Haltu kjafti, eldaðu og vertu mjórri Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. júní 2014 07:00 Tölvuleikir fyrir ung börn hafa verið í sviðsljósinu undanfarið og athygli verið vakin á þeim gríðarlega mun sem er á innihaldi slíkra leikja eftir því hvort þeir eru markaðssettir fyrir drengi eða stúlkur. Fjögurra til sex ára strákar eiga að læra að lesa og leysa þrautir en stelpur á sama aldri eiga að læra hvernig konur geti orðið sætari og mjórri og svo eiga þær auðvitað að læra að elda. Lengst gengur sennilega leikurinn Plastic Surgery þar sem málið snýst um að framkvæma rafrænt fitusog og aðrar fegrunaraðgerðir á þar til gerðum eftirmyndum of feitra kvenna. Sá leikur hefur reyndar verið fjarlægður af Google Play og App Store en er enn í boði á ýmsum vefsíðum sem bjóða upp á leiki fyrir börn, þrátt fyrir hávær mótmæli úr ýmsum áttum.Í samtali við Vísi í gær sagði Auður Magndís Auðardóttir, verkefnisstjóri Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, að sala á slíkum leikjum væri mjög skiljanleg út frá markaðssjónarmiði. „Já, fegurðarbransinn veltir milljörðum og þetta eru tilraunir til að móta stúlkur frá unga aldri. Þannig að ef maður horfir á þetta bara útfrá markaðsfræði er þetta ekkert skrítið,“ sagði hún. Sjónarmið út af fyrir sig en vekur óneitanlega upp spurningar um það hvort virkilega sé markaður fyrir lýtaaðgerðaleiki fyrir fjögurra til sex ára stúlkubörn. Börn á þeim aldri kaupa sér væntanlega ekki tölvuleikina sjálf þannig að ef það er eftirspurn markaðarins eftir slíkum leikjum sem framboðinu ræður hljóta það að vera foreldrarnir sem fóðra börnin sín á þessu. Getur það virkilega verið? Það er auðvelt og átakalítið að hneykslast á peningagræðgi stóra ljóta markaðsúlfsins sem er að halda þessum ósóma að börnunum okkar en um leið ógerlegt að horfa framhjá þeirri staðreynd að ef þessir leikir seljast ekki er framleiðslu þeirra fljótlega hætt. Þannig virkar sá úlfur nú einu sinni. Ábyrgðin liggur því fyrst og síðast hjá foreldrum stúlkna á þessum aldri - og öllum aldri ef út í það er farið - að kaupa ekki þessa mannskemmandi leiki og aðrar staðalímyndaviðhaldandi markaðsvörur. Það erum við sem erum fyrirmyndir og uppalendur barnanna okkar, ekki einhver misvitur leikjafyrirtæki úti í heimi. Bakslagið í kynjaumræðunni er ekki markaðsöflunum að kenna heldur okkur sjálfum. Á meðan við látum okkur detta í hug að fóðra dætur okkar á fegrunaraðgerðaleikjum og stöðluðum prinsessufyrirmyndum mun ekkert breytast. Og þótt rafrænir ranghalar internetsins séu vandrataðir þá ætti það að vera á færi hvers foreldris að koma í veg fyrir að börnin þeirra leiki sér í slíkum leikjum. Kostar auðvitað tíma og yfirlegu en hlýtur að vera margfaldlega þess virði þegar upp er staðið. Hvaða foreldri vill að dóttir þess hafi þær hugmyndir að hlutverk kvenna sé fyrst og fremst að vera sætar? Eða liggur vandinn kannski einmitt í því að foreldrar sjái ekkert athugavert við þá afstöðu? Þá er virkilega kominn tími á nýja kvennabyltingu - og það strax í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Tölvuleikir fyrir ung börn hafa verið í sviðsljósinu undanfarið og athygli verið vakin á þeim gríðarlega mun sem er á innihaldi slíkra leikja eftir því hvort þeir eru markaðssettir fyrir drengi eða stúlkur. Fjögurra til sex ára strákar eiga að læra að lesa og leysa þrautir en stelpur á sama aldri eiga að læra hvernig konur geti orðið sætari og mjórri og svo eiga þær auðvitað að læra að elda. Lengst gengur sennilega leikurinn Plastic Surgery þar sem málið snýst um að framkvæma rafrænt fitusog og aðrar fegrunaraðgerðir á þar til gerðum eftirmyndum of feitra kvenna. Sá leikur hefur reyndar verið fjarlægður af Google Play og App Store en er enn í boði á ýmsum vefsíðum sem bjóða upp á leiki fyrir börn, þrátt fyrir hávær mótmæli úr ýmsum áttum.Í samtali við Vísi í gær sagði Auður Magndís Auðardóttir, verkefnisstjóri Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, að sala á slíkum leikjum væri mjög skiljanleg út frá markaðssjónarmiði. „Já, fegurðarbransinn veltir milljörðum og þetta eru tilraunir til að móta stúlkur frá unga aldri. Þannig að ef maður horfir á þetta bara útfrá markaðsfræði er þetta ekkert skrítið,“ sagði hún. Sjónarmið út af fyrir sig en vekur óneitanlega upp spurningar um það hvort virkilega sé markaður fyrir lýtaaðgerðaleiki fyrir fjögurra til sex ára stúlkubörn. Börn á þeim aldri kaupa sér væntanlega ekki tölvuleikina sjálf þannig að ef það er eftirspurn markaðarins eftir slíkum leikjum sem framboðinu ræður hljóta það að vera foreldrarnir sem fóðra börnin sín á þessu. Getur það virkilega verið? Það er auðvelt og átakalítið að hneykslast á peningagræðgi stóra ljóta markaðsúlfsins sem er að halda þessum ósóma að börnunum okkar en um leið ógerlegt að horfa framhjá þeirri staðreynd að ef þessir leikir seljast ekki er framleiðslu þeirra fljótlega hætt. Þannig virkar sá úlfur nú einu sinni. Ábyrgðin liggur því fyrst og síðast hjá foreldrum stúlkna á þessum aldri - og öllum aldri ef út í það er farið - að kaupa ekki þessa mannskemmandi leiki og aðrar staðalímyndaviðhaldandi markaðsvörur. Það erum við sem erum fyrirmyndir og uppalendur barnanna okkar, ekki einhver misvitur leikjafyrirtæki úti í heimi. Bakslagið í kynjaumræðunni er ekki markaðsöflunum að kenna heldur okkur sjálfum. Á meðan við látum okkur detta í hug að fóðra dætur okkar á fegrunaraðgerðaleikjum og stöðluðum prinsessufyrirmyndum mun ekkert breytast. Og þótt rafrænir ranghalar internetsins séu vandrataðir þá ætti það að vera á færi hvers foreldris að koma í veg fyrir að börnin þeirra leiki sér í slíkum leikjum. Kostar auðvitað tíma og yfirlegu en hlýtur að vera margfaldlega þess virði þegar upp er staðið. Hvaða foreldri vill að dóttir þess hafi þær hugmyndir að hlutverk kvenna sé fyrst og fremst að vera sætar? Eða liggur vandinn kannski einmitt í því að foreldrar sjái ekkert athugavert við þá afstöðu? Þá er virkilega kominn tími á nýja kvennabyltingu - og það strax í dag.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun