Helgi Jónas hættur | Þarf að endurskoða líf mitt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. nóvember 2014 06:30 Breytt heimsmynd blasir við Helga Jónasi Guðfinnssyni eftir að hafa veikst. Hann þarf að endurskoða líf sitt og passa betur upp á sig í framtíðinni. fréttablaðið/stefán „Þetta var mjög erfið ákvörðun enda hefur körfuboltinn spilað stóra rullu í mínu lífi,“ segir Helgi Jónas Guðfinnsson, fráfarandi þjálfari Keflavíkur, en hann ákvað að hætta þjálfun liðsins um síðustu helgi. Hann fann fyrir hjartsláttartruflunum í leik fyrir tveimur vikum og yfirgaf þá völlinn í leikhléi. Það átti eftir að verða hans síðasti leikur sem þjálfari Keflavíkur. Helgi hefur verið mjög máttlítill síðan hann fann fyrir truflununum en er aðeins að komast á lappir. Hann þarf þó að passa upp á sig.Má við mjög litlu „Ég er búinn að vera þokkalegur í einn og hálfan dag núna. Ég má samt við rosalega litlu. Þá fer ég að finna fyrir truflununum á nýjan leik,“ segir Helgi en hann hitti hjartasérfræðing á dögunum. „Ég fékk góða skoðun hjá lækninum en þetta var viðvörun fyrir mig. Læknirinn sagði að ég réði því hvað ég gerði við þessa viðvörun. Það lá fyrir að ég yrði að fækka við mig verkefnum og þar af hætta að þjálfa Keflavík. Þar með er þessum kafla í mínu lífi lokið. Ég mun aldrei þjálfa körfuboltalið aftur. Ég hef ekki áhuga á því að setja mig í þessa aðstöðu aftur.“ Það tekur á andlega sem líkamlega að vera þjálfari liðs í úrvalsdeild. Starfinu fylgir líka mikil streita og hún er einfaldlega hættuleg fyrir Helga Jónas. „Það er mikið stress að vera þjálfari og misjafnt hvernig menn höndla stressið. Svo safnast þetta upp eins og hjá mér. Ég verð að vera skynsamur en það er erfitt að yfirgefa sviðið enda svo margt skemmtilegt við körfuna. Það er undirbúningurinn, skipulag og allt í kringum boltann. Það er erfitt að hugsa til þess að ég fái aldrei að taka þátt í því aftur. Þess vegna var ákvörðunin svona erfið. Eftir að hafa rætt þetta vel við konuna mína þá er þetta skynsamlegasta ákvörðunin enda snýst þetta um mína heilsu.“Fjölnir - Grindavík Páll Axel Vilbergsson Helgi Jónas Guðfinsson körfubolti vetur 2012 LengjubikarÞarf að endurskoða lífið Það hefur einnig verið mikið að gera hjá Helga Jónasi við að byggja upp Metabolic-þjálfunarkerfið sem hefur notið mikillar hylli á Íslandi. „Ég þarf að minnka við mig þar líka. Ég hef verið að þjálfa, svo er utanumhald og þróunarvinna. Þess utan er verið að reyna að koma þessu á erlendan markað og þá eru oft fundir á nóttunni. Ég þarf að endurskoða margt í lífi mínu. Til að mynda svefn sem er streituþáttur. Ég er lánsamur að hafa lifað heilbrigðu lífi og ef ég væri ekki hraustur hefði kannski farið verr.“ Helgi var frábær leikmaður áður en hann fór út í þjálfun þar sem hann náði einnig framúrskarandi árangri. Körfuboltinn er nánast í blóðinu á honum og því er erfitt fyrir hann að kveðja boltann til frambúðar. „Nú tek ég mér algjört frí frá boltanum. Fer ekki einu sinni á völlinn á meðan ég er að reyna að ná mér aftur á ról. Það gengur fyrir að ná fullri heilsu núna. Það tekur lengri tíma en ég átti von á. Ég verð því að vera þolinmóður og hlusta á líkamann. Ég hef verið að predika það við fólkið sem ég þjálfa að hlusta á skrokkinn á sér. Nú er komið að mér að hlusta á sjálfan mig.“ Dominos-deild karla Körfubolti Tengdar fréttir Sigurður leysir Helga Jónas af hólmi Keflavík er búið að skipta um þjálfara hjá karlaliðinu en Helgi Jónas Guðfinnsson er hættur af heilsufarsástæðum. 23. nóvember 2014 19:09 Falur: Settum enga pressu á Helga Jónas "Siggi er virkilega góður þjálfari og hann var eini maðurinn sem við töluðum við," segir Falur Harðarson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, um þjálfaraskiptin hjá félaginu. 23. nóvember 2014 19:27 Helgi glímir við hjartsláttartruflanir | Gæti hætt þjálfun hjá Keflavík "Maður verður smeykur þegar maður finnur fyrir svona. Mér var brugðið og leist eiginlega ekkert á blikuna," segir Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Keflavíkur, en hann varð að yfirgefa íþróttahúsið er hann stýrði liði sínu gegn ÍR á fimmtudag. 17. nóvember 2014 14:41 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira
„Þetta var mjög erfið ákvörðun enda hefur körfuboltinn spilað stóra rullu í mínu lífi,“ segir Helgi Jónas Guðfinnsson, fráfarandi þjálfari Keflavíkur, en hann ákvað að hætta þjálfun liðsins um síðustu helgi. Hann fann fyrir hjartsláttartruflunum í leik fyrir tveimur vikum og yfirgaf þá völlinn í leikhléi. Það átti eftir að verða hans síðasti leikur sem þjálfari Keflavíkur. Helgi hefur verið mjög máttlítill síðan hann fann fyrir truflununum en er aðeins að komast á lappir. Hann þarf þó að passa upp á sig.Má við mjög litlu „Ég er búinn að vera þokkalegur í einn og hálfan dag núna. Ég má samt við rosalega litlu. Þá fer ég að finna fyrir truflununum á nýjan leik,“ segir Helgi en hann hitti hjartasérfræðing á dögunum. „Ég fékk góða skoðun hjá lækninum en þetta var viðvörun fyrir mig. Læknirinn sagði að ég réði því hvað ég gerði við þessa viðvörun. Það lá fyrir að ég yrði að fækka við mig verkefnum og þar af hætta að þjálfa Keflavík. Þar með er þessum kafla í mínu lífi lokið. Ég mun aldrei þjálfa körfuboltalið aftur. Ég hef ekki áhuga á því að setja mig í þessa aðstöðu aftur.“ Það tekur á andlega sem líkamlega að vera þjálfari liðs í úrvalsdeild. Starfinu fylgir líka mikil streita og hún er einfaldlega hættuleg fyrir Helga Jónas. „Það er mikið stress að vera þjálfari og misjafnt hvernig menn höndla stressið. Svo safnast þetta upp eins og hjá mér. Ég verð að vera skynsamur en það er erfitt að yfirgefa sviðið enda svo margt skemmtilegt við körfuna. Það er undirbúningurinn, skipulag og allt í kringum boltann. Það er erfitt að hugsa til þess að ég fái aldrei að taka þátt í því aftur. Þess vegna var ákvörðunin svona erfið. Eftir að hafa rætt þetta vel við konuna mína þá er þetta skynsamlegasta ákvörðunin enda snýst þetta um mína heilsu.“Fjölnir - Grindavík Páll Axel Vilbergsson Helgi Jónas Guðfinsson körfubolti vetur 2012 LengjubikarÞarf að endurskoða lífið Það hefur einnig verið mikið að gera hjá Helga Jónasi við að byggja upp Metabolic-þjálfunarkerfið sem hefur notið mikillar hylli á Íslandi. „Ég þarf að minnka við mig þar líka. Ég hef verið að þjálfa, svo er utanumhald og þróunarvinna. Þess utan er verið að reyna að koma þessu á erlendan markað og þá eru oft fundir á nóttunni. Ég þarf að endurskoða margt í lífi mínu. Til að mynda svefn sem er streituþáttur. Ég er lánsamur að hafa lifað heilbrigðu lífi og ef ég væri ekki hraustur hefði kannski farið verr.“ Helgi var frábær leikmaður áður en hann fór út í þjálfun þar sem hann náði einnig framúrskarandi árangri. Körfuboltinn er nánast í blóðinu á honum og því er erfitt fyrir hann að kveðja boltann til frambúðar. „Nú tek ég mér algjört frí frá boltanum. Fer ekki einu sinni á völlinn á meðan ég er að reyna að ná mér aftur á ról. Það gengur fyrir að ná fullri heilsu núna. Það tekur lengri tíma en ég átti von á. Ég verð því að vera þolinmóður og hlusta á líkamann. Ég hef verið að predika það við fólkið sem ég þjálfa að hlusta á skrokkinn á sér. Nú er komið að mér að hlusta á sjálfan mig.“
Dominos-deild karla Körfubolti Tengdar fréttir Sigurður leysir Helga Jónas af hólmi Keflavík er búið að skipta um þjálfara hjá karlaliðinu en Helgi Jónas Guðfinnsson er hættur af heilsufarsástæðum. 23. nóvember 2014 19:09 Falur: Settum enga pressu á Helga Jónas "Siggi er virkilega góður þjálfari og hann var eini maðurinn sem við töluðum við," segir Falur Harðarson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, um þjálfaraskiptin hjá félaginu. 23. nóvember 2014 19:27 Helgi glímir við hjartsláttartruflanir | Gæti hætt þjálfun hjá Keflavík "Maður verður smeykur þegar maður finnur fyrir svona. Mér var brugðið og leist eiginlega ekkert á blikuna," segir Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Keflavíkur, en hann varð að yfirgefa íþróttahúsið er hann stýrði liði sínu gegn ÍR á fimmtudag. 17. nóvember 2014 14:41 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira
Sigurður leysir Helga Jónas af hólmi Keflavík er búið að skipta um þjálfara hjá karlaliðinu en Helgi Jónas Guðfinnsson er hættur af heilsufarsástæðum. 23. nóvember 2014 19:09
Falur: Settum enga pressu á Helga Jónas "Siggi er virkilega góður þjálfari og hann var eini maðurinn sem við töluðum við," segir Falur Harðarson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, um þjálfaraskiptin hjá félaginu. 23. nóvember 2014 19:27
Helgi glímir við hjartsláttartruflanir | Gæti hætt þjálfun hjá Keflavík "Maður verður smeykur þegar maður finnur fyrir svona. Mér var brugðið og leist eiginlega ekkert á blikuna," segir Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Keflavíkur, en hann varð að yfirgefa íþróttahúsið er hann stýrði liði sínu gegn ÍR á fimmtudag. 17. nóvember 2014 14:41