Helena: Getur verið þreytt að vera alltaf ein Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. desember 2014 07:00 Helena Sverrisdóttir var á dögunum kjörin körfuknattleikskona ársins tíunda árið í röð. vísir/Daníel „Það er nú enn þá sex gráðu hiti hérna úti,“ segir Helena Sverrisdóttir, fremsta körfuknattleikskona Íslands, hress og kát þegar blaðamaður tjáir henni að vetur sé skollinn á með látum hér heima. Helena er nýkomin af æfingu þegar Fréttablaðið slær á þráðinn til hennar til Polkowice í Póllandi þar sem hún býr og spilar körfubolta með samnefndu liði. „Mér líkar bara mjög vel hérna,“ segir hún, en Helena er hjá sínu þriðja liði í atvinnumennsku. Fyrst spilaði hún í tvö ár með Good Angels frá Kosice í Slóvakíu, bæ með 260 þúsund íbúa og í fyrra var hún á mála hjá Miskolc í Ungverjalandi, en þar búa 160 þúsund manns. „Þetta er alveg pínulítill bær, minni en Hafnarfjörður,“ segir Helena og hlær, en heimabærinn telur 27 þúsund íbúa á meðan „aðeins“ 22 þúsund búa í Polkowice. „Það er samt stutt að fara í aðrar stórborgir þannig að maður nýtir frídagana í það. Það er borg hérna 15 km frá mér þar sem maður getur fengið allt. Ég vissi ekki að þessi bær væri svona rosalega lítill. Hér eru nokkrar matvörubúðir en maður þarf að fara smá spöl eftir öðru,“ segir Helena um bæinn.Gengið mjög vel Polkowice er fornfrægt lið í Evrópuboltanum og hafði t.a.m. betur gegn Good Angels í Meistaradeildinni þegar Helena spilaði þar. „Þetta er stór klúbbur með mikla hefð, en það voru breytingar á félaginu í sumar,“ segir Helena. „Þetta er lið sem hefur vanalega verið í Meistaradeildinni og að berjast um pólska meistaratitilinn, en það voru miklar fjárhagslegar breytingar hérna og skipt um stjórn. Því var ekki vitað við hverju mætti búast af okkur. En það hefur bara gengið vel hjá liðinu og mér. Ég er að byrja alla leikina,“ segir Helena. Polkowice tapaði óvænt fyrir einu af neðstu liðum deildarinnar um helgina í framlengingu, en í þeim skoraði Helena 23 stig og setti niður sex þriggja stiga skot í sex tilraunum. Liðið er með sjö sigra og þrjú töp í fjórða sæti. „Þetta er alveg nýtt lið hjá okkur. Það eru bara fimm stelpur sem voru hér í fyrra. Þetta var algjört klúður að tapa fyrir þessu liði og vonandi kemur þetta ekki fyrir aftur,“ segir Helena, sem er sjálf ánægð með eigin frammistöðu. „Ég verð að vera það. Ég er mesti skotmaður liðsins sem er frekar nýtt fyrir mér. Ég er að skjóta ágætlega og fíla mig vel í þessu liði. Ég er í hlutverki sem hentar mér vel.“Þreytt að vera alltaf ein Helena gerði aðeins eins árs samning eins og tíðkast í Evrópukörfuboltanum. „Það er alltaf þessi óvissa með peningamálin. En þetta hefur verið mjög gott hérna og eins og staðan er líður mér vel,“ segir hún, en hvað gerir hún sér til dægrastyttingar í þessum „smábæ“. „Það er voðalega misjafnt. Það eru æfingar á morgnana og aftur síðla dags. Það eru klukkutímarnir þar á milli sem geta verið erfiðir. Maður horfir bara á sjónvarpið eða púslar. Bara eitthvað til að stytta tímann,“ segir hún. Orðrómur var uppi í sumar um að Helena myndi koma heim og spila í Dominos-deildinni, en svo fór ekki. Það er ekki á stefnuskránni hjá henni þótt heimþráin geri stundum vart við sig. „Ég þarf að vera úti til að spila á eins háu stigi og ég get. En ég er búin að vera átta ár í burtu og það tekur á að vera frá fjölskyldu og vinum. Það kitlar alltaf að koma heim kannski í eitt tímabil, en það voru alltaf 90 prósent líkur á að ég yrði áfram úti núna,“ segir Helena sem vill vera atvinnumaður á meðan það er hægt. „Stundum leitar hugurinn heim og maður getur orðið þreyttur á að vera alltaf einn. En svo hugsa ég til stundanna þegar ég var lítil og mig dreymdi um að vera atvinnumaður. Ég bara get ekki gefið þetta upp á bátinn núna,“ segir Helena Sverrisdóttir. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Sjá meira
„Það er nú enn þá sex gráðu hiti hérna úti,“ segir Helena Sverrisdóttir, fremsta körfuknattleikskona Íslands, hress og kát þegar blaðamaður tjáir henni að vetur sé skollinn á með látum hér heima. Helena er nýkomin af æfingu þegar Fréttablaðið slær á þráðinn til hennar til Polkowice í Póllandi þar sem hún býr og spilar körfubolta með samnefndu liði. „Mér líkar bara mjög vel hérna,“ segir hún, en Helena er hjá sínu þriðja liði í atvinnumennsku. Fyrst spilaði hún í tvö ár með Good Angels frá Kosice í Slóvakíu, bæ með 260 þúsund íbúa og í fyrra var hún á mála hjá Miskolc í Ungverjalandi, en þar búa 160 þúsund manns. „Þetta er alveg pínulítill bær, minni en Hafnarfjörður,“ segir Helena og hlær, en heimabærinn telur 27 þúsund íbúa á meðan „aðeins“ 22 þúsund búa í Polkowice. „Það er samt stutt að fara í aðrar stórborgir þannig að maður nýtir frídagana í það. Það er borg hérna 15 km frá mér þar sem maður getur fengið allt. Ég vissi ekki að þessi bær væri svona rosalega lítill. Hér eru nokkrar matvörubúðir en maður þarf að fara smá spöl eftir öðru,“ segir Helena um bæinn.Gengið mjög vel Polkowice er fornfrægt lið í Evrópuboltanum og hafði t.a.m. betur gegn Good Angels í Meistaradeildinni þegar Helena spilaði þar. „Þetta er stór klúbbur með mikla hefð, en það voru breytingar á félaginu í sumar,“ segir Helena. „Þetta er lið sem hefur vanalega verið í Meistaradeildinni og að berjast um pólska meistaratitilinn, en það voru miklar fjárhagslegar breytingar hérna og skipt um stjórn. Því var ekki vitað við hverju mætti búast af okkur. En það hefur bara gengið vel hjá liðinu og mér. Ég er að byrja alla leikina,“ segir Helena. Polkowice tapaði óvænt fyrir einu af neðstu liðum deildarinnar um helgina í framlengingu, en í þeim skoraði Helena 23 stig og setti niður sex þriggja stiga skot í sex tilraunum. Liðið er með sjö sigra og þrjú töp í fjórða sæti. „Þetta er alveg nýtt lið hjá okkur. Það eru bara fimm stelpur sem voru hér í fyrra. Þetta var algjört klúður að tapa fyrir þessu liði og vonandi kemur þetta ekki fyrir aftur,“ segir Helena, sem er sjálf ánægð með eigin frammistöðu. „Ég verð að vera það. Ég er mesti skotmaður liðsins sem er frekar nýtt fyrir mér. Ég er að skjóta ágætlega og fíla mig vel í þessu liði. Ég er í hlutverki sem hentar mér vel.“Þreytt að vera alltaf ein Helena gerði aðeins eins árs samning eins og tíðkast í Evrópukörfuboltanum. „Það er alltaf þessi óvissa með peningamálin. En þetta hefur verið mjög gott hérna og eins og staðan er líður mér vel,“ segir hún, en hvað gerir hún sér til dægrastyttingar í þessum „smábæ“. „Það er voðalega misjafnt. Það eru æfingar á morgnana og aftur síðla dags. Það eru klukkutímarnir þar á milli sem geta verið erfiðir. Maður horfir bara á sjónvarpið eða púslar. Bara eitthvað til að stytta tímann,“ segir hún. Orðrómur var uppi í sumar um að Helena myndi koma heim og spila í Dominos-deildinni, en svo fór ekki. Það er ekki á stefnuskránni hjá henni þótt heimþráin geri stundum vart við sig. „Ég þarf að vera úti til að spila á eins háu stigi og ég get. En ég er búin að vera átta ár í burtu og það tekur á að vera frá fjölskyldu og vinum. Það kitlar alltaf að koma heim kannski í eitt tímabil, en það voru alltaf 90 prósent líkur á að ég yrði áfram úti núna,“ segir Helena sem vill vera atvinnumaður á meðan það er hægt. „Stundum leitar hugurinn heim og maður getur orðið þreyttur á að vera alltaf einn. En svo hugsa ég til stundanna þegar ég var lítil og mig dreymdi um að vera atvinnumaður. Ég bara get ekki gefið þetta upp á bátinn núna,“ segir Helena Sverrisdóttir.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti