Segir forganginn þurfa að vera á hreinu Viktoría Hermannsóttir skrifar 15. desember 2014 07:45 Árni Bjarnason, formaður FFSÍ, segir þyrlu LHG vera eina sjúkrabílinn fyrir sjómenn. „Ég held það ætti að vera áhersluatriði númer eitt að vera tilbúnir til að sækja veika eða slasaða sjómenn eða fólk uppi á landi eða hvar sem er ef það slasast,“ segir Árni Bjarnason, formaður Farmanna- og skimannasambands Íslands. Í Fréttablaðinu á föstudag var fjallað um það að skipverji á frystitogaranum Örfirisey RE hefði fengið hjartaáfall um borð. Það tók þyrlu Landhelgisgæslunnar um þrjá tíma í stað eins að koma á staðinn þar sem þyrlan var stödd í verkefni fyrir Almannavarnir við eldstöðvarnar í Bárðarbungu. Skipverjar vöktu manninn til lífs með því að veita honum hjartahnoð og nota hjartastuðtæki sem var um borð. Trausti Egilsson, skipstjóri Örfiriseyjar, sagði það óásættanlegt að þyrlan væri í slíkum verkefnum. Árni tekur undir þau sjónarmið. „Þetta er eini sjúkrabíllinn fyrir sjómenn. Það er til nóg af öðrum flugförum til að sinna svona verkefnum.“ Árni segir sjómenn lengi hafa barist fyrir því að þessi mál séu í lagi. „Þetta var komið í gott horf fyrir hrun en síðan fór þetta niður eftir það. Það þarf að hafa forganginn á hreinu. Hver mínúta skiptir máli þegar svona er. Vonandi verður þetta til þess að þeir fari ofan í saumana á því hvernig á að standa að þessu,“ segir Árni. Bárðarbunga Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Sjá meira
„Ég held það ætti að vera áhersluatriði númer eitt að vera tilbúnir til að sækja veika eða slasaða sjómenn eða fólk uppi á landi eða hvar sem er ef það slasast,“ segir Árni Bjarnason, formaður Farmanna- og skimannasambands Íslands. Í Fréttablaðinu á föstudag var fjallað um það að skipverji á frystitogaranum Örfirisey RE hefði fengið hjartaáfall um borð. Það tók þyrlu Landhelgisgæslunnar um þrjá tíma í stað eins að koma á staðinn þar sem þyrlan var stödd í verkefni fyrir Almannavarnir við eldstöðvarnar í Bárðarbungu. Skipverjar vöktu manninn til lífs með því að veita honum hjartahnoð og nota hjartastuðtæki sem var um borð. Trausti Egilsson, skipstjóri Örfiriseyjar, sagði það óásættanlegt að þyrlan væri í slíkum verkefnum. Árni tekur undir þau sjónarmið. „Þetta er eini sjúkrabíllinn fyrir sjómenn. Það er til nóg af öðrum flugförum til að sinna svona verkefnum.“ Árni segir sjómenn lengi hafa barist fyrir því að þessi mál séu í lagi. „Þetta var komið í gott horf fyrir hrun en síðan fór þetta niður eftir það. Það þarf að hafa forganginn á hreinu. Hver mínúta skiptir máli þegar svona er. Vonandi verður þetta til þess að þeir fari ofan í saumana á því hvernig á að standa að þessu,“ segir Árni.
Bárðarbunga Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Sjá meira