Gunnar Nelson verður aðalstjarnan í fyrsta sinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. ágúst 2014 06:00 Gunnar Nelson. Vísir/Getty Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á bardagakvöldi í Stokkhólmi þann 4. október, en þetta er í fyrsta skipti sem hann verður aðalstjarnan á bardagakvöldi. Hann berst gegn Bandaríkjamanninum Rick Story (17-8). UFC bauð Gunnari fyrr í vikunni að fara fyrir kvöldinu og náðust samningar í gær. Þetta er mikill heiður fyrir bardagakappann og sýnir hversu mikils hann er metinn. Síðast barðist Gunnar í Dyflinni á Írlandi sem var annar af tveimur aðalbardögum kvöldsins, en nú verður hann stjarnan. Því fylgir mun meiri athygli og auknar tekjur. „Ég ætlaði nú að taka mér frí en hugsaði að ég gæti tekið þennan bardaga og farið svo í frí. Ég ætlaði aðeins að vera með fjölskyldunni,“ segir Gunnar, sem er nýbakaður faðir, við Fréttablaðið. Rick Story, mótherji hans, er aðeins annar af tveimur mönnum sem unnið hafa núverandi meistara, Johnny Hendricks. „Þetta er helvíti góður og reyndur kappi. Hann er búinn að berjast við alla þessa bestu og bæði unnið og tapað. Hann er góður glímumaður og mjög höggþungur. Þetta verður hörkubardagi,“ segir Gunnar Nelson sem segist þó sigurviss að vanda. MMA Tengdar fréttir Teiknaði stundina þegar Gunnar sigraði Cummings Chris Rini birti á Twitter-síðu sinni á dögunum gríðarlega skemmtilegt myndband er hann teiknar Gunnar Nelson vera að hengja Zak Cummings í bardaga þeirra á dögunum. 28. júlí 2014 23:45 Gunnar Nelson verður stjarnan í Stokkhólmi Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á Fight Night-bardagakvöldi UFC í Stokkhólmi í október. 7. ágúst 2014 18:17 Gunnar Nelson blæs fólki von í brjóst Gunnar Nelson virðist vera innblástur margra til þess að stunda líkamsrækt. 30. júlí 2014 09:30 Gunnar: Ég ætlaði nú að taka mér frí Flýgur til Las Vegas til að æfa með Conor McGregor. 7. ágúst 2014 18:41 Gunnar Nelson upp um eitt sæti á styrkleikalistanum Skiptir um sæti við Bandaríkjamann sem hann átti að berjast við. 23. júlí 2014 22:00 Þjálfari Gunnars og McGregors fær alltaf sömu þrjár spurningarnar Setti svörin á Facebook til að flýta fyrir viðtölum. 25. júlí 2014 23:30 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á bardagakvöldi í Stokkhólmi þann 4. október, en þetta er í fyrsta skipti sem hann verður aðalstjarnan á bardagakvöldi. Hann berst gegn Bandaríkjamanninum Rick Story (17-8). UFC bauð Gunnari fyrr í vikunni að fara fyrir kvöldinu og náðust samningar í gær. Þetta er mikill heiður fyrir bardagakappann og sýnir hversu mikils hann er metinn. Síðast barðist Gunnar í Dyflinni á Írlandi sem var annar af tveimur aðalbardögum kvöldsins, en nú verður hann stjarnan. Því fylgir mun meiri athygli og auknar tekjur. „Ég ætlaði nú að taka mér frí en hugsaði að ég gæti tekið þennan bardaga og farið svo í frí. Ég ætlaði aðeins að vera með fjölskyldunni,“ segir Gunnar, sem er nýbakaður faðir, við Fréttablaðið. Rick Story, mótherji hans, er aðeins annar af tveimur mönnum sem unnið hafa núverandi meistara, Johnny Hendricks. „Þetta er helvíti góður og reyndur kappi. Hann er búinn að berjast við alla þessa bestu og bæði unnið og tapað. Hann er góður glímumaður og mjög höggþungur. Þetta verður hörkubardagi,“ segir Gunnar Nelson sem segist þó sigurviss að vanda.
MMA Tengdar fréttir Teiknaði stundina þegar Gunnar sigraði Cummings Chris Rini birti á Twitter-síðu sinni á dögunum gríðarlega skemmtilegt myndband er hann teiknar Gunnar Nelson vera að hengja Zak Cummings í bardaga þeirra á dögunum. 28. júlí 2014 23:45 Gunnar Nelson verður stjarnan í Stokkhólmi Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á Fight Night-bardagakvöldi UFC í Stokkhólmi í október. 7. ágúst 2014 18:17 Gunnar Nelson blæs fólki von í brjóst Gunnar Nelson virðist vera innblástur margra til þess að stunda líkamsrækt. 30. júlí 2014 09:30 Gunnar: Ég ætlaði nú að taka mér frí Flýgur til Las Vegas til að æfa með Conor McGregor. 7. ágúst 2014 18:41 Gunnar Nelson upp um eitt sæti á styrkleikalistanum Skiptir um sæti við Bandaríkjamann sem hann átti að berjast við. 23. júlí 2014 22:00 Þjálfari Gunnars og McGregors fær alltaf sömu þrjár spurningarnar Setti svörin á Facebook til að flýta fyrir viðtölum. 25. júlí 2014 23:30 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Teiknaði stundina þegar Gunnar sigraði Cummings Chris Rini birti á Twitter-síðu sinni á dögunum gríðarlega skemmtilegt myndband er hann teiknar Gunnar Nelson vera að hengja Zak Cummings í bardaga þeirra á dögunum. 28. júlí 2014 23:45
Gunnar Nelson verður stjarnan í Stokkhólmi Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á Fight Night-bardagakvöldi UFC í Stokkhólmi í október. 7. ágúst 2014 18:17
Gunnar Nelson blæs fólki von í brjóst Gunnar Nelson virðist vera innblástur margra til þess að stunda líkamsrækt. 30. júlí 2014 09:30
Gunnar: Ég ætlaði nú að taka mér frí Flýgur til Las Vegas til að æfa með Conor McGregor. 7. ágúst 2014 18:41
Gunnar Nelson upp um eitt sæti á styrkleikalistanum Skiptir um sæti við Bandaríkjamann sem hann átti að berjast við. 23. júlí 2014 22:00
Þjálfari Gunnars og McGregors fær alltaf sömu þrjár spurningarnar Setti svörin á Facebook til að flýta fyrir viðtölum. 25. júlí 2014 23:30