Ung kona með heila – GISP! Friðrika Benónýsdóttir skrifar 23. september 2014 10:00 Emma Watson, stjarnan úr Harry Potter-myndunum, ýtti úr vör átaki UN Women, HeForShe, með ræðu um nauðsyn á jafnræði í umræðu um jafnrétti kynjanna á laugardaginn. Átakið gengur út á það að virkja einn milljarð karlmanna í baráttunni gegn kynjamismunun. Ræða Watson vakti heimsathygli og varla til sá fjölmiðill í hinum vestræna heimi sem ekki hefur slegið henni upp í helstu fréttum. Ástæðan er þó varla sú að ræðan hafi innihaldið einhver ný sannindi, þar var satt best að segja ekkert að finna sem ekki hefur margsinnis verið tönnlast á áður. Nei, það hlýtur að vera frægð leikkonunnar, útlit og ungur aldur sem veldur þessum viðbrögðum. Tuttugu og fjögurra ára kvenkyns Hollywood-stjarna, fyrrverandi barnastjarna meira að segja, sem getur hugsað heila hugsun og þorir að setja hana fram þykir sem sagt afspyrnu fréttnæmt fyrirbæri. Hefði ræðuhaldarinn verið þekktur femínisti á sextugsaldri, til dæmis, hefði varla nokkur fjölmiðill nennt að slá því upp að henni fyndist jafnrétti kynjanna snerta bæði kynin. Segir það sig ekki líka sjálft? Það er mikið talað um æskudýrkun samtímans og eflaust einhverjir sem vilja flokka þessa athygli sem ræða Watson fær sem enn eitt dæmið um hana. En sé dæmið sett í samhengi við þá umfjöllun sem ungt fólk fær sem vitsmunaverur og aktívistar er mun nær að flokka athyglina sem furðu yfir því að konan skuli yfirhöfuð hafa heila. Hver umfjöllunin um svokallaða millennials, fólk sem var unglingar eða börn um aldamótin, rekur aðra og útgangspunktur þeirra flestra er að Y-kynslóðin, eins og þessi aldurshópur er líka kallaður, sé sjálfhverf, löt, tölvu- og klámsjúk og hafi engan áhuga á þjóðfélagsmálum. Það vakti mikla athygli í undanfara sjálfstæðiskosninganna í Skotlandi hversu ungt fólk lét sig málið miklu skipta, þar sem almannarómurinn segir að það hafi ekki áhuga á pólitík, og hér heima má nánast daglega lesa einhverja hrokafulla athugasemd í bloggum eða Facebook-statusum um „fréttabörnin“ sem ekkert kunna og ekkert skilja og eru víst að leggja íslenska fjölmiðlun í rúst. Kynslóðin sem umræðunni stjórnar, aðallega fólk á fimmtugs-, sextugs- og sjötugsaldri, virðist engan veginn skilja það að meint áhugaleysi ungu kynslóðarinnar á samfélagsmálum og pólitík er ekki áhugaleysi á þeim málaflokkum sem slíkum heldur hefur þetta unga fólk bara engan áhuga á að taka þátt í þeirri umræðuhefð, almennu leiðindum og hrossakaupapólitík sem fyrrnefndar kynslóðir hafa skapað. Þau vilja, eins og allar kynslóðir á undan þeim, fá að skilgreina samfélagið og pólitíkina út frá eigin forsendum, finna sínar leiðir til lausna og tengja þjóðfélagsmál og pólitík við eigin upplifanir og þann heim sem þau lifa í, ekki þann heim sem fólk yfir fimmtugu ólst upp í. Það hlýtur að vera sjálfsögð kurteisi að gefa þeim tíma og svigrúm til að þróa sína hugmyndafræði og koma sinni heimssýn á framfæri án þess ýmist að fordæma æsku þeirra og reynsluleysi eða hefja það upp til skýjanna að ungt fólk hafi skoðun yfirleitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Emma Watson, stjarnan úr Harry Potter-myndunum, ýtti úr vör átaki UN Women, HeForShe, með ræðu um nauðsyn á jafnræði í umræðu um jafnrétti kynjanna á laugardaginn. Átakið gengur út á það að virkja einn milljarð karlmanna í baráttunni gegn kynjamismunun. Ræða Watson vakti heimsathygli og varla til sá fjölmiðill í hinum vestræna heimi sem ekki hefur slegið henni upp í helstu fréttum. Ástæðan er þó varla sú að ræðan hafi innihaldið einhver ný sannindi, þar var satt best að segja ekkert að finna sem ekki hefur margsinnis verið tönnlast á áður. Nei, það hlýtur að vera frægð leikkonunnar, útlit og ungur aldur sem veldur þessum viðbrögðum. Tuttugu og fjögurra ára kvenkyns Hollywood-stjarna, fyrrverandi barnastjarna meira að segja, sem getur hugsað heila hugsun og þorir að setja hana fram þykir sem sagt afspyrnu fréttnæmt fyrirbæri. Hefði ræðuhaldarinn verið þekktur femínisti á sextugsaldri, til dæmis, hefði varla nokkur fjölmiðill nennt að slá því upp að henni fyndist jafnrétti kynjanna snerta bæði kynin. Segir það sig ekki líka sjálft? Það er mikið talað um æskudýrkun samtímans og eflaust einhverjir sem vilja flokka þessa athygli sem ræða Watson fær sem enn eitt dæmið um hana. En sé dæmið sett í samhengi við þá umfjöllun sem ungt fólk fær sem vitsmunaverur og aktívistar er mun nær að flokka athyglina sem furðu yfir því að konan skuli yfirhöfuð hafa heila. Hver umfjöllunin um svokallaða millennials, fólk sem var unglingar eða börn um aldamótin, rekur aðra og útgangspunktur þeirra flestra er að Y-kynslóðin, eins og þessi aldurshópur er líka kallaður, sé sjálfhverf, löt, tölvu- og klámsjúk og hafi engan áhuga á þjóðfélagsmálum. Það vakti mikla athygli í undanfara sjálfstæðiskosninganna í Skotlandi hversu ungt fólk lét sig málið miklu skipta, þar sem almannarómurinn segir að það hafi ekki áhuga á pólitík, og hér heima má nánast daglega lesa einhverja hrokafulla athugasemd í bloggum eða Facebook-statusum um „fréttabörnin“ sem ekkert kunna og ekkert skilja og eru víst að leggja íslenska fjölmiðlun í rúst. Kynslóðin sem umræðunni stjórnar, aðallega fólk á fimmtugs-, sextugs- og sjötugsaldri, virðist engan veginn skilja það að meint áhugaleysi ungu kynslóðarinnar á samfélagsmálum og pólitík er ekki áhugaleysi á þeim málaflokkum sem slíkum heldur hefur þetta unga fólk bara engan áhuga á að taka þátt í þeirri umræðuhefð, almennu leiðindum og hrossakaupapólitík sem fyrrnefndar kynslóðir hafa skapað. Þau vilja, eins og allar kynslóðir á undan þeim, fá að skilgreina samfélagið og pólitíkina út frá eigin forsendum, finna sínar leiðir til lausna og tengja þjóðfélagsmál og pólitík við eigin upplifanir og þann heim sem þau lifa í, ekki þann heim sem fólk yfir fimmtugu ólst upp í. Það hlýtur að vera sjálfsögð kurteisi að gefa þeim tíma og svigrúm til að þróa sína hugmyndafræði og koma sinni heimssýn á framfæri án þess ýmist að fordæma æsku þeirra og reynsluleysi eða hefja það upp til skýjanna að ungt fólk hafi skoðun yfirleitt.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun