Hugsa að þakið fari af húsinu Henry Birgir Gunnarsson í Dublin skrifar 19. júlí 2014 06:00 Bardagi Gunnars fer fram í O2-höllinni í Dyflinni. Okkar maður er klár í slaginn. Fréttablaðið/Friðrik „Þetta eru búnir að vera fínir dagar hérna. Þetta er mitt annað heimili enda hef ég verið mikið í Dublin. Ég er búinn að vera hérna í þrjár vikur og það er þægilegt að þurfa ekki að fljúga eitthvert viku fyrir bardaga,“ segir Gunnar Nelson en hann var einstaklega yfirvegaður og afslappaður að venju er Fréttablaðið hitti á hann. Gunnar er ósigraður í þrettán bardögum en bardaginn í kvöld gegn Zak Cummings verður hans fjórði bardagi í UFC. Hann verður á heimavelli í kvöld enda elska Írarnir Gunnar og segjast hafa ættleitt hann. „Ég á mikið af góðum vinum hérna og hef keppt hér margsinnis. Það verða örugglega svolítil læti í höllinni. Miðað við fyrri reynslu þá eru írsku áhorfendurnir alveg klikkaðir. Ég hugsa að þakið fari af húsinu,“ segir Gunnar en hann segir stemninguna hjálpa sér. „Ég finn alveg fyrir stemningunni og heyri lætin. Fyrst þegar ég kom í UFC þá var sérstaklega mikill kraftur í áhorfendum enda munar þúsund á fólki í húsinu. Ég finn fyrir þessu en um leið og ég er byrjaður í bardaganum þá heyri ég voðalega lítið nema í þjálfaranum mínum.“Ferillinn í húfi hjá Cummings Andstæðingur kvöldsins er 29 ára gamall Bandaríkjamaður. Hann hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á Gunnari en engu að síður muni Gunnar ekki fá neitt ókeypis frá honum í kvöld. „Þetta er sterkur gæi og hrikalega reyndur. Ég ber líka virðingu fyrir honum. Hann er góður alls staðar en kannski bestur í standandi glímu. Ég hlakka til að djöflast í honum. Ég mun fara eins í þennan bardaga og alla hina. Ég bregst bara við því sem gerist. Mér er eiginlega sama hvert bardaginn fer en þeir vilja oft enda í jörðinni hjá mér,“ segir Gunnar en menn segja að tapi Cummings í kvöld þá sé ferli hans lokið. Hann mun því selja sig dýrt. „Það er svo sem alltaf í þessu. Svo þegar komið er í bardagann er þetta alltaf ákaflega svipað hjá mönnum sem eru í þessum gæðaflokki. Þetta snýst alltaf um hversu vel menn hafa æft og hversu vel kollurinn er skrúfaður á þig.“Ég er bara svona Eitt af einkennum Gunnars er þessi ótrúlega yfirvegun sem hann sýnir. Er hann eins rólegur og yfirvegaður og hann lítur út fyrir að vera? „Ég veit það ekki. Ég hef aldrei verið neinn annar en ég sjálfur. Ég er bara svona. Stundum er ég mjög æstur ef ég er að æfa og í einhverjum spenningi. Það er mismunandi hvernig fólk er dagsdaglega en ég er bara svona.“ Veðbankar spá Gunnari öruggum sigri en sér Gunnar fyrir sér að þessi bardagi endi í fyrstu lotu eins og margir af bardögum hans? „Ég hugsa að það séu góðar líkur á því en síðan verður það að koma í ljós. Menn eru misjafnir og svo er mismunandi hvernig menn henta hver öðrum. Þetta gæti orðið langur og erfiður bardagi og hann gæti líka orðið mjög stuttur,“ segir Gunnar og bætir við að hann hafi aldrei verið í eins góðu formi enda æft hrikalega vel síðustu vikur. MMA Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
„Þetta eru búnir að vera fínir dagar hérna. Þetta er mitt annað heimili enda hef ég verið mikið í Dublin. Ég er búinn að vera hérna í þrjár vikur og það er þægilegt að þurfa ekki að fljúga eitthvert viku fyrir bardaga,“ segir Gunnar Nelson en hann var einstaklega yfirvegaður og afslappaður að venju er Fréttablaðið hitti á hann. Gunnar er ósigraður í þrettán bardögum en bardaginn í kvöld gegn Zak Cummings verður hans fjórði bardagi í UFC. Hann verður á heimavelli í kvöld enda elska Írarnir Gunnar og segjast hafa ættleitt hann. „Ég á mikið af góðum vinum hérna og hef keppt hér margsinnis. Það verða örugglega svolítil læti í höllinni. Miðað við fyrri reynslu þá eru írsku áhorfendurnir alveg klikkaðir. Ég hugsa að þakið fari af húsinu,“ segir Gunnar en hann segir stemninguna hjálpa sér. „Ég finn alveg fyrir stemningunni og heyri lætin. Fyrst þegar ég kom í UFC þá var sérstaklega mikill kraftur í áhorfendum enda munar þúsund á fólki í húsinu. Ég finn fyrir þessu en um leið og ég er byrjaður í bardaganum þá heyri ég voðalega lítið nema í þjálfaranum mínum.“Ferillinn í húfi hjá Cummings Andstæðingur kvöldsins er 29 ára gamall Bandaríkjamaður. Hann hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á Gunnari en engu að síður muni Gunnar ekki fá neitt ókeypis frá honum í kvöld. „Þetta er sterkur gæi og hrikalega reyndur. Ég ber líka virðingu fyrir honum. Hann er góður alls staðar en kannski bestur í standandi glímu. Ég hlakka til að djöflast í honum. Ég mun fara eins í þennan bardaga og alla hina. Ég bregst bara við því sem gerist. Mér er eiginlega sama hvert bardaginn fer en þeir vilja oft enda í jörðinni hjá mér,“ segir Gunnar en menn segja að tapi Cummings í kvöld þá sé ferli hans lokið. Hann mun því selja sig dýrt. „Það er svo sem alltaf í þessu. Svo þegar komið er í bardagann er þetta alltaf ákaflega svipað hjá mönnum sem eru í þessum gæðaflokki. Þetta snýst alltaf um hversu vel menn hafa æft og hversu vel kollurinn er skrúfaður á þig.“Ég er bara svona Eitt af einkennum Gunnars er þessi ótrúlega yfirvegun sem hann sýnir. Er hann eins rólegur og yfirvegaður og hann lítur út fyrir að vera? „Ég veit það ekki. Ég hef aldrei verið neinn annar en ég sjálfur. Ég er bara svona. Stundum er ég mjög æstur ef ég er að æfa og í einhverjum spenningi. Það er mismunandi hvernig fólk er dagsdaglega en ég er bara svona.“ Veðbankar spá Gunnari öruggum sigri en sér Gunnar fyrir sér að þessi bardagi endi í fyrstu lotu eins og margir af bardögum hans? „Ég hugsa að það séu góðar líkur á því en síðan verður það að koma í ljós. Menn eru misjafnir og svo er mismunandi hvernig menn henta hver öðrum. Þetta gæti orðið langur og erfiður bardagi og hann gæti líka orðið mjög stuttur,“ segir Gunnar og bætir við að hann hafi aldrei verið í eins góðu formi enda æft hrikalega vel síðustu vikur.
MMA Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira