Tókst á ögurstundu að stöðva hjartablæðingu Viktoría Hermannsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 07:00 Frá vettvangi árásarinnar. Maðurinn var stunginn í hjartað á Hverfisgötu. Þrír eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Mynd/Þorgeir Ólafsson Kraftaverki líkast þykir að maðurinn sem stunginn var í hjartað á Hverfisgötu á sunnudagskvöld hafi lifað árásina af. Skjót handtök lækna urðu til þess að bjarga manninum sem nú er kominn á ágætis bataveg samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Maðurinn er enn á gjörgæslu en kominn til meðvitundar. Þrír menn eru í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar. Mennirnir eru allir frá Póllandi en hafa verið búsettir hér á landi í nokkur ár. Fjórir voru handteknir á vettvangi en tveimur þeirra var sleppt að yfirheyrslum loknum. Auglýst var eftir fimmta manninum í fjölmiðlum fyrr í vikunni. Hann fannst á þriðjudag og situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins.Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, gerði að sárum mannsins ásamt Helga Kjartani Sigurðssyni. Sannkallað þrekvirki var unnið og allt gekk upp.Fréttablaðið/PjeturHnífurinn skildi eftir gat í hjartanu sem varð til þess að mikið blæddi úr því. Þegar sjúkrabíll og lögregla komu á vettvang var strax hringt í hjarta- og lungnaskurðlækninn, Tómas Guðbjartsson, sem var á bakvakt á spítalanum þetta kvöld. Þegar sjúkrabíllinn kom á spítala með manninn var Tómas þar ásamt Helga Kjartani Sigurðssyni skurðlækni til þess að gera að sárum hins særða. Hvorki Tómas né Helgi Kjartan vildu tjá sig um málið þegar Fréttablaðið hafði samband við þá. Heimildir Fréttablaðsins herma að stuttu eftir að maðurinn var fluttur á spítalann hafi hjarta hans stöðvast. Þurfti því að opna brjóstkassann og hnoða hjartað með beinu hnoði sem þýðir að læknirinn hnoðar hjartað í höndunum. Það er gert til þess að koma af stað blóðflæði frá hjarta til heila. Það heppnaðist og í kjölfarið var gert við gatið á hjartanu. Á meðan var læknirinn með fingur í gatinu til þess að koma í veg fyrir að hjartað dældi út meira blóði. Aðgerðin heppnaðist vel, maðurinn var í lífshættu fyrst á eftir en er nú á batavegi. Vakthafandi læknir á gjörgæsludeild staðfesti í gær að hann væri kominn úr öndunarvél og til meðvitundar. Hugsanlega verður hann fluttur yfir á aðra deild í dag. Hilmar Kjartansson, yfirlæknir bráðamóttökunnar, segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál vegna trúnaðar við sjúklinga en staðfestir þó að mikið þrekvirki hafi verið unnið þarna. Allt hafi gengið upp og allir sem komu að málinu hafi staðið sig með sóma. „Við erum stolt af starfseminni og samstarfinu við alla sem komu að málinu,“ segir Hilmar. Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Kraftaverki líkast þykir að maðurinn sem stunginn var í hjartað á Hverfisgötu á sunnudagskvöld hafi lifað árásina af. Skjót handtök lækna urðu til þess að bjarga manninum sem nú er kominn á ágætis bataveg samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Maðurinn er enn á gjörgæslu en kominn til meðvitundar. Þrír menn eru í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar. Mennirnir eru allir frá Póllandi en hafa verið búsettir hér á landi í nokkur ár. Fjórir voru handteknir á vettvangi en tveimur þeirra var sleppt að yfirheyrslum loknum. Auglýst var eftir fimmta manninum í fjölmiðlum fyrr í vikunni. Hann fannst á þriðjudag og situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins.Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, gerði að sárum mannsins ásamt Helga Kjartani Sigurðssyni. Sannkallað þrekvirki var unnið og allt gekk upp.Fréttablaðið/PjeturHnífurinn skildi eftir gat í hjartanu sem varð til þess að mikið blæddi úr því. Þegar sjúkrabíll og lögregla komu á vettvang var strax hringt í hjarta- og lungnaskurðlækninn, Tómas Guðbjartsson, sem var á bakvakt á spítalanum þetta kvöld. Þegar sjúkrabíllinn kom á spítala með manninn var Tómas þar ásamt Helga Kjartani Sigurðssyni skurðlækni til þess að gera að sárum hins særða. Hvorki Tómas né Helgi Kjartan vildu tjá sig um málið þegar Fréttablaðið hafði samband við þá. Heimildir Fréttablaðsins herma að stuttu eftir að maðurinn var fluttur á spítalann hafi hjarta hans stöðvast. Þurfti því að opna brjóstkassann og hnoða hjartað með beinu hnoði sem þýðir að læknirinn hnoðar hjartað í höndunum. Það er gert til þess að koma af stað blóðflæði frá hjarta til heila. Það heppnaðist og í kjölfarið var gert við gatið á hjartanu. Á meðan var læknirinn með fingur í gatinu til þess að koma í veg fyrir að hjartað dældi út meira blóði. Aðgerðin heppnaðist vel, maðurinn var í lífshættu fyrst á eftir en er nú á batavegi. Vakthafandi læknir á gjörgæsludeild staðfesti í gær að hann væri kominn úr öndunarvél og til meðvitundar. Hugsanlega verður hann fluttur yfir á aðra deild í dag. Hilmar Kjartansson, yfirlæknir bráðamóttökunnar, segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál vegna trúnaðar við sjúklinga en staðfestir þó að mikið þrekvirki hafi verið unnið þarna. Allt hafi gengið upp og allir sem komu að málinu hafi staðið sig með sóma. „Við erum stolt af starfseminni og samstarfinu við alla sem komu að málinu,“ segir Hilmar.
Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira