Hinir vammlausu Sigurjón M. Egilsson skrifar 1. október 2014 07:30 Mikið hefur farið fyrir Guðna Ágústssyni, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, vegna mjólkurmálsins. Í viðtali við Vísi sagði Guðni orðrétt: „…þar sem ég kom fram með upplýsingar beint frá Ásmundi Stefánssyni, sem var vammlaus verkalýðsleiðtogi og svo bankastjóri Landsbankans á erfiðustu tímum Íslandssögunnar. Hann sagði klárt mál að öll þau viðskipti hefðu farið fram á bankalegum forsendum.“ Þarna er Guðni að tala um viðskipti Ólafs Magnússonar, áður í Mjólku, og Landsbankans, banka sem Ásmundur Stefánsson stýrði skamma stund eftir hrun. Af orðum Guðna má ráða að Ásmundi hafi þótt við hæfi að upplýsa ráðherrann fyrrverandi um viðskipti Ólafs og bankans. Má þetta? Eru fyrrverandi bankastjórar fríir frá bankaleynd? Og ef Ásmundur dreifir slíkum upplýsingum til birtingar í fjölmiðlum er nærtækast að spyrja hvort aðrar upplýsingar, og viðkvæmari, um annað fólk og önnur viðskipti séu einnig á vitorði fyrrverandi ráðamanna, eða núverandi eða bara hvers sem er. Hverjir eru vammlausir? Eitt er að lagasmiðurinn Guðni gangi fram fyrir skjöldu og verji afleiðingar laganna, og það í umboði þeirra sem nutu góðs af þeim. Annað er og af allt öðrum meiði að í þeirri baráttu sé unnt að opinbera fyrir alþjóð upplýsingar um bankaviðskipti fólks og fyrirtækja. Mjólkurmálið ætlar að geta af sér skuggahliðar. Spurning um trúnað fyrrverandi bankastjóra er meðal þeirra og það verður að gera þá kröfu að áragömul bankaviðskipti rati ekki í átök eða dægurþras. Bankamenn verða að vera ærlegri en svo að þeir láti undan ráðafólki, núverandi og fyrrverandi, og láti því í té upplýsingar um hvernig einn eða annar stóð sig gagnvart viðskiptabankanum. Ef þeir eru vammlausir, þá er spurt hvort þeir hafi leikið leikinn án þess að sjá fyrir endann á honum. Vissir í sinni sök. Nýjasta staðan er sú að frá Seljavöllum heyrist rödd Egils Eiríkssonar, sem á sæti í fulltrúaráði Auðhumlu. Egill er ákveðinn. Hann segir í samtali við Fréttablaðið: „Ég tel í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er núna að það sé réttast að kalla til fulltrúaráðsfundar þar sem ný stjórn yrði kjörin og í framhaldi af því myndi hún ráða nýjan forstjóra Mjólkursamsölunnar.“ Þrátt fyrir yfirburði í umræðunni, meðal annars vitneskju um viðskipti einstakra manna við Landsbankann, er málið hugsanlega að snúast í höndum þeirra. Meðal bænda er ekki samstaða. Þaðan er greinilega sótt að forsvarsmönnunum. „Við kúabændur viljum ekki að svona sé staðið að málum. Okkur er umhugað um orðstír Mjólkursamsölunnar og viljum ekki að honum sé stefnt í voða. Neytendur verða að vera vissir um það að við séum fyrst og fremst að gæta hagsmuna þeirra,“ sagði Egill í Fréttablaðinu í gær. Innan stjórnmálanna er mikill og þverpólitískur vilji til að halda óbreyttu kerfi. Rök þingmanna eru þau að neytendur og bændur hafi mikinn hag af því að samkeppnin sé sem minnst. Þeir taka undir með Guðna Ágústssyni og fleirum og færa fram sömu rök og hann. Það eru önnur rök í málinu. Það eru rök sem mæla með fjölbreytni, nýjungum og öðru sem fæðist í hinu smáa. Mjólkurmálið snýst aðeins að hluta um mjólk og Mjólkursamsöluna. Miklu frekar um sérhagsmuni, sérreglur, vandann við fámennið, litla markaði, nærgætni, tillitssemi og fjölbreytni. Engum þarf að koma á óvart að á Alþingi sé þverpólitísk samstaða um að viðhalda sérréttindum þess sterka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Mikið hefur farið fyrir Guðna Ágústssyni, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, vegna mjólkurmálsins. Í viðtali við Vísi sagði Guðni orðrétt: „…þar sem ég kom fram með upplýsingar beint frá Ásmundi Stefánssyni, sem var vammlaus verkalýðsleiðtogi og svo bankastjóri Landsbankans á erfiðustu tímum Íslandssögunnar. Hann sagði klárt mál að öll þau viðskipti hefðu farið fram á bankalegum forsendum.“ Þarna er Guðni að tala um viðskipti Ólafs Magnússonar, áður í Mjólku, og Landsbankans, banka sem Ásmundur Stefánsson stýrði skamma stund eftir hrun. Af orðum Guðna má ráða að Ásmundi hafi þótt við hæfi að upplýsa ráðherrann fyrrverandi um viðskipti Ólafs og bankans. Má þetta? Eru fyrrverandi bankastjórar fríir frá bankaleynd? Og ef Ásmundur dreifir slíkum upplýsingum til birtingar í fjölmiðlum er nærtækast að spyrja hvort aðrar upplýsingar, og viðkvæmari, um annað fólk og önnur viðskipti séu einnig á vitorði fyrrverandi ráðamanna, eða núverandi eða bara hvers sem er. Hverjir eru vammlausir? Eitt er að lagasmiðurinn Guðni gangi fram fyrir skjöldu og verji afleiðingar laganna, og það í umboði þeirra sem nutu góðs af þeim. Annað er og af allt öðrum meiði að í þeirri baráttu sé unnt að opinbera fyrir alþjóð upplýsingar um bankaviðskipti fólks og fyrirtækja. Mjólkurmálið ætlar að geta af sér skuggahliðar. Spurning um trúnað fyrrverandi bankastjóra er meðal þeirra og það verður að gera þá kröfu að áragömul bankaviðskipti rati ekki í átök eða dægurþras. Bankamenn verða að vera ærlegri en svo að þeir láti undan ráðafólki, núverandi og fyrrverandi, og láti því í té upplýsingar um hvernig einn eða annar stóð sig gagnvart viðskiptabankanum. Ef þeir eru vammlausir, þá er spurt hvort þeir hafi leikið leikinn án þess að sjá fyrir endann á honum. Vissir í sinni sök. Nýjasta staðan er sú að frá Seljavöllum heyrist rödd Egils Eiríkssonar, sem á sæti í fulltrúaráði Auðhumlu. Egill er ákveðinn. Hann segir í samtali við Fréttablaðið: „Ég tel í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er núna að það sé réttast að kalla til fulltrúaráðsfundar þar sem ný stjórn yrði kjörin og í framhaldi af því myndi hún ráða nýjan forstjóra Mjólkursamsölunnar.“ Þrátt fyrir yfirburði í umræðunni, meðal annars vitneskju um viðskipti einstakra manna við Landsbankann, er málið hugsanlega að snúast í höndum þeirra. Meðal bænda er ekki samstaða. Þaðan er greinilega sótt að forsvarsmönnunum. „Við kúabændur viljum ekki að svona sé staðið að málum. Okkur er umhugað um orðstír Mjólkursamsölunnar og viljum ekki að honum sé stefnt í voða. Neytendur verða að vera vissir um það að við séum fyrst og fremst að gæta hagsmuna þeirra,“ sagði Egill í Fréttablaðinu í gær. Innan stjórnmálanna er mikill og þverpólitískur vilji til að halda óbreyttu kerfi. Rök þingmanna eru þau að neytendur og bændur hafi mikinn hag af því að samkeppnin sé sem minnst. Þeir taka undir með Guðna Ágústssyni og fleirum og færa fram sömu rök og hann. Það eru önnur rök í málinu. Það eru rök sem mæla með fjölbreytni, nýjungum og öðru sem fæðist í hinu smáa. Mjólkurmálið snýst aðeins að hluta um mjólk og Mjólkursamsöluna. Miklu frekar um sérhagsmuni, sérreglur, vandann við fámennið, litla markaði, nærgætni, tillitssemi og fjölbreytni. Engum þarf að koma á óvart að á Alþingi sé þverpólitísk samstaða um að viðhalda sérréttindum þess sterka.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun