Leiðarahöfundur missir marks Þorsteinn Víglundsson skrifar 31. júlí 2014 07:00 Óli Kristján Ármannsson, leiðarahöfundur Fréttablaðsins, skýtur í gær föstum skotum á Samtök atvinnulífsins en því miður fyrir blaðamanninn missa þau marks. Höfundur sakar SA um óheilindi og undanbrögð í því mikilvæga verkefni að kveða niður verðbólgu á Íslandi, koma á efnahagslegum stöðugleika, auka kaupmátt landsmanna og bæta almenn lífskjör. Því fer víðs fjarri en til að markmiðin náist þarf samstillt átak fyrirtækja, launafólks og stjórnvalda. Í aðdraganda kjarasamninga síðasta haust fór fram mikil greiningarvinna af hálfu allra aðila vinnumarkaðarins. Niðurstaðan var skýr og leiddi í ljós nauðsyn þess að bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga á Íslandi. Jafnframt blasti við að farsælla væri að hækka laun hóflega á löngum tíma til að tryggja stöðugt verðlag, stöðugt rekstrarumhverfi fyrirtækja og vaxandi kaupmátt fólks. Íslenska leiðin hefur hins vegar oftast falist í háum prósentuhækkunum launa og meðfylgjandi mikilli verðbólgu með tilheyrandi tjóni fyrir heimili og fyrirtæki. Samband launahækkana og verðbólgu er margsannað og viðurkennt úti um allan heim þó svo að leiðarahöfundur Fréttablaðsins telji önnur lögmál gilda.Bera ríka ábyrgð Eftir hrun lækkuðu stjórnendur mest allra í launum en launahækkanir þeirra síðastliðið ár voru ekki fyrirséðar og valda bæði vonbrigðum og áhyggjum. Stjórnendur íslenskra fyrirtækja geta ekki undanskilið sjálfa sig í þeim breytingum sem verið er að reyna að innleiða á íslenskum vinnumarkaði. Heildarlaun stjórnenda hafa þó þróast með nokkuð svipuðum hætti og heildarlaun á almennum vinnumarkaði sem hafa hækkað um 45,2% frá árinu 2006 en laun stjórnenda um 43,6%. Þessar tölur breyta ekki stóra viðfangsefninu en leita verður annarra leiða til að endurreisa traust á þá vegferð sem aðilar vinnumarkaðarins eru í en að vekja upp að nýju víxlhækkanir launa og verðlags. Þar bera stjórnendur ríka ábyrgð og þurfa að leiða með góðu fordæmi. Á tímabilinu 2006-2013 var lögð áhersla á að hækka lægstu laun umfram önnur með sérstökum krónutöluhækkunum – alls sex sinnum. Fullyrðingar leiðarahöfundar um að launabil sé að aukast eiga ekki við rök að styðjast. Tillaga hans um að horfa á krónutöluhækkanir frekar en prósentur hefur ítrekað verið reynd á undanförnum árum en þegar upp er staðið hefur hlutfallsleg hækkun allra launahópa verið svipuð og sambærileg við hlutfallslega breytingu lægstu launa. Launahlutföll eru tregbreytanleg eins og þessi reynsla sýnir glöggt. Verkalýðsfélög hafa einnig verið algjörlega andvíg krónutöluhækkunum þegar kemur að gerð þeirra hundruða kjarasamninga sem gerðir eru í kjölfar kjarasamninga SA og aðildarsamtaka ASÍ. Í því samhengi má nefna sem dæmi kjarasamning SA fyrir hönd Elkem við samflot nokkurra verkalýðsfélaga.Árangur hefur þegar náðst Það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum að SA hafi sett fram sjónarmið sín í auglýsingum, þó svo að verkalýðshreyfingin hafi nýtt sér þá leið til fjölda ára. Þeir sem eru ósammála nálgun SA hafa sagt að með þeim sé ábyrgð á verðlagsþróun alfarið varpað á launþega en gleyma áberandi auglýsingum og hvatningum Samtaka atvinnulífsins til fyrirtækja um að halda aftur af verðlagi. Stjórnendur hafa axlað þá ábyrgð eins og verðlagsþróun undanfarins árs ber glöggt merki um en verðbólga hefur nú verið undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans undanfarna sex mánuði og árshækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis nemur nú um 1,4%. Verðbólga hefur ekki verið minni í sjö ár. Árangur í kjölfar síðustu kjarasamninga hefur þegar náðst, verðbólga er komin undir verðbólgumarkmið Seðlabankans og kaupmáttur launa eykst. Það er mikilvægt að byggja á þessum grunni og SA munu halda áfram að vinna að því af fullum heilindum að bæta lífskjör á Íslandi með því að gera skynsama kjarasamninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Óli Kristján Ármannsson, leiðarahöfundur Fréttablaðsins, skýtur í gær föstum skotum á Samtök atvinnulífsins en því miður fyrir blaðamanninn missa þau marks. Höfundur sakar SA um óheilindi og undanbrögð í því mikilvæga verkefni að kveða niður verðbólgu á Íslandi, koma á efnahagslegum stöðugleika, auka kaupmátt landsmanna og bæta almenn lífskjör. Því fer víðs fjarri en til að markmiðin náist þarf samstillt átak fyrirtækja, launafólks og stjórnvalda. Í aðdraganda kjarasamninga síðasta haust fór fram mikil greiningarvinna af hálfu allra aðila vinnumarkaðarins. Niðurstaðan var skýr og leiddi í ljós nauðsyn þess að bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga á Íslandi. Jafnframt blasti við að farsælla væri að hækka laun hóflega á löngum tíma til að tryggja stöðugt verðlag, stöðugt rekstrarumhverfi fyrirtækja og vaxandi kaupmátt fólks. Íslenska leiðin hefur hins vegar oftast falist í háum prósentuhækkunum launa og meðfylgjandi mikilli verðbólgu með tilheyrandi tjóni fyrir heimili og fyrirtæki. Samband launahækkana og verðbólgu er margsannað og viðurkennt úti um allan heim þó svo að leiðarahöfundur Fréttablaðsins telji önnur lögmál gilda.Bera ríka ábyrgð Eftir hrun lækkuðu stjórnendur mest allra í launum en launahækkanir þeirra síðastliðið ár voru ekki fyrirséðar og valda bæði vonbrigðum og áhyggjum. Stjórnendur íslenskra fyrirtækja geta ekki undanskilið sjálfa sig í þeim breytingum sem verið er að reyna að innleiða á íslenskum vinnumarkaði. Heildarlaun stjórnenda hafa þó þróast með nokkuð svipuðum hætti og heildarlaun á almennum vinnumarkaði sem hafa hækkað um 45,2% frá árinu 2006 en laun stjórnenda um 43,6%. Þessar tölur breyta ekki stóra viðfangsefninu en leita verður annarra leiða til að endurreisa traust á þá vegferð sem aðilar vinnumarkaðarins eru í en að vekja upp að nýju víxlhækkanir launa og verðlags. Þar bera stjórnendur ríka ábyrgð og þurfa að leiða með góðu fordæmi. Á tímabilinu 2006-2013 var lögð áhersla á að hækka lægstu laun umfram önnur með sérstökum krónutöluhækkunum – alls sex sinnum. Fullyrðingar leiðarahöfundar um að launabil sé að aukast eiga ekki við rök að styðjast. Tillaga hans um að horfa á krónutöluhækkanir frekar en prósentur hefur ítrekað verið reynd á undanförnum árum en þegar upp er staðið hefur hlutfallsleg hækkun allra launahópa verið svipuð og sambærileg við hlutfallslega breytingu lægstu launa. Launahlutföll eru tregbreytanleg eins og þessi reynsla sýnir glöggt. Verkalýðsfélög hafa einnig verið algjörlega andvíg krónutöluhækkunum þegar kemur að gerð þeirra hundruða kjarasamninga sem gerðir eru í kjölfar kjarasamninga SA og aðildarsamtaka ASÍ. Í því samhengi má nefna sem dæmi kjarasamning SA fyrir hönd Elkem við samflot nokkurra verkalýðsfélaga.Árangur hefur þegar náðst Það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum að SA hafi sett fram sjónarmið sín í auglýsingum, þó svo að verkalýðshreyfingin hafi nýtt sér þá leið til fjölda ára. Þeir sem eru ósammála nálgun SA hafa sagt að með þeim sé ábyrgð á verðlagsþróun alfarið varpað á launþega en gleyma áberandi auglýsingum og hvatningum Samtaka atvinnulífsins til fyrirtækja um að halda aftur af verðlagi. Stjórnendur hafa axlað þá ábyrgð eins og verðlagsþróun undanfarins árs ber glöggt merki um en verðbólga hefur nú verið undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans undanfarna sex mánuði og árshækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis nemur nú um 1,4%. Verðbólga hefur ekki verið minni í sjö ár. Árangur í kjölfar síðustu kjarasamninga hefur þegar náðst, verðbólga er komin undir verðbólgumarkmið Seðlabankans og kaupmáttur launa eykst. Það er mikilvægt að byggja á þessum grunni og SA munu halda áfram að vinna að því af fullum heilindum að bæta lífskjör á Íslandi með því að gera skynsama kjarasamninga.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar