Jólatíð Ólafur Halldórsson skrifar 22. desember 2014 07:00 Stundum bregður fyrir þeim misskilningi að jól séu eingöngu fæðingarhátíð Krists, eða Kristsmessa. Jólahátíðin er ævaforn sólhvarfahátíð á norðurhveli jarðar og sem slík er hún hátíð allra, jafnt trúleysingja sem allra trúa fólks. Frá fornu fari hafa jólin verið birtu-, gleði- og gjafahátíð. Það þótti auðvitað tilefni samfagnaðar hér áður fyrr, og þykir enn, þegar sólin tók að hysja sig ofar á himininn í síðari hluta desember. Vetrarsólhvörf, þegar sólin fer að hækka á lofti eftir að hafa lækkað í hálft ár, eru 20. - 21. desember. Fljótlega upp úr því kemur í ljós hvernig þetta gengur hjá henni. Rómverjar héldu vetrarsólhvörfin hátíðleg og tilbáðu þá hina ósigruðu sól, Sol Invictus. Síðan gerðist það smám saman á 4. og 5. öld að farið var að minnast fæðingar Jesú á þessum birtu- og gleðidögum, en um raunverulegan fæðingartíma Jesú veit enginn. Þetta var vel til fundið því fæðing Jesú er í huga kristinna manna mikill birtu- og gleðiatburður. Á norðurhveli eru vetrarsólhvörfin enn greinilegri en suður við Miðjarðarhaf. Hugtakið jól er notað í norrænum málum, og stundum bregður því enn fyrir í ensku þótt einhver engilsaxneskur biskup hafi tekið upp á því að kalla þessa hátíð Kristsmessu (Christmas). Englendingar tala stundum upp á gamla mátann um Yuletide, Jólatíð. Gleðilega jólatíð, með von og jafnvel vissu um að sólin muni bráðlega taka að fikra sig upp himinhvelið, nú eins og endranær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum bregður fyrir þeim misskilningi að jól séu eingöngu fæðingarhátíð Krists, eða Kristsmessa. Jólahátíðin er ævaforn sólhvarfahátíð á norðurhveli jarðar og sem slík er hún hátíð allra, jafnt trúleysingja sem allra trúa fólks. Frá fornu fari hafa jólin verið birtu-, gleði- og gjafahátíð. Það þótti auðvitað tilefni samfagnaðar hér áður fyrr, og þykir enn, þegar sólin tók að hysja sig ofar á himininn í síðari hluta desember. Vetrarsólhvörf, þegar sólin fer að hækka á lofti eftir að hafa lækkað í hálft ár, eru 20. - 21. desember. Fljótlega upp úr því kemur í ljós hvernig þetta gengur hjá henni. Rómverjar héldu vetrarsólhvörfin hátíðleg og tilbáðu þá hina ósigruðu sól, Sol Invictus. Síðan gerðist það smám saman á 4. og 5. öld að farið var að minnast fæðingar Jesú á þessum birtu- og gleðidögum, en um raunverulegan fæðingartíma Jesú veit enginn. Þetta var vel til fundið því fæðing Jesú er í huga kristinna manna mikill birtu- og gleðiatburður. Á norðurhveli eru vetrarsólhvörfin enn greinilegri en suður við Miðjarðarhaf. Hugtakið jól er notað í norrænum málum, og stundum bregður því enn fyrir í ensku þótt einhver engilsaxneskur biskup hafi tekið upp á því að kalla þessa hátíð Kristsmessu (Christmas). Englendingar tala stundum upp á gamla mátann um Yuletide, Jólatíð. Gleðilega jólatíð, með von og jafnvel vissu um að sólin muni bráðlega taka að fikra sig upp himinhvelið, nú eins og endranær.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar