Hvers vegna er RIFF mikilvæg fyrir fjölmenningarsamfélagið? Ottó Tynes skrifar 16. júní 2014 07:00 Það er hægt að deila um hvort alheimsvæðing sé jákvæð framför eða ekki en engu að síður er hún augljós staðreynd. Helsta afleiðing alheimsvæðingarinnar á samfélög er óhjákvæmileg blöndun kynþátta, trúarbragða og ólíkra menningarheima. Þetta er það sem almennt er kallað fjölmenning. Sumir eiga bágt með að samþykkja slíka blöndun og einblína á neikvæðar hliðar hennar. Þeir álíta sig ekki endilega fordómafulla; hafa ekkert á móti „þessu fólki“ eða ólíkum viðhorfum og siðum – en eru oftar en ekki þeirrar skoðunar að það sem er öðruvísi eða ólíkt því sem þeir eiga að venjast eigi betur heima annarstaðar. Oft eru þessi viðhorf skilgreind sem fordómar. Ég leyfi mér að fullyrða að það er sjaldnast hrein illska sem liggur að baki slíkum fordómum. Ástæðan er miklu frekar skortur á skilningi, umburðarlyndi og þekkingu á því sem telst vera öðruvísi. Þar að auki er margt sem hefur áhrif á þessar skoðanir fólks og nægir þar að nefna einhæfar staðalmyndir ólíkra menningar- og trúarhópa sem birtast okkur í fjölmiðlum og vestrænni dægurmenningu – þ.á.m. í kvikmyndum. Enginn efast um áhrifamátt kvikmyndanna. Hér á landi getum við nálgast afþreyingu í hæsta gæðaflokki en vert er að benda á að íslensk afþreying er í aðra röndina hálfgerð framlenging á vestrænni dægurmenningu. Það mætti hæglega færa fyrir því rök að heimssýnin sem birtist í þessu afþreyingarefni sé einhliða og endurspegli ekki þann menningarlega fjölbreytileika sem þrífst hérlendis (eða bara hvar sem er).Upplýsandi reynsla Við sem störfum hjá Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) erum sannfærð um að upplifunin við að horfa á þær kvikmyndir sem sýndar eru á hátíðinni séu oftar en ekki upplýsandi og áhrifamikil reynsla sem áhorfendur taki með sér út í lífið. Kvikmyndahátíðin RIFF hefur þá sérstöðu að sameina ólíka menningarheima og býður gestum sínum inn í alþjóðlega veröld sem endurspeglar áhugaverðar sögur frá fjölbreytilegum og ólíkum samfélögum. Þannig viljum við meina að hátíðin stuðli á ákveðinn hátt að víðsýni og dragi jafnvel úr fordómum fyrir því sem kann að þykja öðruvísi. Í fjölmenningarsamfélagi eins og því sem er á Íslandi er nauðsynlegt að rækta umburðarlyndi og skilning gagnvart samborgurum sínum. Það er ekki bara skynsamlegt og réttlátt heldur snýr einnig að grundvallarmannréttindum. Við hjá RIFF kvikmyndahátíð erum stolt af því að geta miðlað ólíkum menningarheimum, viðhorfum og sögum til Íslendinga á alþjóðlegum vettvangi. Við vonumst því til að sjá sem flesta á RIFF-hátíðinni í september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein RIFF Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er hægt að deila um hvort alheimsvæðing sé jákvæð framför eða ekki en engu að síður er hún augljós staðreynd. Helsta afleiðing alheimsvæðingarinnar á samfélög er óhjákvæmileg blöndun kynþátta, trúarbragða og ólíkra menningarheima. Þetta er það sem almennt er kallað fjölmenning. Sumir eiga bágt með að samþykkja slíka blöndun og einblína á neikvæðar hliðar hennar. Þeir álíta sig ekki endilega fordómafulla; hafa ekkert á móti „þessu fólki“ eða ólíkum viðhorfum og siðum – en eru oftar en ekki þeirrar skoðunar að það sem er öðruvísi eða ólíkt því sem þeir eiga að venjast eigi betur heima annarstaðar. Oft eru þessi viðhorf skilgreind sem fordómar. Ég leyfi mér að fullyrða að það er sjaldnast hrein illska sem liggur að baki slíkum fordómum. Ástæðan er miklu frekar skortur á skilningi, umburðarlyndi og þekkingu á því sem telst vera öðruvísi. Þar að auki er margt sem hefur áhrif á þessar skoðanir fólks og nægir þar að nefna einhæfar staðalmyndir ólíkra menningar- og trúarhópa sem birtast okkur í fjölmiðlum og vestrænni dægurmenningu – þ.á.m. í kvikmyndum. Enginn efast um áhrifamátt kvikmyndanna. Hér á landi getum við nálgast afþreyingu í hæsta gæðaflokki en vert er að benda á að íslensk afþreying er í aðra röndina hálfgerð framlenging á vestrænni dægurmenningu. Það mætti hæglega færa fyrir því rök að heimssýnin sem birtist í þessu afþreyingarefni sé einhliða og endurspegli ekki þann menningarlega fjölbreytileika sem þrífst hérlendis (eða bara hvar sem er).Upplýsandi reynsla Við sem störfum hjá Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) erum sannfærð um að upplifunin við að horfa á þær kvikmyndir sem sýndar eru á hátíðinni séu oftar en ekki upplýsandi og áhrifamikil reynsla sem áhorfendur taki með sér út í lífið. Kvikmyndahátíðin RIFF hefur þá sérstöðu að sameina ólíka menningarheima og býður gestum sínum inn í alþjóðlega veröld sem endurspeglar áhugaverðar sögur frá fjölbreytilegum og ólíkum samfélögum. Þannig viljum við meina að hátíðin stuðli á ákveðinn hátt að víðsýni og dragi jafnvel úr fordómum fyrir því sem kann að þykja öðruvísi. Í fjölmenningarsamfélagi eins og því sem er á Íslandi er nauðsynlegt að rækta umburðarlyndi og skilning gagnvart samborgurum sínum. Það er ekki bara skynsamlegt og réttlátt heldur snýr einnig að grundvallarmannréttindum. Við hjá RIFF kvikmyndahátíð erum stolt af því að geta miðlað ólíkum menningarheimum, viðhorfum og sögum til Íslendinga á alþjóðlegum vettvangi. Við vonumst því til að sjá sem flesta á RIFF-hátíðinni í september.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun