðgreiningu hins opinbera lífs frá einkalífinu. Segja má að tvær tilfinningar hafi einkennt moskumálið eins og það birtist í þjóðarsamtalinu. Annars vegar lá andúð í loftinu og var markvisst beitt á báða bóga og svo var öll umræðan líka skammar-miðuð ef svo má að orði komast. Andúð og skömm eru sterkar tilfinningar sem eiga mikla viðspyrnu innra með okkur hverju og einu. Þyngsta skömm sem hægt er að hugsa sér er líklega sú að vera viðfangsefni andúðar í eigin samfélagi. Þar vill enginn lenda. Þess vegna hendum við andúðinni og skömminni á milli okkar, enginn vill sjá þær stöllur en miklu heldur hafa þær á tryggum stað hjá einhverjum öðrum; framsóknar-rasistum, pólitískum rétttrúnaðar-popúlistum, síðskeggjuðum handhöggvandi heiðursmorða-múslimum eða ¥°€åßµ˜ç~! Svo lýkur kosningum, rykið sest og við erum öll hér og það er enginn að fara neitt. Þá er þörf á að ræða saman og reyna að skilja hvað gerðist. Hvernig stendur á því að önnur eins tilfinningabylgja skuli geta gengið yfir eina þjóð og haft augljós pólitísk áhrif? Þar sem er reykur þar er eldur segja menn. Eins mætti segja: Þar sem er andúð þar er skömm.Tími samræðunnar Skyldi andúðin sem leyst var úr læðingi í moskumálinu m.a. eiga rætur í sameiginlegri skömm? Allt frá því við hjónin vorum ungt háskólafólk á 9. áratugnum og „uppakynslóðin“ var og hét teljum við að tilfinning almennings fyrir því að vera peð í samfélaginu hafi farið stigvaxandi og að hún hafi náð vissum hæðum í fjármálabólunni og hruninu. Auðvitað eru engar svona skýringar tæmandi. Samt grunar okkur að dræm kjörsókn ásamt andúðar- og skammarmiðaðri kosningaumræðu eigi að hluta til skýringu sína í því að stórir hlutar samfélagsins upplifi sig setta til hliðar með einum eða öðrum hætti og að þjóðin sem heild sé þjökuð af þeirri spennu sem fylgi vaxandi mismunun. Hvers vegna ætti maður að taka þátt í kosningum í samfélagi sem sífellt skammar mann og bregður fyrir mann fæti? Og þegar hið opinbera samtal er lítið annað en skömm og ásökun, andúð og afsakanir er þá ekki rökrétt að grípa fegins hendi þegar kostur gefst á því að varpa skömminni á tiltekna þjóðfélagshópa? Ég er þó ekki síðskeggjaður múslimi eða grunsamlegur innflytjandi frá Austur-Evrópu. Ég er þó ekki hættulegur og óhreinn eins og sumir. Og þegar allt er hvort eð er ekkert annað en keppni um að koma sér að er þá ekki best að vera í góða liðinu, hafa fallegustu og réttustu skoðanirnar og vera slyngastur við að koma þeim á framfæri svo að maður sé örugglega hreinn og geðfelldur, óumdeildur og jafnvel sérfræðingur! Í nútímasamfélagi skammar og andúðar eru sérfræðingar þeir einu sem eru hólpnir, því þeir hafa engin trúarbrögð. Sérfræðingurinn er sá eini sem ekki þarf að skammast sín. Hann gefur álit en óhreinkar sig ekki, horfir án þess að snerta, gaumgæfir til þess að meta en er sjálfur ósnertur af öllu og öllum. Hann á sjónarhorn guðsins sem dó einhvers staðar í allri óreiðunni – hið hlutlausa sjónarhorn. Getur hugsast að nú sé að renna upp tími samræðunnar? Að við getum farið að setjast yfir verkefnið að vera manneskjur, hræddar og auðsæranlegar manneskjur sem erum hvert og eitt að reyna að finna út úr tilverunni og óttumst ekkert meir en þá stöðu að við eða börnin okkar sitji uppi með Svarta Pétur við spilaborð lífsins?
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun