Borgin, heimkynni okkar Hjálmar Sveinsson skrifar 14. október 2014 07:00 Ein mikilvægasta lífskjarabarátta okkar tíma snýst um að borgarumhverfið sé heilsusamlegt, hagkvæmt, skjólsælt, skilvirkt, umhverfisvænt, fallegt, öruggt, réttlátt og endurnærandi. Já, einmitt endurnærandi! Við höfum sagt skilið við þá gömlu hugmynd, sem var lengi ríkjandi, að borgin sé vélrænn staður þar sem við dveljum, nauðug viljug, til að sækja vinnu og skóla á virkum dögum en flýtum okkur síðan burt úr bænum um helgar eða lokum okkur af inni í íbúðum okkar. Segja má að borgir séu komnar aftur í tísku, eftir nokkuð langt niðurlægingartímabil sem varði frá 1970 til 2000, þegar allir virtust á leið út úr borgunum. Borgirnar toga sífellt fleiri til sín. Meira en helmingur mannkyns býr nú í borgum. Austan hafs og vestan eru flestir sammála um að borgirnar geti ekki þanist út endalaust. Það er löngu komið í ljós að gott byggingarland er takmörkuð verðmæti, jarðefnaeldsneyti er ekki ótakmarkað og loftmengun af völdum mikillar bílaumferðar er staðbundið og hnattrænt vandamál. Áhersla á lífsgæði, lýðheilsu, betri landnýtingu, þéttingu byggðar gengur eins og rauður þráður í gegnum nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík sem á að gilda til ársins 2030. Sama má segja um tillögu að nýju skipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið í heild sinni til ársins 2040. Borgin er umhverfið sem við, borgarbúarnir, höfum skapað okkur. Hún er heimkynni okkar. Hún er daglegt hlutskipti okkar. Hún tekur á móti okkur þegar við förum út á morgnana og fylgjum krökkunum í skólann, förum í vinnuna, kaupum inn, mælum okkur mót við fólk, skreppum í sund, leitum til læknis, mætum í brúðkaup og jarðarför. Borgin mótar okkur og það sem er ekkert síður mikilvægt, við mótum borgina. Gott líf borgarbúans felst í því að vera dagsdaglega virkur notandi borgarinnar. Við vöskum upp á heimili okkar, tökum til og eldum góðan mat. Gott heimilislíf felst ekkert síður í þessum hversdagslegu athöfnum en því að borða matinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Ein mikilvægasta lífskjarabarátta okkar tíma snýst um að borgarumhverfið sé heilsusamlegt, hagkvæmt, skjólsælt, skilvirkt, umhverfisvænt, fallegt, öruggt, réttlátt og endurnærandi. Já, einmitt endurnærandi! Við höfum sagt skilið við þá gömlu hugmynd, sem var lengi ríkjandi, að borgin sé vélrænn staður þar sem við dveljum, nauðug viljug, til að sækja vinnu og skóla á virkum dögum en flýtum okkur síðan burt úr bænum um helgar eða lokum okkur af inni í íbúðum okkar. Segja má að borgir séu komnar aftur í tísku, eftir nokkuð langt niðurlægingartímabil sem varði frá 1970 til 2000, þegar allir virtust á leið út úr borgunum. Borgirnar toga sífellt fleiri til sín. Meira en helmingur mannkyns býr nú í borgum. Austan hafs og vestan eru flestir sammála um að borgirnar geti ekki þanist út endalaust. Það er löngu komið í ljós að gott byggingarland er takmörkuð verðmæti, jarðefnaeldsneyti er ekki ótakmarkað og loftmengun af völdum mikillar bílaumferðar er staðbundið og hnattrænt vandamál. Áhersla á lífsgæði, lýðheilsu, betri landnýtingu, þéttingu byggðar gengur eins og rauður þráður í gegnum nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík sem á að gilda til ársins 2030. Sama má segja um tillögu að nýju skipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið í heild sinni til ársins 2040. Borgin er umhverfið sem við, borgarbúarnir, höfum skapað okkur. Hún er heimkynni okkar. Hún er daglegt hlutskipti okkar. Hún tekur á móti okkur þegar við förum út á morgnana og fylgjum krökkunum í skólann, förum í vinnuna, kaupum inn, mælum okkur mót við fólk, skreppum í sund, leitum til læknis, mætum í brúðkaup og jarðarför. Borgin mótar okkur og það sem er ekkert síður mikilvægt, við mótum borgina. Gott líf borgarbúans felst í því að vera dagsdaglega virkur notandi borgarinnar. Við vöskum upp á heimili okkar, tökum til og eldum góðan mat. Gott heimilislíf felst ekkert síður í þessum hversdagslegu athöfnum en því að borða matinn.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun