Er íslenskt endilega alltaf best? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 2. september 2014 07:00 Haustinu fylgir ýmis glaðningur þótt rigningin og rokið séu ekki uppörvandi eftir rigningarsumar. Meðal þess sem hlakka má til er að starfsár leikhúsanna hefst í september og leikhúsáhugafólk liggur yfir dagskrá vetrarins til að velja sér þær sýningar sem meiningin er að sjá. Þjóðleikhúsið kynnir nú með stolti alíslenskan vetur þar sem öll frumsýnd verk eru af íslenskum uppruna, bæði ný og gömul. Fráfarandi þjóðleikhússtjóri, Tinna Gunnlaugsdóttir, hefur greinilega ákveðið að kveðja á þjóðlegu nótunum og skila um leið góðri stöðu í kassanum. Það er nefnilega lítið róið á ný og fersk mið í vetrardagskrá leikhússins. Uppistaðan eru ýmist verk sem byggð eru á vinsælum skáldsögum, sem treysta má að fólk vilji sjá lifna við á leiksviðinu, eða gamlir standardar eins og Fjalla-Eyvindur og Sjálfstætt fólk. Inn á milli eru vissulega áhugaverð ný verk, en hafi meiningin verið að sýna hina margumtöluðu grósku í íslenskum sviðslistum vekur verkefnavalið furðu. Ýmsir munu eflaust hnussa yfir þessu tuði; hvað er að því að sýna bara íslensk verk? Þurfum við alltaf að vera að sleikja upp einhverja útlendinga? Því er til að svara að í reglugerð um starfsemi Þjóðleikhússins, frá 15. janúar 2009, er skýrt tekið fram að hlutverk þess sé „að sviðsetja árlega fjölbreytt úrval innlendra og erlendra sjónleikja“, „stuðla að samstarfi við erlend leikhús, sviðslistahópa og einstaka listamenn með það að markmiði að auðga leikhúsmenningu í landinu“ og „glæða áhuga landsmanna á leiklist, auðga leikhúsmenningu í landinu og stuðla að þróun sviðslista með því að efla íslenska leikritun og hlúa að nýsköpun á vettvangi leiklistarinnar“. Í ljósi þessarar reglugerðar hlýtur að orka tvímælis að byggja heilt leikár að mestum hluta á íslenskum verkum sem áhorfendur þekkja fyrir. Svo ekki sé nú minnst á hætturnar sem því fylgja að lokast inni í alíslenskum fílabeinsturni og telja sig lítið hafa að sækja út fyrir landsteinana. Það lyktar satt að segja af þjóðrembu sem vekur ótta. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri vakti máls á þessari hættu á málþingi um hlutverk stofnanaleikhúsa í vor og talaði um „heimóttarskap“ í því sambandi. Þau ummæli fóru ekki vel í alla en Þórhildur ítrekaði í svargrein við mótbárum Völu Höskuldsdóttur á vefritinu Reykvélinni að einangrun íslensks leikhúss leiddi til heimóttarskapar: „Ég notaði orðið heimóttarskapur aftur og aftur…fyrst og fremst til að undirstrika áhyggjur mínar af þeirri einangrun sem íslenskt leikhús býr við. Og sú einangrun er staðreynd.“ Þessi varnaðarorð Þórhildar hafa því miður greinilega ekki skilað sér til ráðamanna í Þjóðleikhúsinu. Ekki einungis eru öll verkin á leikárinu íslensk heldur er aðeins einn leikstjórinn erlendur. Hið ríkisrekna íslenska leikhús vill greinilega frekar efla einangrun sína en opna nýja glugga, sem er ekki vænlegt fyrir framtíð íslenskrar leiklistar. Eflum íslenskar sviðslistir fyrir alla muni, en heftum ekki súrefnisflæðið til þeirra utan úr heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Haustinu fylgir ýmis glaðningur þótt rigningin og rokið séu ekki uppörvandi eftir rigningarsumar. Meðal þess sem hlakka má til er að starfsár leikhúsanna hefst í september og leikhúsáhugafólk liggur yfir dagskrá vetrarins til að velja sér þær sýningar sem meiningin er að sjá. Þjóðleikhúsið kynnir nú með stolti alíslenskan vetur þar sem öll frumsýnd verk eru af íslenskum uppruna, bæði ný og gömul. Fráfarandi þjóðleikhússtjóri, Tinna Gunnlaugsdóttir, hefur greinilega ákveðið að kveðja á þjóðlegu nótunum og skila um leið góðri stöðu í kassanum. Það er nefnilega lítið róið á ný og fersk mið í vetrardagskrá leikhússins. Uppistaðan eru ýmist verk sem byggð eru á vinsælum skáldsögum, sem treysta má að fólk vilji sjá lifna við á leiksviðinu, eða gamlir standardar eins og Fjalla-Eyvindur og Sjálfstætt fólk. Inn á milli eru vissulega áhugaverð ný verk, en hafi meiningin verið að sýna hina margumtöluðu grósku í íslenskum sviðslistum vekur verkefnavalið furðu. Ýmsir munu eflaust hnussa yfir þessu tuði; hvað er að því að sýna bara íslensk verk? Þurfum við alltaf að vera að sleikja upp einhverja útlendinga? Því er til að svara að í reglugerð um starfsemi Þjóðleikhússins, frá 15. janúar 2009, er skýrt tekið fram að hlutverk þess sé „að sviðsetja árlega fjölbreytt úrval innlendra og erlendra sjónleikja“, „stuðla að samstarfi við erlend leikhús, sviðslistahópa og einstaka listamenn með það að markmiði að auðga leikhúsmenningu í landinu“ og „glæða áhuga landsmanna á leiklist, auðga leikhúsmenningu í landinu og stuðla að þróun sviðslista með því að efla íslenska leikritun og hlúa að nýsköpun á vettvangi leiklistarinnar“. Í ljósi þessarar reglugerðar hlýtur að orka tvímælis að byggja heilt leikár að mestum hluta á íslenskum verkum sem áhorfendur þekkja fyrir. Svo ekki sé nú minnst á hætturnar sem því fylgja að lokast inni í alíslenskum fílabeinsturni og telja sig lítið hafa að sækja út fyrir landsteinana. Það lyktar satt að segja af þjóðrembu sem vekur ótta. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri vakti máls á þessari hættu á málþingi um hlutverk stofnanaleikhúsa í vor og talaði um „heimóttarskap“ í því sambandi. Þau ummæli fóru ekki vel í alla en Þórhildur ítrekaði í svargrein við mótbárum Völu Höskuldsdóttur á vefritinu Reykvélinni að einangrun íslensks leikhúss leiddi til heimóttarskapar: „Ég notaði orðið heimóttarskapur aftur og aftur…fyrst og fremst til að undirstrika áhyggjur mínar af þeirri einangrun sem íslenskt leikhús býr við. Og sú einangrun er staðreynd.“ Þessi varnaðarorð Þórhildar hafa því miður greinilega ekki skilað sér til ráðamanna í Þjóðleikhúsinu. Ekki einungis eru öll verkin á leikárinu íslensk heldur er aðeins einn leikstjórinn erlendur. Hið ríkisrekna íslenska leikhús vill greinilega frekar efla einangrun sína en opna nýja glugga, sem er ekki vænlegt fyrir framtíð íslenskrar leiklistar. Eflum íslenskar sviðslistir fyrir alla muni, en heftum ekki súrefnisflæðið til þeirra utan úr heimi.
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar