Fjöldamorð þaggað niður Ólafur Þ. Stephensen skrifar 5. júní 2014 07:00 Í gær voru liðin 25 ár frá því kínversk stjórnvöld frömdu fjöldamorð á mótmælendum á Torgi hins himneska friðar í Peking. Mörg hundruð manns, aðallega ungt fólk, voru drepin fyrir að krefjast mannréttinda, frelsis og lýðræðis. Mikill viðbúnaður var af hálfu stjórnvalda í Peking í gær til að koma í veg fyrir að grimmdarverkanna yrði minnzt með nokkrum hætti. Í aðdraganda tímamótanna hafa útsendarar Kínastjórnar sett að minnsta kosti 66 andófsmenn í varðhald eða stofufangelsi, að því er mannréttindasamtökin Amnesty International hafa staðreynt. Gengið hefur verið enn lengra í að þagga niður alla umræðu en fyrir fimm árum, þegar 20 ár voru liðin frá atburðunum. Kínversk stjórnvöld hafa aldrei viðurkennt glæpina sem voru framdir 4. júní 1989. Þau hafa raunar lagt mikið á sig til að reyna að fá þátttakendur í mótmælunum á torginu til að gleyma því líka hvað átti sér stað. Í gær birtust í bandarískum fjölmiðlum viðtöl við Fang Zheng, einn af námsmönnunum sem mótmæltu á torginu 1989. Hann missti báða fætur þegar skriðdreki ók yfir hann. Hann hafði þá rétt náð að bjarga meðvitundarlausri stúlku frá því að verða undir skriðdrekanum. Strax á sjúkrahúsinu, þar sem hann var til meðhöndlunar, reyndu útsendarar stjórnvalda að fá hann til að viðurkenna að hann hefði beitt ofbeldi og skriðdrekastjórinn ekki átt annars kost en að aka yfir hann. „Það fyrsta sem þeir vildu að ég gerði var að gleyma sannleikanum, snúa staðreyndunum á haus. Þetta var stöðug barátta. Þeir vildu að ég hylmdi yfir það sem gerðist,“ segir Fang í viðtali við Epoch Times. Honum var síðar neitað um að taka þátt í íþróttamótum fatlaðra nema hann lygi til um hvernig hann missti fæturna. Eftir 20 ára baráttu, þar sem stöðugt var lagt að honum að segja ekki sannleikann, flutti hann til Bandaríkjanna. Amnesty krafðist þess í gær af Kínastjórn að hún viðurkenndi mannréttindabrotin 1989, efndi til opinberrar rannsóknar á atburðunum og drægi þá til ábyrgðar sem stóðu fyrir fjöldamorðunum. Amnesty krefst þess líka að aðstandendum fórnarlambanna verði greiddar bætur og áreitni og ofsóknum á hendur þeim sem ræða opinberlega um atburðina verði hætt. Það er ágætt að rifja upp þegar ráðamennirnir okkar brosa á myndum með kínverskum kollegum sínum og tala um gildi aukins samstarfs við Kína hvers konar ríki er um að ræða. Þótt Kína hafi tekið upp markaðsbúskap er það ekki frjálslynt lýðræðisríki. Það er einræðisríki, þar sem mannréttindabrot og skoðanakúgun er daglegt brauð. Það er sjálfsagt að eiga samskipti og viðskipti við Kína eins og önnur ríki, en íslenzk stjórnvöld eiga að nota öll tækifæri til að taka undir kröfur Amnesty og fleiri mannréttindasamtaka um að þessi partur kínverskrar sögu verði gerður upp. Hjörleifur Sveinbjörnsson, sem bjó lengi í Kína, benti á það í grein í Fréttablaðinu í gær að slíkt uppgjör, á hvaða formi sem væri, væri til marks um stefnubreytingu hjá kínverskum stjórnvöldum. Við eigum að nýta tengsl okkar við Kína til að ýta undir slíka breytingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Í gær voru liðin 25 ár frá því kínversk stjórnvöld frömdu fjöldamorð á mótmælendum á Torgi hins himneska friðar í Peking. Mörg hundruð manns, aðallega ungt fólk, voru drepin fyrir að krefjast mannréttinda, frelsis og lýðræðis. Mikill viðbúnaður var af hálfu stjórnvalda í Peking í gær til að koma í veg fyrir að grimmdarverkanna yrði minnzt með nokkrum hætti. Í aðdraganda tímamótanna hafa útsendarar Kínastjórnar sett að minnsta kosti 66 andófsmenn í varðhald eða stofufangelsi, að því er mannréttindasamtökin Amnesty International hafa staðreynt. Gengið hefur verið enn lengra í að þagga niður alla umræðu en fyrir fimm árum, þegar 20 ár voru liðin frá atburðunum. Kínversk stjórnvöld hafa aldrei viðurkennt glæpina sem voru framdir 4. júní 1989. Þau hafa raunar lagt mikið á sig til að reyna að fá þátttakendur í mótmælunum á torginu til að gleyma því líka hvað átti sér stað. Í gær birtust í bandarískum fjölmiðlum viðtöl við Fang Zheng, einn af námsmönnunum sem mótmæltu á torginu 1989. Hann missti báða fætur þegar skriðdreki ók yfir hann. Hann hafði þá rétt náð að bjarga meðvitundarlausri stúlku frá því að verða undir skriðdrekanum. Strax á sjúkrahúsinu, þar sem hann var til meðhöndlunar, reyndu útsendarar stjórnvalda að fá hann til að viðurkenna að hann hefði beitt ofbeldi og skriðdrekastjórinn ekki átt annars kost en að aka yfir hann. „Það fyrsta sem þeir vildu að ég gerði var að gleyma sannleikanum, snúa staðreyndunum á haus. Þetta var stöðug barátta. Þeir vildu að ég hylmdi yfir það sem gerðist,“ segir Fang í viðtali við Epoch Times. Honum var síðar neitað um að taka þátt í íþróttamótum fatlaðra nema hann lygi til um hvernig hann missti fæturna. Eftir 20 ára baráttu, þar sem stöðugt var lagt að honum að segja ekki sannleikann, flutti hann til Bandaríkjanna. Amnesty krafðist þess í gær af Kínastjórn að hún viðurkenndi mannréttindabrotin 1989, efndi til opinberrar rannsóknar á atburðunum og drægi þá til ábyrgðar sem stóðu fyrir fjöldamorðunum. Amnesty krefst þess líka að aðstandendum fórnarlambanna verði greiddar bætur og áreitni og ofsóknum á hendur þeim sem ræða opinberlega um atburðina verði hætt. Það er ágætt að rifja upp þegar ráðamennirnir okkar brosa á myndum með kínverskum kollegum sínum og tala um gildi aukins samstarfs við Kína hvers konar ríki er um að ræða. Þótt Kína hafi tekið upp markaðsbúskap er það ekki frjálslynt lýðræðisríki. Það er einræðisríki, þar sem mannréttindabrot og skoðanakúgun er daglegt brauð. Það er sjálfsagt að eiga samskipti og viðskipti við Kína eins og önnur ríki, en íslenzk stjórnvöld eiga að nota öll tækifæri til að taka undir kröfur Amnesty og fleiri mannréttindasamtaka um að þessi partur kínverskrar sögu verði gerður upp. Hjörleifur Sveinbjörnsson, sem bjó lengi í Kína, benti á það í grein í Fréttablaðinu í gær að slíkt uppgjör, á hvaða formi sem væri, væri til marks um stefnubreytingu hjá kínverskum stjórnvöldum. Við eigum að nýta tengsl okkar við Kína til að ýta undir slíka breytingu.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun