Fjölskylduskatturinn Bjarkey Gunnarsdóttir skrifar 12. ágúst 2014 07:00 Nú eru línur teknar að skýrast í vinnunni við fjárlagafrumvarp næsta árs. Fréttir berast af því að ríkisstjórnin, og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn, leggi sérstaka áherslu á breytingar á virðisaukaskattkerfinu. Fjármálaráðherra hefur sérstaklega talað fyrir því að tvöfalda virðisaukaskattinn á matvæli, færa hann úr 7% í 14% í tveimur skrefum, en lækka um leið virðisaukaskattinn á aðrar vörur, þar á meðal ýmsar lúxusvörur, um 1%. Það liggur fyrir að með slíkri hækkun á matvæli væri ríkisstjórnin enn og aftur að þyngja byrðar þeirra sem lægri tekjur hafa. Ekki síst kemur þetta sér illa fyrir ungar og barnmargar fjölskyldur. Sú 1% lækkun á efra þrepinu sem talað hefur verið um er á vörum sem þeir sem lágar tekjur hafa neita sér frekar um. Hins vegar þurfa allir að borða og því ljóst að þessi breyting mun bitna á þeim sem síst skyldi og spyrja má hvort fjármálaráðherrann hafi reiknað út hvaða áhrif það hafi á verðbólguna og skuldastöðu heimilanna? Ég held að við getum flest verið sammála um að verð á matvöru hefur hækkað töluvert og fæst viljum við greiða hærra verð en við nú þegar gerum. Það liggur í augum uppi að þeir sem lægri tekjur hafa kaupa alla jafna ódýrari mat en þeir sem hærri tekjur hafa. Staðreyndin er sú að um 60% lágtekjufólks eiga erfitt með að láta enda ná saman, en einungis um fjórðungur hátekjufólks. Með hækkun matarskattsins er ljóst að lágtekjufólk mun eiga enn erfiðara með að ná endum saman. Á sama tíma hefur ríkisstjórnin hækkað gjöld á sjúklinga og skráningargjöld í háskólum, sem enn og aftur kemur verst við marga þá sem eru verst settir fyrir. En hvers vegna telur ríkisstjórnin sig þurfa að hækka matarskatt og gjöld í mennta- og heilbrigðiskerfinu? Er það ekki vegna þess að sama ríkisstjórn ákvað að afnema auðlegðarskattinn og stórlækka veiðigjöldin? Forgangsröðunin verður ekki mikið skýrari: Kvótakóngar og stóreignafólk fá afhentar milljónir á silfurfati á meðan lágtekjufólk og fjölskyldur eru látnar borga brúsann. Þessari fyrirhrunspólitík verður ekki tekið þegjandi og hljóðalaust þegar málið kemur inn á borð Alþingis og fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Nú eru línur teknar að skýrast í vinnunni við fjárlagafrumvarp næsta árs. Fréttir berast af því að ríkisstjórnin, og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn, leggi sérstaka áherslu á breytingar á virðisaukaskattkerfinu. Fjármálaráðherra hefur sérstaklega talað fyrir því að tvöfalda virðisaukaskattinn á matvæli, færa hann úr 7% í 14% í tveimur skrefum, en lækka um leið virðisaukaskattinn á aðrar vörur, þar á meðal ýmsar lúxusvörur, um 1%. Það liggur fyrir að með slíkri hækkun á matvæli væri ríkisstjórnin enn og aftur að þyngja byrðar þeirra sem lægri tekjur hafa. Ekki síst kemur þetta sér illa fyrir ungar og barnmargar fjölskyldur. Sú 1% lækkun á efra þrepinu sem talað hefur verið um er á vörum sem þeir sem lágar tekjur hafa neita sér frekar um. Hins vegar þurfa allir að borða og því ljóst að þessi breyting mun bitna á þeim sem síst skyldi og spyrja má hvort fjármálaráðherrann hafi reiknað út hvaða áhrif það hafi á verðbólguna og skuldastöðu heimilanna? Ég held að við getum flest verið sammála um að verð á matvöru hefur hækkað töluvert og fæst viljum við greiða hærra verð en við nú þegar gerum. Það liggur í augum uppi að þeir sem lægri tekjur hafa kaupa alla jafna ódýrari mat en þeir sem hærri tekjur hafa. Staðreyndin er sú að um 60% lágtekjufólks eiga erfitt með að láta enda ná saman, en einungis um fjórðungur hátekjufólks. Með hækkun matarskattsins er ljóst að lágtekjufólk mun eiga enn erfiðara með að ná endum saman. Á sama tíma hefur ríkisstjórnin hækkað gjöld á sjúklinga og skráningargjöld í háskólum, sem enn og aftur kemur verst við marga þá sem eru verst settir fyrir. En hvers vegna telur ríkisstjórnin sig þurfa að hækka matarskatt og gjöld í mennta- og heilbrigðiskerfinu? Er það ekki vegna þess að sama ríkisstjórn ákvað að afnema auðlegðarskattinn og stórlækka veiðigjöldin? Forgangsröðunin verður ekki mikið skýrari: Kvótakóngar og stóreignafólk fá afhentar milljónir á silfurfati á meðan lágtekjufólk og fjölskyldur eru látnar borga brúsann. Þessari fyrirhrunspólitík verður ekki tekið þegjandi og hljóðalaust þegar málið kemur inn á borð Alþingis og fjárlaganefndar.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun