Skyr út, jógúrt inn: Það elska það allir Ólafur Stephensen skrifar 13. nóvember 2014 07:00 Mjólkursamsalan hefur náð glæsilegum árangri í útflutningi á íslenzka skyrinu. Fram kom í fjölmiðlum fyrr í vikunni að MS áformaði að selja um 100 milljón dósir af skyri á næsta ári, þar af meira en 80% erlendis. Sala á skyri erlendis hefur vaxið um 85% á þessu ári. Í Morgunblaðinu var haft eftir Jóni Axel Péturssyni, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs MS, að tollar Evrópusambandsins hömluðu útflutningi á skyri frá Íslandi. ESB gefur út tollkvóta, þannig að fyrstu tæplega 400 tonnin sem flutt eru inn til ríkja sambandsins eru tollfrjáls, en eftir það leggjast á tollar. Áætlað er að skyrsala í Finnlandi einu og sér verði um 5.400 tonn á næsta ári. Í öllum norrænu ríkjunum er gríðarleg eftirspurn eftir skyri. „Það elska það allir, ungir sem aldnir, hvar sem við setjum niður fót og kynnum það og seljum,“ segir Jón Axel í Morgunblaðinu. Til að greiða fyrir útflutningnum hafa Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði óskað eftir að fá allt að fimm þúsund tonna aukinn skyrkvóta í Evrópusambandinu, að því er Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra greindi frá á Alþingi 3. nóvember. Í febrúar á næsta ári eru áformaðar viðræður í Brussel, þar sem á að reyna að semja um aukna fríverzlun Íslands og ESB og krafan um aukinn skyrkvóta verður höfð uppi. Landssamtök sláturleyfishafa hafa líka farið fram á að tollfrjáls kvóti fyrir lambakjöt í ESB verði aukinn úr 1.850 tonnum í 4.000 tonn. Landbúnaðarráðherrann sagði í þinginu að Ísland legði áherzlu á „algera gagnkvæmni í niðurfellingum tolla, þ.e. að vörur sem eiga að vera á núlltollum inn til Íslands verði einnig á núlltollum inn til Evrópu frá Íslandi.“ Væntanlega á hann ekki við að á móti innflutningskvóta fyrir skyr og lambakjöt í ESB rýmki Ísland til fyrir innflutningi sömu vara hingað; það myndi hvorki gagnast framleiðendum í ESB né neytendum á Íslandi.Jógúrtin er tolluð Hins vegar eru margar landbúnaðarvörur, framleiddar í ríkjum Evrópusambandsins, sem mikil eftirspurn er eftir hér á Íslandi, en innflutningur er torveldaður á með tollum. Ein slík vara er jógúrt, sem íslenzk stjórnvöld hafa hingað til aldrei tekið í mál að fella niður tolla á, vegna þess að jógúrtinnflutningur væri í beinni samkeppni við innlenda framleiðslu. Slík rök halda að sjálfsögðu ekki þegar verið er að fara fram á mörg þúsund tonna tollkvóta fyrir stærsta framleiðanda jógúrtvara á Íslandi inn á ESB-markaðinn. Í ofanálag er kvótinn ætlaður vöru, sem er víðast hvar í beinni samkeppni við jógúrtvörur. Tollurinn á kíló af jógúrt sem flutt er inn frá ESB-löndum er í dag 53 krónur. Það er ekki svakalegur tollur miðað við ýmislegt annað sem viðgengst í tollskránni, en auðvitað myndi neytendur muna um að hann félli niður. MS og aðrir innlendir jógúrtframleiðendur fengju aukna samkeppni, sem vandséð er að þeir gætu kvartað undan þegar þeir blanda sér sjálfir galvaskir í samkeppnina á ESB-markaði.Ekki bara framleiðendahagsmunir Það kom ekki sérstaklega á óvart að í áðurnefndum umræðum á Alþingi stillti landbúnaðarráðherrann málinu eingöngu upp sem hagsmunamáli innlendra framleiðenda af því að geta flutt meira út til ESB-ríkja. En auðvitað eru það líka hagsmunir íslenzkra neytenda og verzlunarinnar í landinu að tollar séu felldir niður á erlendum landbúnaðarvörum – vörum, sem er mikil eftirspurn eftir og allir elska og eru þar af leiðandi í samkeppni við innlenda framleiðslu. Bezt væri að það tækist að semja um mikla lækkun á tollum á íslenzka skyrinu og lambakjötinu, og á móti kæmi mikil lækkun á til dæmis jógúrt, ostum, pylsum og skinkum frá ESB. Það væri niðurstaða sem allir ættu að geta elskað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Skoðun Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Sjá meira
Mjólkursamsalan hefur náð glæsilegum árangri í útflutningi á íslenzka skyrinu. Fram kom í fjölmiðlum fyrr í vikunni að MS áformaði að selja um 100 milljón dósir af skyri á næsta ári, þar af meira en 80% erlendis. Sala á skyri erlendis hefur vaxið um 85% á þessu ári. Í Morgunblaðinu var haft eftir Jóni Axel Péturssyni, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs MS, að tollar Evrópusambandsins hömluðu útflutningi á skyri frá Íslandi. ESB gefur út tollkvóta, þannig að fyrstu tæplega 400 tonnin sem flutt eru inn til ríkja sambandsins eru tollfrjáls, en eftir það leggjast á tollar. Áætlað er að skyrsala í Finnlandi einu og sér verði um 5.400 tonn á næsta ári. Í öllum norrænu ríkjunum er gríðarleg eftirspurn eftir skyri. „Það elska það allir, ungir sem aldnir, hvar sem við setjum niður fót og kynnum það og seljum,“ segir Jón Axel í Morgunblaðinu. Til að greiða fyrir útflutningnum hafa Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði óskað eftir að fá allt að fimm þúsund tonna aukinn skyrkvóta í Evrópusambandinu, að því er Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra greindi frá á Alþingi 3. nóvember. Í febrúar á næsta ári eru áformaðar viðræður í Brussel, þar sem á að reyna að semja um aukna fríverzlun Íslands og ESB og krafan um aukinn skyrkvóta verður höfð uppi. Landssamtök sláturleyfishafa hafa líka farið fram á að tollfrjáls kvóti fyrir lambakjöt í ESB verði aukinn úr 1.850 tonnum í 4.000 tonn. Landbúnaðarráðherrann sagði í þinginu að Ísland legði áherzlu á „algera gagnkvæmni í niðurfellingum tolla, þ.e. að vörur sem eiga að vera á núlltollum inn til Íslands verði einnig á núlltollum inn til Evrópu frá Íslandi.“ Væntanlega á hann ekki við að á móti innflutningskvóta fyrir skyr og lambakjöt í ESB rýmki Ísland til fyrir innflutningi sömu vara hingað; það myndi hvorki gagnast framleiðendum í ESB né neytendum á Íslandi.Jógúrtin er tolluð Hins vegar eru margar landbúnaðarvörur, framleiddar í ríkjum Evrópusambandsins, sem mikil eftirspurn er eftir hér á Íslandi, en innflutningur er torveldaður á með tollum. Ein slík vara er jógúrt, sem íslenzk stjórnvöld hafa hingað til aldrei tekið í mál að fella niður tolla á, vegna þess að jógúrtinnflutningur væri í beinni samkeppni við innlenda framleiðslu. Slík rök halda að sjálfsögðu ekki þegar verið er að fara fram á mörg þúsund tonna tollkvóta fyrir stærsta framleiðanda jógúrtvara á Íslandi inn á ESB-markaðinn. Í ofanálag er kvótinn ætlaður vöru, sem er víðast hvar í beinni samkeppni við jógúrtvörur. Tollurinn á kíló af jógúrt sem flutt er inn frá ESB-löndum er í dag 53 krónur. Það er ekki svakalegur tollur miðað við ýmislegt annað sem viðgengst í tollskránni, en auðvitað myndi neytendur muna um að hann félli niður. MS og aðrir innlendir jógúrtframleiðendur fengju aukna samkeppni, sem vandséð er að þeir gætu kvartað undan þegar þeir blanda sér sjálfir galvaskir í samkeppnina á ESB-markaði.Ekki bara framleiðendahagsmunir Það kom ekki sérstaklega á óvart að í áðurnefndum umræðum á Alþingi stillti landbúnaðarráðherrann málinu eingöngu upp sem hagsmunamáli innlendra framleiðenda af því að geta flutt meira út til ESB-ríkja. En auðvitað eru það líka hagsmunir íslenzkra neytenda og verzlunarinnar í landinu að tollar séu felldir niður á erlendum landbúnaðarvörum – vörum, sem er mikil eftirspurn eftir og allir elska og eru þar af leiðandi í samkeppni við innlenda framleiðslu. Bezt væri að það tækist að semja um mikla lækkun á tollum á íslenzka skyrinu og lambakjötinu, og á móti kæmi mikil lækkun á til dæmis jógúrt, ostum, pylsum og skinkum frá ESB. Það væri niðurstaða sem allir ættu að geta elskað.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun