Helena: Getur verið þreytt að vera alltaf ein Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. desember 2014 07:00 Helena Sverrisdóttir var á dögunum kjörin körfuknattleikskona ársins tíunda árið í röð. vísir/Daníel „Það er nú enn þá sex gráðu hiti hérna úti,“ segir Helena Sverrisdóttir, fremsta körfuknattleikskona Íslands, hress og kát þegar blaðamaður tjáir henni að vetur sé skollinn á með látum hér heima. Helena er nýkomin af æfingu þegar Fréttablaðið slær á þráðinn til hennar til Polkowice í Póllandi þar sem hún býr og spilar körfubolta með samnefndu liði. „Mér líkar bara mjög vel hérna,“ segir hún, en Helena er hjá sínu þriðja liði í atvinnumennsku. Fyrst spilaði hún í tvö ár með Good Angels frá Kosice í Slóvakíu, bæ með 260 þúsund íbúa og í fyrra var hún á mála hjá Miskolc í Ungverjalandi, en þar búa 160 þúsund manns. „Þetta er alveg pínulítill bær, minni en Hafnarfjörður,“ segir Helena og hlær, en heimabærinn telur 27 þúsund íbúa á meðan „aðeins“ 22 þúsund búa í Polkowice. „Það er samt stutt að fara í aðrar stórborgir þannig að maður nýtir frídagana í það. Það er borg hérna 15 km frá mér þar sem maður getur fengið allt. Ég vissi ekki að þessi bær væri svona rosalega lítill. Hér eru nokkrar matvörubúðir en maður þarf að fara smá spöl eftir öðru,“ segir Helena um bæinn.Gengið mjög vel Polkowice er fornfrægt lið í Evrópuboltanum og hafði t.a.m. betur gegn Good Angels í Meistaradeildinni þegar Helena spilaði þar. „Þetta er stór klúbbur með mikla hefð, en það voru breytingar á félaginu í sumar,“ segir Helena. „Þetta er lið sem hefur vanalega verið í Meistaradeildinni og að berjast um pólska meistaratitilinn, en það voru miklar fjárhagslegar breytingar hérna og skipt um stjórn. Því var ekki vitað við hverju mætti búast af okkur. En það hefur bara gengið vel hjá liðinu og mér. Ég er að byrja alla leikina,“ segir Helena. Polkowice tapaði óvænt fyrir einu af neðstu liðum deildarinnar um helgina í framlengingu, en í þeim skoraði Helena 23 stig og setti niður sex þriggja stiga skot í sex tilraunum. Liðið er með sjö sigra og þrjú töp í fjórða sæti. „Þetta er alveg nýtt lið hjá okkur. Það eru bara fimm stelpur sem voru hér í fyrra. Þetta var algjört klúður að tapa fyrir þessu liði og vonandi kemur þetta ekki fyrir aftur,“ segir Helena, sem er sjálf ánægð með eigin frammistöðu. „Ég verð að vera það. Ég er mesti skotmaður liðsins sem er frekar nýtt fyrir mér. Ég er að skjóta ágætlega og fíla mig vel í þessu liði. Ég er í hlutverki sem hentar mér vel.“Þreytt að vera alltaf ein Helena gerði aðeins eins árs samning eins og tíðkast í Evrópukörfuboltanum. „Það er alltaf þessi óvissa með peningamálin. En þetta hefur verið mjög gott hérna og eins og staðan er líður mér vel,“ segir hún, en hvað gerir hún sér til dægrastyttingar í þessum „smábæ“. „Það er voðalega misjafnt. Það eru æfingar á morgnana og aftur síðla dags. Það eru klukkutímarnir þar á milli sem geta verið erfiðir. Maður horfir bara á sjónvarpið eða púslar. Bara eitthvað til að stytta tímann,“ segir hún. Orðrómur var uppi í sumar um að Helena myndi koma heim og spila í Dominos-deildinni, en svo fór ekki. Það er ekki á stefnuskránni hjá henni þótt heimþráin geri stundum vart við sig. „Ég þarf að vera úti til að spila á eins háu stigi og ég get. En ég er búin að vera átta ár í burtu og það tekur á að vera frá fjölskyldu og vinum. Það kitlar alltaf að koma heim kannski í eitt tímabil, en það voru alltaf 90 prósent líkur á að ég yrði áfram úti núna,“ segir Helena sem vill vera atvinnumaður á meðan það er hægt. „Stundum leitar hugurinn heim og maður getur orðið þreyttur á að vera alltaf einn. En svo hugsa ég til stundanna þegar ég var lítil og mig dreymdi um að vera atvinnumaður. Ég bara get ekki gefið þetta upp á bátinn núna,“ segir Helena Sverrisdóttir. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Stjarnan | Grannaslagur í bikarnum Í beinni: Ármann - Hamar/Þór | Spennandi bikarslagur í Höllinni Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sjá meira
„Það er nú enn þá sex gráðu hiti hérna úti,“ segir Helena Sverrisdóttir, fremsta körfuknattleikskona Íslands, hress og kát þegar blaðamaður tjáir henni að vetur sé skollinn á með látum hér heima. Helena er nýkomin af æfingu þegar Fréttablaðið slær á þráðinn til hennar til Polkowice í Póllandi þar sem hún býr og spilar körfubolta með samnefndu liði. „Mér líkar bara mjög vel hérna,“ segir hún, en Helena er hjá sínu þriðja liði í atvinnumennsku. Fyrst spilaði hún í tvö ár með Good Angels frá Kosice í Slóvakíu, bæ með 260 þúsund íbúa og í fyrra var hún á mála hjá Miskolc í Ungverjalandi, en þar búa 160 þúsund manns. „Þetta er alveg pínulítill bær, minni en Hafnarfjörður,“ segir Helena og hlær, en heimabærinn telur 27 þúsund íbúa á meðan „aðeins“ 22 þúsund búa í Polkowice. „Það er samt stutt að fara í aðrar stórborgir þannig að maður nýtir frídagana í það. Það er borg hérna 15 km frá mér þar sem maður getur fengið allt. Ég vissi ekki að þessi bær væri svona rosalega lítill. Hér eru nokkrar matvörubúðir en maður þarf að fara smá spöl eftir öðru,“ segir Helena um bæinn.Gengið mjög vel Polkowice er fornfrægt lið í Evrópuboltanum og hafði t.a.m. betur gegn Good Angels í Meistaradeildinni þegar Helena spilaði þar. „Þetta er stór klúbbur með mikla hefð, en það voru breytingar á félaginu í sumar,“ segir Helena. „Þetta er lið sem hefur vanalega verið í Meistaradeildinni og að berjast um pólska meistaratitilinn, en það voru miklar fjárhagslegar breytingar hérna og skipt um stjórn. Því var ekki vitað við hverju mætti búast af okkur. En það hefur bara gengið vel hjá liðinu og mér. Ég er að byrja alla leikina,“ segir Helena. Polkowice tapaði óvænt fyrir einu af neðstu liðum deildarinnar um helgina í framlengingu, en í þeim skoraði Helena 23 stig og setti niður sex þriggja stiga skot í sex tilraunum. Liðið er með sjö sigra og þrjú töp í fjórða sæti. „Þetta er alveg nýtt lið hjá okkur. Það eru bara fimm stelpur sem voru hér í fyrra. Þetta var algjört klúður að tapa fyrir þessu liði og vonandi kemur þetta ekki fyrir aftur,“ segir Helena, sem er sjálf ánægð með eigin frammistöðu. „Ég verð að vera það. Ég er mesti skotmaður liðsins sem er frekar nýtt fyrir mér. Ég er að skjóta ágætlega og fíla mig vel í þessu liði. Ég er í hlutverki sem hentar mér vel.“Þreytt að vera alltaf ein Helena gerði aðeins eins árs samning eins og tíðkast í Evrópukörfuboltanum. „Það er alltaf þessi óvissa með peningamálin. En þetta hefur verið mjög gott hérna og eins og staðan er líður mér vel,“ segir hún, en hvað gerir hún sér til dægrastyttingar í þessum „smábæ“. „Það er voðalega misjafnt. Það eru æfingar á morgnana og aftur síðla dags. Það eru klukkutímarnir þar á milli sem geta verið erfiðir. Maður horfir bara á sjónvarpið eða púslar. Bara eitthvað til að stytta tímann,“ segir hún. Orðrómur var uppi í sumar um að Helena myndi koma heim og spila í Dominos-deildinni, en svo fór ekki. Það er ekki á stefnuskránni hjá henni þótt heimþráin geri stundum vart við sig. „Ég þarf að vera úti til að spila á eins háu stigi og ég get. En ég er búin að vera átta ár í burtu og það tekur á að vera frá fjölskyldu og vinum. Það kitlar alltaf að koma heim kannski í eitt tímabil, en það voru alltaf 90 prósent líkur á að ég yrði áfram úti núna,“ segir Helena sem vill vera atvinnumaður á meðan það er hægt. „Stundum leitar hugurinn heim og maður getur orðið þreyttur á að vera alltaf einn. En svo hugsa ég til stundanna þegar ég var lítil og mig dreymdi um að vera atvinnumaður. Ég bara get ekki gefið þetta upp á bátinn núna,“ segir Helena Sverrisdóttir.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Stjarnan | Grannaslagur í bikarnum Í beinni: Ármann - Hamar/Þór | Spennandi bikarslagur í Höllinni Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sjá meira