Too big to semj Pawel Bartoszek skrifar 27. júní 2014 10:40 Í þriðja skipti á örskömmum tíma er lagasetningu, eða í það minnsta hótun um lagasetningu, beitt í þágu fyrirtækis sem getur ekki samið um kaup við starfsfólk sitt. Lög voru sett á verkfall flugmanna hjá Icelandair, lög hefðu án efa verið sett á verkfall flugfreyja hjá Icelandair og það var nánast búið að setja lög á verkfall flugvirkja hjá Icelandair áður en flugvirkjarnir hættu við sínar aðgerðir. Enn á ný hófst tal um að fámenn hálaunastétt ætti ekki að fá að lama samgöngur til og frá landinu. Ágætlega heppnuð áróðursrök. Fólki er illa við að fólk hafi há laun. Fólki er illa við fólk sem truflar sumarfrí annars fólks. Við Íslendingar erum háðir flugi þegar kemur að samgöngum til og frá landinu og auðvitað mætti fallast á það að ein stétt á ekki að fá að „lama samgöngur“ sama hve há eða lág laun hennar eru. En þessi rök hefðu kannski átt við um flugumferðarstjóra eða aðrar opinberar eða hálfopinberar stéttir þar sem erfiðara er að ímynda sér samkeppni. En hvorki flugmenn, flugfreyjur eða flugvirkjar eru dæmi um þannig stéttir. Vel að merkja eru flugmenn, flugfreyjur og flugvirkjar eins fyrirtækis alls ekki „stéttir“. Þetta eru starfsmenn eins fyrirtækis.Lömuðust samgöngur? Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst 16. júní klukkan 6.00. Það sem eftir leið dags fóru 15 flug frá Íslandi. Átta þeirra voru á vegum Wow en það fóru einnig flugvélar frá Delta Air, SAS, Atlantic Airways, easyJet og Lufthansa. Til viðbótar fljúga AirBerlin, GermanWings og Norwegian til landsins auk nokkurra leiguflugfélaga. Ekkert áðurnefndra flugfélaga lenti í vandræðum með kaup á nauðsynlegri þjónustu fyrir flug sín þennan dag. Öll þeirra græddu. Icelandair tapaði. Segjum að verkfallið hjá Icelandair hefði staðið yfir í viku. Það hefði verið glatað fyrir Icelandair. Það hefði verið glatað fyrir marga aðila í ferðaþjónustubransanum. Það hefði verið svolítið glatað fyrir marga Íslendinga sem hefðu keypt sér miða með Icelandair þá vikuna. Þeir hefðu þurft að breyta sínum plönum. Þeir hefðu væntanlega fengið endurgreitt og hefðu getað keypt sér far með öðrum flugfélögum. Önnur flugfélög hefðu hugsanlega getað bætt inn flugferðum til að dekka eftirspurnina. Þau hefðu getað stokkið inn í bestu afgreiðslutímana á Keflavíkurflugvelli sem Icelandair heldur í krafti hefðarréttar. Samkeppni hefði eflst.Lög á bensínverkfall hjá N1? Segjum sem svo að bensínafgreiðslumenn hjá N1 færu í verkfall. Það væri alveg glatað fyrir fyrirtækið N1 og kannski líka íbúa Hríseyjar og Grímseyjar eða annarra staða sem reiða sig á bensín frá þessu eina olíufélagi en væri einhver ástæða til setja lög á slíkt verkfall? Auðvitað ekki. Það má auðvitað alveg skilja áhyggjur sem fólk hefur af þjóðhagslegum áhrifum til skamms tíma. Og það er vissulega minni fyrirhöfn að skipta um bensínstöð en að breyta flugi. En samkeppni er samt betri en fákeppni. Annað dæmi: Veitingastaðir þurfa mjólk. Ef Mjólkursamsalan lenti í vandræðum með að semja við sitt fólk væri það líka vont fyrir ferðaþjónustuna. En ef það myndi skapa rými á markaðnum fyrir aðra framleiðendur væri það gott fyrir alla til lengdar.Of stórir til að semja Á ensku er stundum talað um að fyrirtæki séu „too big to fail“ – of stór til að geta fallið. Þá er átt við að stjórnvöld telji fyrirtækið gegna það mikilvægu hlutverki í gangverki samfélagsins að því muni örugglega verða bjargað ef það lendir í ruglinu. Það er auðvitað frábært fyrir fyrirtæki að koma sér í þá aðstöðu. Og varla verða merkin um það skýrari en þegar þing er kallað saman vegna þess að fyrirtækið getur ekki lengur sjálft samið um kaup á nauðsynlegri þjónustu. Kannski hugsuðu menn um almannahag, en þá var það almannahagur til fremur skamms tíma. Til lengdar ætti að styðja við samkeppni í stað þess að klappa fákeppninni á bakið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í þriðja skipti á örskömmum tíma er lagasetningu, eða í það minnsta hótun um lagasetningu, beitt í þágu fyrirtækis sem getur ekki samið um kaup við starfsfólk sitt. Lög voru sett á verkfall flugmanna hjá Icelandair, lög hefðu án efa verið sett á verkfall flugfreyja hjá Icelandair og það var nánast búið að setja lög á verkfall flugvirkja hjá Icelandair áður en flugvirkjarnir hættu við sínar aðgerðir. Enn á ný hófst tal um að fámenn hálaunastétt ætti ekki að fá að lama samgöngur til og frá landinu. Ágætlega heppnuð áróðursrök. Fólki er illa við að fólk hafi há laun. Fólki er illa við fólk sem truflar sumarfrí annars fólks. Við Íslendingar erum háðir flugi þegar kemur að samgöngum til og frá landinu og auðvitað mætti fallast á það að ein stétt á ekki að fá að „lama samgöngur“ sama hve há eða lág laun hennar eru. En þessi rök hefðu kannski átt við um flugumferðarstjóra eða aðrar opinberar eða hálfopinberar stéttir þar sem erfiðara er að ímynda sér samkeppni. En hvorki flugmenn, flugfreyjur eða flugvirkjar eru dæmi um þannig stéttir. Vel að merkja eru flugmenn, flugfreyjur og flugvirkjar eins fyrirtækis alls ekki „stéttir“. Þetta eru starfsmenn eins fyrirtækis.Lömuðust samgöngur? Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst 16. júní klukkan 6.00. Það sem eftir leið dags fóru 15 flug frá Íslandi. Átta þeirra voru á vegum Wow en það fóru einnig flugvélar frá Delta Air, SAS, Atlantic Airways, easyJet og Lufthansa. Til viðbótar fljúga AirBerlin, GermanWings og Norwegian til landsins auk nokkurra leiguflugfélaga. Ekkert áðurnefndra flugfélaga lenti í vandræðum með kaup á nauðsynlegri þjónustu fyrir flug sín þennan dag. Öll þeirra græddu. Icelandair tapaði. Segjum að verkfallið hjá Icelandair hefði staðið yfir í viku. Það hefði verið glatað fyrir Icelandair. Það hefði verið glatað fyrir marga aðila í ferðaþjónustubransanum. Það hefði verið svolítið glatað fyrir marga Íslendinga sem hefðu keypt sér miða með Icelandair þá vikuna. Þeir hefðu þurft að breyta sínum plönum. Þeir hefðu væntanlega fengið endurgreitt og hefðu getað keypt sér far með öðrum flugfélögum. Önnur flugfélög hefðu hugsanlega getað bætt inn flugferðum til að dekka eftirspurnina. Þau hefðu getað stokkið inn í bestu afgreiðslutímana á Keflavíkurflugvelli sem Icelandair heldur í krafti hefðarréttar. Samkeppni hefði eflst.Lög á bensínverkfall hjá N1? Segjum sem svo að bensínafgreiðslumenn hjá N1 færu í verkfall. Það væri alveg glatað fyrir fyrirtækið N1 og kannski líka íbúa Hríseyjar og Grímseyjar eða annarra staða sem reiða sig á bensín frá þessu eina olíufélagi en væri einhver ástæða til setja lög á slíkt verkfall? Auðvitað ekki. Það má auðvitað alveg skilja áhyggjur sem fólk hefur af þjóðhagslegum áhrifum til skamms tíma. Og það er vissulega minni fyrirhöfn að skipta um bensínstöð en að breyta flugi. En samkeppni er samt betri en fákeppni. Annað dæmi: Veitingastaðir þurfa mjólk. Ef Mjólkursamsalan lenti í vandræðum með að semja við sitt fólk væri það líka vont fyrir ferðaþjónustuna. En ef það myndi skapa rými á markaðnum fyrir aðra framleiðendur væri það gott fyrir alla til lengdar.Of stórir til að semja Á ensku er stundum talað um að fyrirtæki séu „too big to fail“ – of stór til að geta fallið. Þá er átt við að stjórnvöld telji fyrirtækið gegna það mikilvægu hlutverki í gangverki samfélagsins að því muni örugglega verða bjargað ef það lendir í ruglinu. Það er auðvitað frábært fyrir fyrirtæki að koma sér í þá aðstöðu. Og varla verða merkin um það skýrari en þegar þing er kallað saman vegna þess að fyrirtækið getur ekki lengur sjálft samið um kaup á nauðsynlegri þjónustu. Kannski hugsuðu menn um almannahag, en þá var það almannahagur til fremur skamms tíma. Til lengdar ætti að styðja við samkeppni í stað þess að klappa fákeppninni á bakið.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun