Ekki viss um hver sé mín sterkasta grein Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. júní 2014 06:30 Jóhann Björn hefur tekið miklum framförum á hlaupabrautinni í vor og stefnir í spennandi tímabil hjá honum í sumar. fréttablaðið/pjetur Jóhann Björn Sigurbjörnsson, nítján ára Sauðkrækingur, bætti nýverið tvö aldursflokkamet í 200 m hlaupi karla er hann hljóp vegalengdina á 21,36 sekúndum. Um leið náði hann lágmarkinu fyrir HM ungmenna sem fram fer í Oregon í Bandaríkjunum í sumar en þessi frábæri árangur kom honum sjálfum meira að segja á óvart. „Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist,“ sagði Jóhann Björn í samtali við Fréttablaðið en metið bætti hann á frjálsíþróttavellinum á Sauðárkróki á sunnudag. „Ég var á heimavelli og því vanur að hlaupa á brautinni. Það var nýbúið að rigna og veðrið varð allt í einu mjög gott. Maður heyrði í fuglunum og ég hitti bara á eitthvert gott augnablik.“ Hann hafði aldrei farið undir 22 sekúndur áður og því átti hann ekki endilega von á að ná lágmarkinu fyrir HM, sem er 21,50 sekúndur. „Það var örugglega besta tilfinningin að ná því. Það var í raun alveg svakalegt,“ sagði hann í léttum dúr.Bætti 26 ára gamalt met Aðeins nokkrum dögum áður sló Jóhann Björn 26 ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í 100 m hlaupi í flokki 18-19 ára. Þá hljóp hann á 10,71 sekúndu en til að ná lágmarkinu fyrir HM í Eugene þarf hann að hlaupa á 10,55 sekúndum og bæta met Jóns Arnars í fullorðinsflokki um einn hundraðshluta úr sekúndu. „Ég verð bara að sjá til hvernig næsta hlaup gengur hjá mér og sjá svo til. Fyrir fram reiknaði ég ekki með að ná þessu en ef ég næ góðu hlaupi er aldrei að vita,“ segir hann af mikilli hógværð. Jóhann Björn hélt í gær til Georgíu þar sem hann keppir í 100 m hlaupi fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni landsliða. Eftir það heldur hann til Gautaborgar í Svíþjóð þar sem hann tekur þátt í alþjóðlegu móti í öllum sínum greinum – 100 m, 200 m og 400 m hlaupum. En hver skyldi vera hans sterkasta grein? „Ég og þjálfarinn minn vorum alltaf að hugsa um HM-lágmarkið í 400 m hlaupi og við erum því ekki alveg vissir um hver mín sterkasta grein sé. Þjálfarinn minn segir að ég geti hlaupið allt mjög vel og því ætla ég að reyna að gera eins vel og ég mögulega get í öllum greinum,“ segir hann en hann er enn talsvert frá lágmarkinu í 400 m hlaupinu. „Ég held að ég þurfi ekki annað en að ná einu góðu hlaupi sem ég geri vonandi í Gautaborg.“Samkeppnin af hinu góða Akureyringurinn Kolbeinn Höður Gunnarsson er jafnaldri Jóhanns Björns og keppinautur í styttri vegalengdunum. Jóhann Björn segir þá hins vegar góða vini. „Það hefur verið mikil samvinna á milli okkar og við erum mjög góðir vinir. Samkeppnin er þar að auki nauðsynleg og verða litlar framfarir án hennar. Við njótum því góðs af þessu báðir.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Í beinni: Ísrael - Ísland | HM-sætið blasir við stelpunum okkar Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Í beinni: Lyon - Man. Utd | Onana og Matic hófu stríðið Í beinni: Tottenham - Frankfurt | Grýtt leið til að bjarga tímabilinu Í beinni: Celje - Fiorentina | Kemst Albert í undanúrslit? Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Sjá meira
Jóhann Björn Sigurbjörnsson, nítján ára Sauðkrækingur, bætti nýverið tvö aldursflokkamet í 200 m hlaupi karla er hann hljóp vegalengdina á 21,36 sekúndum. Um leið náði hann lágmarkinu fyrir HM ungmenna sem fram fer í Oregon í Bandaríkjunum í sumar en þessi frábæri árangur kom honum sjálfum meira að segja á óvart. „Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist,“ sagði Jóhann Björn í samtali við Fréttablaðið en metið bætti hann á frjálsíþróttavellinum á Sauðárkróki á sunnudag. „Ég var á heimavelli og því vanur að hlaupa á brautinni. Það var nýbúið að rigna og veðrið varð allt í einu mjög gott. Maður heyrði í fuglunum og ég hitti bara á eitthvert gott augnablik.“ Hann hafði aldrei farið undir 22 sekúndur áður og því átti hann ekki endilega von á að ná lágmarkinu fyrir HM, sem er 21,50 sekúndur. „Það var örugglega besta tilfinningin að ná því. Það var í raun alveg svakalegt,“ sagði hann í léttum dúr.Bætti 26 ára gamalt met Aðeins nokkrum dögum áður sló Jóhann Björn 26 ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í 100 m hlaupi í flokki 18-19 ára. Þá hljóp hann á 10,71 sekúndu en til að ná lágmarkinu fyrir HM í Eugene þarf hann að hlaupa á 10,55 sekúndum og bæta met Jóns Arnars í fullorðinsflokki um einn hundraðshluta úr sekúndu. „Ég verð bara að sjá til hvernig næsta hlaup gengur hjá mér og sjá svo til. Fyrir fram reiknaði ég ekki með að ná þessu en ef ég næ góðu hlaupi er aldrei að vita,“ segir hann af mikilli hógværð. Jóhann Björn hélt í gær til Georgíu þar sem hann keppir í 100 m hlaupi fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni landsliða. Eftir það heldur hann til Gautaborgar í Svíþjóð þar sem hann tekur þátt í alþjóðlegu móti í öllum sínum greinum – 100 m, 200 m og 400 m hlaupum. En hver skyldi vera hans sterkasta grein? „Ég og þjálfarinn minn vorum alltaf að hugsa um HM-lágmarkið í 400 m hlaupi og við erum því ekki alveg vissir um hver mín sterkasta grein sé. Þjálfarinn minn segir að ég geti hlaupið allt mjög vel og því ætla ég að reyna að gera eins vel og ég mögulega get í öllum greinum,“ segir hann en hann er enn talsvert frá lágmarkinu í 400 m hlaupinu. „Ég held að ég þurfi ekki annað en að ná einu góðu hlaupi sem ég geri vonandi í Gautaborg.“Samkeppnin af hinu góða Akureyringurinn Kolbeinn Höður Gunnarsson er jafnaldri Jóhanns Björns og keppinautur í styttri vegalengdunum. Jóhann Björn segir þá hins vegar góða vini. „Það hefur verið mikil samvinna á milli okkar og við erum mjög góðir vinir. Samkeppnin er þar að auki nauðsynleg og verða litlar framfarir án hennar. Við njótum því góðs af þessu báðir.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Í beinni: Ísrael - Ísland | HM-sætið blasir við stelpunum okkar Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Í beinni: Lyon - Man. Utd | Onana og Matic hófu stríðið Í beinni: Tottenham - Frankfurt | Grýtt leið til að bjarga tímabilinu Í beinni: Celje - Fiorentina | Kemst Albert í undanúrslit? Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti