Rússar mega búast við hörðum viðbrögðum frá NATO Snærós Sindradóttir skrifar 14. ágúst 2014 08:00 Sigmundur Davið og Anders dásömuðu veðrið við ráðherrabústaðinn á miðvikudag. VÍSIR/GVA „Ég hef áhyggjur af því að Pútín horfi víðar en til Úkraínu. Markmið Rússa er augljóslega að koma í veg fyrir frekari samruna Austur-Evrópulandanna við Vesturlönd í Evrópu. Þeir vilja festa rússnesk áhrif í nágrannalöndum sínum í sessi,“ sagði Anders Fogh Rasmussen á blaðamannafundi í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær. Hann er staddur hér á landi í sinni síðustu heimsókn sem framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Áætlað er að hann láti af embætti í lok næsta mánaðar. Fogh Rasmussen átti fund með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og ræddi meðal annars stöðuna í Úkraínu en þar hafa geisað átök um margra mánaða skeið. „Ég held að leiðtogar í Kreml séu meðvitaðir um það að minnsta tilraun til að ógna aðildarríkjum okkar muni vekja mjög hörð viðbrögð frá okkar hlið. Tilvist Atlantshafsbandalagsins, ein og sér, mun koma í veg fyrir árás Rússa á aðildarríki,“ sagði hann. Á fundinum greindi Fogh Rasmussen meðal annars frá þrískiptum aðgerðum Atlantshafsbandalagsins til varnar gegn auknum afskiptum Rússa á Eystrasaltssvæðinu og í Austur-Evrópu. Í fyrsta lagi hefur lofthelgisgæsla verið aukin til muna í Eystrasaltslöndunum. Jafnframt hafa flotar á Eystrasaltinu og Svartahafi verið búnir undir að bregðast hratt við hættuástandi. Í öðru lagi mun Atlantshafsbandalagið auka samvinnu sína við Úkraínu til að styrkja herafla landsins. Nútímavæðing heraflans og endurskipulagning mun eiga sér stað. Í þriðja lagi hefur samvinnu við Rússland verið slitið. Enn er opið fyrir pólitíska samræðu á milli Rússlands og Atlantshafsbandalagsins en að öðru leyti hefur afskiptum verið slitið. Sú ákvörðun var tekin í apríl á þessu ári.Lokaheimsóknin Anders Fogh Rasmussen sló á létta strengi með forsætisráðherra í upphafi fundar í gær. Fréttablaðið/GVAFogh Rasmussen lagði áherslu á það á fundinum að Ísland tæki fullan þátt í aðgerðum bandalagsins gegn Rússlandi. „Á þessum óvissutímum þörfnumst við Atlantshafsbandalagsins meira en nokkru sinni. Ég treysti á stuðning Íslands til að skýra línurnar og gera bandalagið traustara og sveigjanlegra,“ sagði Fogh Rasmussen meðal annars. Hann segir að breytt staða í Evrópu af völdum Rússa sé ein ástæða þess að mikilvægi hnattrænnar stöðu Íslands hafi aukist á ný. „Við sjáum enga yfirvofandi hættu fyrir Ísland en við höfum tækifæri til að auka mjög gæslu í lofthelgi Íslands með skömmum fyrirvara ef nauðsyn krefur,“ sagði Fogh Rasmussen á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í gær. „Ég held að megi með sanni segja að hnattræn staða Íslands sé orðin mikilvægari. Ekki einungis vegna ástandsins í Evrópu, sem er til orðið vegna ólöglegra hernaðaraðgerða Rússlands í Úkraínu, heldur líka vegna loftslagsbreytinga.“ Bráðnun hafíss hafi opnað siglingaleiðir um norðurskautið sem áður hafi ekki verið mögulegar. Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
„Ég hef áhyggjur af því að Pútín horfi víðar en til Úkraínu. Markmið Rússa er augljóslega að koma í veg fyrir frekari samruna Austur-Evrópulandanna við Vesturlönd í Evrópu. Þeir vilja festa rússnesk áhrif í nágrannalöndum sínum í sessi,“ sagði Anders Fogh Rasmussen á blaðamannafundi í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær. Hann er staddur hér á landi í sinni síðustu heimsókn sem framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Áætlað er að hann láti af embætti í lok næsta mánaðar. Fogh Rasmussen átti fund með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og ræddi meðal annars stöðuna í Úkraínu en þar hafa geisað átök um margra mánaða skeið. „Ég held að leiðtogar í Kreml séu meðvitaðir um það að minnsta tilraun til að ógna aðildarríkjum okkar muni vekja mjög hörð viðbrögð frá okkar hlið. Tilvist Atlantshafsbandalagsins, ein og sér, mun koma í veg fyrir árás Rússa á aðildarríki,“ sagði hann. Á fundinum greindi Fogh Rasmussen meðal annars frá þrískiptum aðgerðum Atlantshafsbandalagsins til varnar gegn auknum afskiptum Rússa á Eystrasaltssvæðinu og í Austur-Evrópu. Í fyrsta lagi hefur lofthelgisgæsla verið aukin til muna í Eystrasaltslöndunum. Jafnframt hafa flotar á Eystrasaltinu og Svartahafi verið búnir undir að bregðast hratt við hættuástandi. Í öðru lagi mun Atlantshafsbandalagið auka samvinnu sína við Úkraínu til að styrkja herafla landsins. Nútímavæðing heraflans og endurskipulagning mun eiga sér stað. Í þriðja lagi hefur samvinnu við Rússland verið slitið. Enn er opið fyrir pólitíska samræðu á milli Rússlands og Atlantshafsbandalagsins en að öðru leyti hefur afskiptum verið slitið. Sú ákvörðun var tekin í apríl á þessu ári.Lokaheimsóknin Anders Fogh Rasmussen sló á létta strengi með forsætisráðherra í upphafi fundar í gær. Fréttablaðið/GVAFogh Rasmussen lagði áherslu á það á fundinum að Ísland tæki fullan þátt í aðgerðum bandalagsins gegn Rússlandi. „Á þessum óvissutímum þörfnumst við Atlantshafsbandalagsins meira en nokkru sinni. Ég treysti á stuðning Íslands til að skýra línurnar og gera bandalagið traustara og sveigjanlegra,“ sagði Fogh Rasmussen meðal annars. Hann segir að breytt staða í Evrópu af völdum Rússa sé ein ástæða þess að mikilvægi hnattrænnar stöðu Íslands hafi aukist á ný. „Við sjáum enga yfirvofandi hættu fyrir Ísland en við höfum tækifæri til að auka mjög gæslu í lofthelgi Íslands með skömmum fyrirvara ef nauðsyn krefur,“ sagði Fogh Rasmussen á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í gær. „Ég held að megi með sanni segja að hnattræn staða Íslands sé orðin mikilvægari. Ekki einungis vegna ástandsins í Evrópu, sem er til orðið vegna ólöglegra hernaðaraðgerða Rússlands í Úkraínu, heldur líka vegna loftslagsbreytinga.“ Bráðnun hafíss hafi opnað siglingaleiðir um norðurskautið sem áður hafi ekki verið mögulegar.
Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira