Lágpunkturinn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. júlí 2014 06:00 Forsætisráðherrann okkar virðist stundum í einkennilega litlum tengslum við raunveruleikann. Á föstudaginn hélt hann ræðu yfir miðstjórn Framsóknarflokksins, þar sem hann hélt áfram að kvarta sáran yfir umræðunni um mosku-útspil Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík, nokkrum dögum fyrir borgarstjórnarkosningarnar. „Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að menn myndu leggjast jafn lágt og þeir gerðu í kringum sveitarstjórnarkosningarnar þegar reynt var að færa umræðu um pópúlíska flokkinn og saka Framsóknarmenn um kynþáttahyggju, flokk sem í næstum því heila öld hefur verið í fararbroddi mannréttindabaráttu á Íslandi og innleitt margar mestu framfarir sem hafa orðið á því sviði,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í ræðu sinni á fundinum. Svo bætti hann við: „Að menn skuli nýta slíkt mál í pólitískum tilgangi til að koma höggi á andstæðinga er nýr lágpunktur í stjórnmálaumræðu seinni tíma.“ Það er dálítið kostulegt ef forsætisráðherrann áttar sig ekki á því að þessum orðum má einmitt snúa upp á framgöngu Framsóknarmanna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Margir trúðu því illa að flokkur, sem lengst af hefur reynt að marka sér stöðu sem hófsamur miðjuflokkur, myndi nota ótta við útlendinga og fólk sem er annarrar trúar en meirihluti Íslendinga til að fiska eftir atkvæðum. Það var nú samt það sem gerðist. Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir sagði að á meðan við værum með þjóðkirkju á Íslandi ætti Reykjavíkurborg ekki að gefa múslimum lóð undir mosku. Svo tók hún upp hugmynd frá danska Þjóðarflokknum um að það ætti að hafa atkvæðagreiðslu um moskulóðina. Hún dró ummæli sín ekki til baka fyrir kosningar, heldur bætti hún í kvöldið fyrir kjördag, þegar hún notaði tækifærið til að ýta undir hræðslu við nauðungarhjónabönd á Íslandi. Það var ekki fyrr en eftir kosningar, sem Sveinbjörg dró í land og sagðist hafa hlaupið á sig. Hlutur forsætisráðherrans er lítið skárri; hann gerði engar athugasemdir við málflutning Sveinbjargar fyrir kosningar og hefur raunar enn ekki gert það, enda sjálfsagt glaður með fylgið sem þetta atkvæðafiskirí á vafasömum miðum skilaði. Hann ber sig bara voða aumlega undan „umræðunni“ og reynir að færa ábyrgðina á málinu eitthvert annað en þangað sem hún á heima; hjá oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík og hjá honum sjálfum. Þetta má sannarlega kalla lágpunkt í langri og merkilegri sögu Framsóknarflokksins. Það er hins vegar óhætt að leyfa sér að vona að nú liggi leiðin upp á við. Miðstjórnarfundurinn samþykkti að sögn RÚV ályktun, þar sem ítrekað er að framsóknarmenn muni berjast fyrir félagslegu réttlæti og hafna hvers kyns mismunun, meðal annars á grundvelli trúarbragða, litarháttar, kyns, stöðu og kynhneigðar. Þar er augljóslega verið að snupra Sveinbjörgu og árétta grundvallarstefnu Framsóknarflokksins. Það er gott hjá framsóknarmönnum. En um leið er illskiljanlegt hvað formaður flokksins er að hugsa þegar hann harðneitar að viðurkenna að Framsóknarflokkurinn fékk umtalsvert fylgi í Reykjavík út á málflutning, sem gekk þvert á stefnu flokksins. Það heitir nefnilega popúlismi, öðru nafni lýðskrum, hvernig sem forsætisráðherrann reynir að koma sök á „umræðuna“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Forsætisráðherrann okkar virðist stundum í einkennilega litlum tengslum við raunveruleikann. Á föstudaginn hélt hann ræðu yfir miðstjórn Framsóknarflokksins, þar sem hann hélt áfram að kvarta sáran yfir umræðunni um mosku-útspil Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík, nokkrum dögum fyrir borgarstjórnarkosningarnar. „Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að menn myndu leggjast jafn lágt og þeir gerðu í kringum sveitarstjórnarkosningarnar þegar reynt var að færa umræðu um pópúlíska flokkinn og saka Framsóknarmenn um kynþáttahyggju, flokk sem í næstum því heila öld hefur verið í fararbroddi mannréttindabaráttu á Íslandi og innleitt margar mestu framfarir sem hafa orðið á því sviði,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í ræðu sinni á fundinum. Svo bætti hann við: „Að menn skuli nýta slíkt mál í pólitískum tilgangi til að koma höggi á andstæðinga er nýr lágpunktur í stjórnmálaumræðu seinni tíma.“ Það er dálítið kostulegt ef forsætisráðherrann áttar sig ekki á því að þessum orðum má einmitt snúa upp á framgöngu Framsóknarmanna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Margir trúðu því illa að flokkur, sem lengst af hefur reynt að marka sér stöðu sem hófsamur miðjuflokkur, myndi nota ótta við útlendinga og fólk sem er annarrar trúar en meirihluti Íslendinga til að fiska eftir atkvæðum. Það var nú samt það sem gerðist. Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir sagði að á meðan við værum með þjóðkirkju á Íslandi ætti Reykjavíkurborg ekki að gefa múslimum lóð undir mosku. Svo tók hún upp hugmynd frá danska Þjóðarflokknum um að það ætti að hafa atkvæðagreiðslu um moskulóðina. Hún dró ummæli sín ekki til baka fyrir kosningar, heldur bætti hún í kvöldið fyrir kjördag, þegar hún notaði tækifærið til að ýta undir hræðslu við nauðungarhjónabönd á Íslandi. Það var ekki fyrr en eftir kosningar, sem Sveinbjörg dró í land og sagðist hafa hlaupið á sig. Hlutur forsætisráðherrans er lítið skárri; hann gerði engar athugasemdir við málflutning Sveinbjargar fyrir kosningar og hefur raunar enn ekki gert það, enda sjálfsagt glaður með fylgið sem þetta atkvæðafiskirí á vafasömum miðum skilaði. Hann ber sig bara voða aumlega undan „umræðunni“ og reynir að færa ábyrgðina á málinu eitthvert annað en þangað sem hún á heima; hjá oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík og hjá honum sjálfum. Þetta má sannarlega kalla lágpunkt í langri og merkilegri sögu Framsóknarflokksins. Það er hins vegar óhætt að leyfa sér að vona að nú liggi leiðin upp á við. Miðstjórnarfundurinn samþykkti að sögn RÚV ályktun, þar sem ítrekað er að framsóknarmenn muni berjast fyrir félagslegu réttlæti og hafna hvers kyns mismunun, meðal annars á grundvelli trúarbragða, litarháttar, kyns, stöðu og kynhneigðar. Þar er augljóslega verið að snupra Sveinbjörgu og árétta grundvallarstefnu Framsóknarflokksins. Það er gott hjá framsóknarmönnum. En um leið er illskiljanlegt hvað formaður flokksins er að hugsa þegar hann harðneitar að viðurkenna að Framsóknarflokkurinn fékk umtalsvert fylgi í Reykjavík út á málflutning, sem gekk þvert á stefnu flokksins. Það heitir nefnilega popúlismi, öðru nafni lýðskrum, hvernig sem forsætisráðherrann reynir að koma sök á „umræðuna“.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar