Vonast eftir nýjum millilandaflugvelli Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. september 2014 11:00 Ferðamennska á Ísafirði er háð samgöngum á landi, segir Gísli Halldór. fréttablaðið/Pjetur „Það sem kemur á óvart er hvað nýtingin í 101 er rosalega mikil og í raun á höfuðborgarsvæðinu öllu. Ef maður skoðar tölur fyrir árið í ár er nýtingin í mars 97,5 prósent og það er náttúrlega bara ótrúlegt,“ segir Anna Hrefna Ingimundardóttir, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka. Hún kynnti nýja skýrslu um stöðu hótelmarkaðarins á morgunverðarfundi bankans í fyrradag. Ein af niðurstöðunum úr skýrslunni er sú að mun minni árstíðasveifla sé í nýtingu hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar. Meðalnýtingin á höfuðborgarsvæðinu er 77 prósent yfir árið en minnst er hún á Vesturlandi og Vestfjörðum, eða 39,5 prósent. „Helsta ástæðan fyrir því að árstíðasveiflan er minni á höfuðborgarsvæðinu er kannski ekki síst sú að þeir sem koma á veturna eru líklegri til að halda sig í borginni. Það eru meira viðskiptatengdar ferðir. Það eru síður fjölskylduferðir og meira um það að þeir sem koma séu einir í herbergi,“ segir Anna Hrefna. Það sé því ekki endilega góð rúmanýting þótt herbergjanýtingin sé góð. Anna Hrefna segir að það sé mjög jákvætt hvað tekist hafi að draga úr árstíðasveiflunni. „Samkvæmt mínum upplýsingum þarf rosalega lítið markaðsstarf til að auglýsa sumarferðir. Allt markaðsstarfið miðar eiginlega að því að fá fólk utan sumarmánaðanna. Starfið í kringum alla þessa viðburði, eins og HönnunarMars, Food and Fun og Iceland Airwaves, er að skila sér,“ segir hún. „Það hefur verið unnið mikið í því að lengja tímabilið fram í maí og september og teygja það inn í vorið og haustið en af ýmsum samgönguástæðum hefur verið erfiðara fyrir okkur að markaðssetja á fullum krafti fyrir vetrartímann. Það er hins vegar þannig að við erum með mjög góðar aðstæður bæði á norðursvæðinu og suðursvæðinu til að hýsa ráðstefnur og ráðstefnugesti. Málið er bara að það þarf að skipuleggja það með akstri. Það er ekki hægt að reiða sig á flug,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði. Flugvöllurinn á Ísafirði er ekki millilandaflugvöllur og það háir ferðaþjónustunni. „En ég er náttúrlega viss um það að þessi 50-70 þúsund tonn sem stefnir í að verði hérna á næsta áratug af fiskeldi muni knýja menn til að koma hérna á alþjóðaflugvelli. Ég sé ekkert annað í stöðunni en að menn muni vilja það þegar öllum þessum verðmætum verður skipað á land,“ segir hann. Airwaves Ferðamennska á Íslandi Food and Fun Fréttir af flugi Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
„Það sem kemur á óvart er hvað nýtingin í 101 er rosalega mikil og í raun á höfuðborgarsvæðinu öllu. Ef maður skoðar tölur fyrir árið í ár er nýtingin í mars 97,5 prósent og það er náttúrlega bara ótrúlegt,“ segir Anna Hrefna Ingimundardóttir, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka. Hún kynnti nýja skýrslu um stöðu hótelmarkaðarins á morgunverðarfundi bankans í fyrradag. Ein af niðurstöðunum úr skýrslunni er sú að mun minni árstíðasveifla sé í nýtingu hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar. Meðalnýtingin á höfuðborgarsvæðinu er 77 prósent yfir árið en minnst er hún á Vesturlandi og Vestfjörðum, eða 39,5 prósent. „Helsta ástæðan fyrir því að árstíðasveiflan er minni á höfuðborgarsvæðinu er kannski ekki síst sú að þeir sem koma á veturna eru líklegri til að halda sig í borginni. Það eru meira viðskiptatengdar ferðir. Það eru síður fjölskylduferðir og meira um það að þeir sem koma séu einir í herbergi,“ segir Anna Hrefna. Það sé því ekki endilega góð rúmanýting þótt herbergjanýtingin sé góð. Anna Hrefna segir að það sé mjög jákvætt hvað tekist hafi að draga úr árstíðasveiflunni. „Samkvæmt mínum upplýsingum þarf rosalega lítið markaðsstarf til að auglýsa sumarferðir. Allt markaðsstarfið miðar eiginlega að því að fá fólk utan sumarmánaðanna. Starfið í kringum alla þessa viðburði, eins og HönnunarMars, Food and Fun og Iceland Airwaves, er að skila sér,“ segir hún. „Það hefur verið unnið mikið í því að lengja tímabilið fram í maí og september og teygja það inn í vorið og haustið en af ýmsum samgönguástæðum hefur verið erfiðara fyrir okkur að markaðssetja á fullum krafti fyrir vetrartímann. Það er hins vegar þannig að við erum með mjög góðar aðstæður bæði á norðursvæðinu og suðursvæðinu til að hýsa ráðstefnur og ráðstefnugesti. Málið er bara að það þarf að skipuleggja það með akstri. Það er ekki hægt að reiða sig á flug,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði. Flugvöllurinn á Ísafirði er ekki millilandaflugvöllur og það háir ferðaþjónustunni. „En ég er náttúrlega viss um það að þessi 50-70 þúsund tonn sem stefnir í að verði hérna á næsta áratug af fiskeldi muni knýja menn til að koma hérna á alþjóðaflugvelli. Ég sé ekkert annað í stöðunni en að menn muni vilja það þegar öllum þessum verðmætum verður skipað á land,“ segir hann.
Airwaves Ferðamennska á Íslandi Food and Fun Fréttir af flugi Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira