Hugfanginn af ljósmyndatækninni Friðrika Benónýsdóttir skrifar 13. desember 2014 14:00 Hrafnkell Sigurðsson „Ég stekk ekki bara út í móa og smelli af og myndin er komin.” Vísir/Valli Það var kominn tími á þessa bók, ég átti orðið mikið efni sem hefur safnast upp gegnum árin,“ segir Hrafnkell Sigurðsson myndlistarmaður um tilurð bókarinnar Lucid sem Crymogea gefur út í dag og inniheldur allar þekktustu myndraðir hans. „Ég geri alls konar verk,“ heldur Hrafnkell áfram. „En í þessari bók eru eingöngu ljósmyndaverk og hún spannar tímabilið frá 1996 til dagsins í dag. Tvær myndaraðirnar eru frá 2014 og sú nýjasta er sú sem ég sýndi í Galleríi i8 í ágúst síðastliðnum, myndir af bóluplasti í djúpu, tæru vatni.“ Hrafnkell lærði myndlist í Maastricht og London og vann verk í ýmsa miðla, hvað var það sem heillaði hann sérstaklega við ljósmyndunina? „Mér finnst hún alltaf hálfgerður galdur, þessi tækni,“ segir hann. „Ég er alltaf jafn hugfanginn af ljósmyndatækninni. Svo er það líka þessi beina leið sem heillar. Kannski er það bara óþolinmæði hjá mér en ég hef ekki þolinmæði til þess að standa við trönur í marga mánuði. Með þessari aðferð get ég séð myndina fyrr. Ekki samt strax, ég stekk ekki bara út í móa, smelli af og myndin er komin. Þetta kostar mikinn undirbúning og oft mikla eftirvinnslu líka. Síðasta serían sem ég gerði tók til dæmis eitt og hálft ár í undirbúningi og tvo mánuði í eftirvinnslu.“ Hrafnkell var á árum áður þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Oxmá, hefur hann alveg sagt skilið við tónlistina? „Já, ég hætti að syngja áður en ég fór í nám út til Hollands, var harðákveðinn í því að hætta í rokkinu og einbeita mér að myndlistinni, en við skulum ekki útiloka neitt í því efni.“ Meðal verka Hrafnkels eru vídeóverk þar sem hann hefur lagt áherslu á hljóð, brýst ekki tónlistarmaðurinn í honum út þar? „Ég hef átt náið og gott samstarf við tónlistarmenn í þeim verkum, jú, þannig að það má segja að það tengist því að vinna með tónlist.“ Bókin Lucid kemur út á Íslandi í dag og mun koma út í Evrópu og Bandaríkjunum í upphafi árs 2015. Allur texti er á ensku sem Hrafnkell segir hafa ráðist af markaðnum. „Það er reyndar pínu leiðinlegt gagnvart þeim sem ekki lesa ensku, það hefði verið gaman ef hún væri líka til á íslensku. Kannski opnast sá möguleiki seinna. Ég vona það.“ Útgáfufagnaður fyrir Lucid verður haldinn í Galleríi i8 frá klukkan 16 til 18 í dag og þar verður bókin til sölu auk þess sem hún verður fáanleg í bókaverslunum frá og með deginum í dag. Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Það var kominn tími á þessa bók, ég átti orðið mikið efni sem hefur safnast upp gegnum árin,“ segir Hrafnkell Sigurðsson myndlistarmaður um tilurð bókarinnar Lucid sem Crymogea gefur út í dag og inniheldur allar þekktustu myndraðir hans. „Ég geri alls konar verk,“ heldur Hrafnkell áfram. „En í þessari bók eru eingöngu ljósmyndaverk og hún spannar tímabilið frá 1996 til dagsins í dag. Tvær myndaraðirnar eru frá 2014 og sú nýjasta er sú sem ég sýndi í Galleríi i8 í ágúst síðastliðnum, myndir af bóluplasti í djúpu, tæru vatni.“ Hrafnkell lærði myndlist í Maastricht og London og vann verk í ýmsa miðla, hvað var það sem heillaði hann sérstaklega við ljósmyndunina? „Mér finnst hún alltaf hálfgerður galdur, þessi tækni,“ segir hann. „Ég er alltaf jafn hugfanginn af ljósmyndatækninni. Svo er það líka þessi beina leið sem heillar. Kannski er það bara óþolinmæði hjá mér en ég hef ekki þolinmæði til þess að standa við trönur í marga mánuði. Með þessari aðferð get ég séð myndina fyrr. Ekki samt strax, ég stekk ekki bara út í móa, smelli af og myndin er komin. Þetta kostar mikinn undirbúning og oft mikla eftirvinnslu líka. Síðasta serían sem ég gerði tók til dæmis eitt og hálft ár í undirbúningi og tvo mánuði í eftirvinnslu.“ Hrafnkell var á árum áður þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Oxmá, hefur hann alveg sagt skilið við tónlistina? „Já, ég hætti að syngja áður en ég fór í nám út til Hollands, var harðákveðinn í því að hætta í rokkinu og einbeita mér að myndlistinni, en við skulum ekki útiloka neitt í því efni.“ Meðal verka Hrafnkels eru vídeóverk þar sem hann hefur lagt áherslu á hljóð, brýst ekki tónlistarmaðurinn í honum út þar? „Ég hef átt náið og gott samstarf við tónlistarmenn í þeim verkum, jú, þannig að það má segja að það tengist því að vinna með tónlist.“ Bókin Lucid kemur út á Íslandi í dag og mun koma út í Evrópu og Bandaríkjunum í upphafi árs 2015. Allur texti er á ensku sem Hrafnkell segir hafa ráðist af markaðnum. „Það er reyndar pínu leiðinlegt gagnvart þeim sem ekki lesa ensku, það hefði verið gaman ef hún væri líka til á íslensku. Kannski opnast sá möguleiki seinna. Ég vona það.“ Útgáfufagnaður fyrir Lucid verður haldinn í Galleríi i8 frá klukkan 16 til 18 í dag og þar verður bókin til sölu auk þess sem hún verður fáanleg í bókaverslunum frá og með deginum í dag.
Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira