Það þarf að verða til heimshreyfing Svavar Gestsson skrifar 17. júlí 2014 07:00 Þegar Sameinuðu þjóðirnar samþykktu stofnun Ísraelsríkis 1948 hafði Ísland það hlutverk að mæla fyrir tillögunni um viðurkenninguna. Það gerði þáverandi sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Áratugum saman þar á eftir stóð Ísland þétt með Ísraelsríki; annað kom ekki til greina hér á landi. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur viðurkenndi Palestínuríki stjórnskipulega á síðasta kjörtímabili, 15. júlí 2011, var það rökrétt næsta skref eftir stofnun Ísraelsríkis og í afstöðu Íslands fólst að viðurkennd væru landamæri Palestínu og Ísraels eins og þau voru 1967. Um 130 ríki höfðu viðurkennt Palestínu sem ríki áður en Ísland tók þessa ákvörðun. En ákvörðun Íslands hafði sérstaka þýðingu því Ísland var fyrsta „vestræna lýðræðisríkið“ sem ákvað að viðurkenna Palestínuríki. Það gat ríkisstjórnin gert af því að utanríkisráðherrann hafði kjark til þess, Össur Skarphéðinsson, og af því að samstarfsflokkur Samfylkingarinnar í ríkisstjórn, Vinstrihreyfingin – grænt framboð, studdi viðurkenninguna fyrirvaralaust. Það gerði ekki samstarfsflokkur Samfylkingarinnar 2007-2009. Reyndar má geta þess að þegar Össur Skarphéðinsson lagði fram þingsályktunartillögu um viðurkenningu á Palestínu stóðu allir flokkar, utan Sjálfstæðisflokks, að nefndaráliti meirihluta utanríkismálanefndar sem mælti með samþykkt tillögunnar. Bæði núverandi utanríkisráðherra og forsætisráðherra áttu þá sæti í nefndinni og stóðu að samþykkt hennar. Þannig ber Ísland mikla pólitíska ábyrgð á þeim málum sem hafa birst okkur á sjónvarpsskjáunum undanfarnar vikur. Þess vegna ætti Ísland að beita sér sérstaklega og skörulega í Palestínumálunum gegn morðum og ofbeldi Ísraelsstjórnar; vel að merkja ekki allra Ísraela.Fjármagnar ódæðið Fyrir nokkrum árum gegndi höfundur þessarar greinar starfi sendiherra Íslands gagnvart Ísrael. Það var einkar fróðlegur tími. Það gerði ég í fyrsta lagi með mikilli ánægju vegna þess að ég tók í arf þá afstöðu að standa með Ísraelsríki. Sú afstaða var sennilega og er óraunsæ en ábyrgð okkar er ekki minni fyrir vikið. Hún er meiri. Og hvað er þá til ráða? Margt. En það mikilvægasta er að gera sér grein fyrir því að það er Bandaríkjastjórn sem ber fremur en allar aðrar ríkisstjórnir heimsins ábyrgð á því ástandi sem nú er í gangi í Palestínu. Það er vegna þess að Bandaríkjastjórn styður Ísrael og fjármagnar ódæði Ísraelsstjórnar. Nú þarf að verða til heimshreyfing allra ríkja sem aldrei lætur neitt tækifæri ónotað til að reyna að tala um fyrir Bandaríkjastjórn. Getur Ísland eitthvað gert? Já. Ísland getur beitt sér fyrir því að þessi heimshreyfing verði til, hreyfing sem hefur það markmið að knýja Bandaríkjamenn til að láta af stuðningi við Ísrael. Jafnframt þarf að koma á alþjóðlegu friðargæsluliði sem fylgist með hverju fótmáli í nýjum friðaráætlunum sem hefur það að markmiði að tvö ríki megi þróast friðsamlega hlið við hlið, Ísrael og Palestína. Það friðargæslulið gæti þurft að vera á staðnum í áratugi; en það er allt að vinna. Utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson, hefur staðið sig skörulega í Úkraínumálum. Hann ætti því ásamt utanríkismálanefnd Alþingis að taka forystu fyrir hreyfingu sem stöðvar mannvígastefnu Ísraelsstjórnar. Strax. Ég er viss um að þjóðin stæði með utanríkisráðherra í þessu efni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Sameinuðu þjóðirnar samþykktu stofnun Ísraelsríkis 1948 hafði Ísland það hlutverk að mæla fyrir tillögunni um viðurkenninguna. Það gerði þáverandi sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Áratugum saman þar á eftir stóð Ísland þétt með Ísraelsríki; annað kom ekki til greina hér á landi. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur viðurkenndi Palestínuríki stjórnskipulega á síðasta kjörtímabili, 15. júlí 2011, var það rökrétt næsta skref eftir stofnun Ísraelsríkis og í afstöðu Íslands fólst að viðurkennd væru landamæri Palestínu og Ísraels eins og þau voru 1967. Um 130 ríki höfðu viðurkennt Palestínu sem ríki áður en Ísland tók þessa ákvörðun. En ákvörðun Íslands hafði sérstaka þýðingu því Ísland var fyrsta „vestræna lýðræðisríkið“ sem ákvað að viðurkenna Palestínuríki. Það gat ríkisstjórnin gert af því að utanríkisráðherrann hafði kjark til þess, Össur Skarphéðinsson, og af því að samstarfsflokkur Samfylkingarinnar í ríkisstjórn, Vinstrihreyfingin – grænt framboð, studdi viðurkenninguna fyrirvaralaust. Það gerði ekki samstarfsflokkur Samfylkingarinnar 2007-2009. Reyndar má geta þess að þegar Össur Skarphéðinsson lagði fram þingsályktunartillögu um viðurkenningu á Palestínu stóðu allir flokkar, utan Sjálfstæðisflokks, að nefndaráliti meirihluta utanríkismálanefndar sem mælti með samþykkt tillögunnar. Bæði núverandi utanríkisráðherra og forsætisráðherra áttu þá sæti í nefndinni og stóðu að samþykkt hennar. Þannig ber Ísland mikla pólitíska ábyrgð á þeim málum sem hafa birst okkur á sjónvarpsskjáunum undanfarnar vikur. Þess vegna ætti Ísland að beita sér sérstaklega og skörulega í Palestínumálunum gegn morðum og ofbeldi Ísraelsstjórnar; vel að merkja ekki allra Ísraela.Fjármagnar ódæðið Fyrir nokkrum árum gegndi höfundur þessarar greinar starfi sendiherra Íslands gagnvart Ísrael. Það var einkar fróðlegur tími. Það gerði ég í fyrsta lagi með mikilli ánægju vegna þess að ég tók í arf þá afstöðu að standa með Ísraelsríki. Sú afstaða var sennilega og er óraunsæ en ábyrgð okkar er ekki minni fyrir vikið. Hún er meiri. Og hvað er þá til ráða? Margt. En það mikilvægasta er að gera sér grein fyrir því að það er Bandaríkjastjórn sem ber fremur en allar aðrar ríkisstjórnir heimsins ábyrgð á því ástandi sem nú er í gangi í Palestínu. Það er vegna þess að Bandaríkjastjórn styður Ísrael og fjármagnar ódæði Ísraelsstjórnar. Nú þarf að verða til heimshreyfing allra ríkja sem aldrei lætur neitt tækifæri ónotað til að reyna að tala um fyrir Bandaríkjastjórn. Getur Ísland eitthvað gert? Já. Ísland getur beitt sér fyrir því að þessi heimshreyfing verði til, hreyfing sem hefur það markmið að knýja Bandaríkjamenn til að láta af stuðningi við Ísrael. Jafnframt þarf að koma á alþjóðlegu friðargæsluliði sem fylgist með hverju fótmáli í nýjum friðaráætlunum sem hefur það að markmiði að tvö ríki megi þróast friðsamlega hlið við hlið, Ísrael og Palestína. Það friðargæslulið gæti þurft að vera á staðnum í áratugi; en það er allt að vinna. Utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson, hefur staðið sig skörulega í Úkraínumálum. Hann ætti því ásamt utanríkismálanefnd Alþingis að taka forystu fyrir hreyfingu sem stöðvar mannvígastefnu Ísraelsstjórnar. Strax. Ég er viss um að þjóðin stæði með utanríkisráðherra í þessu efni.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar