Samtal kvenna úr fortíð og nútíð 15. desember 2014 11:00 Arna Valsdóttir og Hekla Björt Helgadóttir Mynd/Auðunn Níelsson „Þegar Hekla Björt bauð mér að sýna í Geimdósinni ákvað ég að nota lítinn myndbút sem varð til þegar ég skoðaði aftökustað Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar í Vatnsdalnum. Það var á hráslagalegum degi síðasta vor. Myndatakan var mjög tilviljanakennd en reyndist fanga vel ömurleikann við staðinn.“ Þannig byrjar Arna Valsdóttir myndlistarkona að segja frá sýningu sem hún er þátttakandi í, í Geimdósinni við Kaupvangsstræti á Akureyri. Svo heldur hún áfram: „Hekla lagði til ljóð sem er hressileg tjáning nútímakonu og ég gerði upptöku þar sem hún flytur það. Mér fannst heillandi að láta þessi tvö verk hittast eins og kona úr fortíð hitti nútímakonu svo ég bræddi þessi tvö myndskeið saman. Þetta er svona kvennasamtal.“ Arna tekur fram að hún og Hekla séu hvor af sinni kynslóð. „Ég er á sextugsaldri og Hekla Björt á þrítugsaldri og ég kenndi henni við myndlistardeild Verkmenntaskólans. Mér finnst aðdáunarvert hvernig hún hefur rekið Geimdósina inni á sinni vinnustofu en nú er hún að missa plássið. Hún hefur verið með metnaðarfullar sýningar þar og þessi viðburður okkar er sá sautjándi og síðasti í Geimdósinni á einu ári. Hún er líka skáld og hefur alltaf lagt eitt ljóð til hvers listamanns sem er þá hluti af sýningunni. Oft hafa listaverkin svo tengst ljóðinu.“ Upphaf ljóðsins Kæra Ljóðsdóttir Ekki láta þér bregða, þeir koma þessir dagar … Dagarnir sem byrja á síðdegi og enda á kaldri súpu spegilmyndin hörfar, fölnuð ást safnar ryki og þú starir fram hjá sjónvarpinu í úlpu Það snjóar inn um gluggann og hjartað er úr ösku og þú vilt eyða þeim í rúminu, með einhverjum að yrkja um … og ekki um einhvern sem drap í glóð í hjartanu, heldur einhvern sem klæðir sig brosandi í úlpu hitar súpuna og situr með þér. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Þegar Hekla Björt bauð mér að sýna í Geimdósinni ákvað ég að nota lítinn myndbút sem varð til þegar ég skoðaði aftökustað Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar í Vatnsdalnum. Það var á hráslagalegum degi síðasta vor. Myndatakan var mjög tilviljanakennd en reyndist fanga vel ömurleikann við staðinn.“ Þannig byrjar Arna Valsdóttir myndlistarkona að segja frá sýningu sem hún er þátttakandi í, í Geimdósinni við Kaupvangsstræti á Akureyri. Svo heldur hún áfram: „Hekla lagði til ljóð sem er hressileg tjáning nútímakonu og ég gerði upptöku þar sem hún flytur það. Mér fannst heillandi að láta þessi tvö verk hittast eins og kona úr fortíð hitti nútímakonu svo ég bræddi þessi tvö myndskeið saman. Þetta er svona kvennasamtal.“ Arna tekur fram að hún og Hekla séu hvor af sinni kynslóð. „Ég er á sextugsaldri og Hekla Björt á þrítugsaldri og ég kenndi henni við myndlistardeild Verkmenntaskólans. Mér finnst aðdáunarvert hvernig hún hefur rekið Geimdósina inni á sinni vinnustofu en nú er hún að missa plássið. Hún hefur verið með metnaðarfullar sýningar þar og þessi viðburður okkar er sá sautjándi og síðasti í Geimdósinni á einu ári. Hún er líka skáld og hefur alltaf lagt eitt ljóð til hvers listamanns sem er þá hluti af sýningunni. Oft hafa listaverkin svo tengst ljóðinu.“ Upphaf ljóðsins Kæra Ljóðsdóttir Ekki láta þér bregða, þeir koma þessir dagar … Dagarnir sem byrja á síðdegi og enda á kaldri súpu spegilmyndin hörfar, fölnuð ást safnar ryki og þú starir fram hjá sjónvarpinu í úlpu Það snjóar inn um gluggann og hjartað er úr ösku og þú vilt eyða þeim í rúminu, með einhverjum að yrkja um … og ekki um einhvern sem drap í glóð í hjartanu, heldur einhvern sem klæðir sig brosandi í úlpu hitar súpuna og situr með þér.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira